Eigandi Sjanghæ krefur RÚV um þrjár milljónir króna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. desember 2018 23:17 Veitingastaðurinn Sjanghæ á Akureyri. vísir/auðunn Eigandi veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, Rosita YuFan Zhang, krefur nú Ríkisútvarpið um þrjár milljónir króna og formlega afsökunarbeiðni vegna umfjöllunar miðilsins um veitingastaðinn sem birtist á síðasta ári. Mbl greindi fyrst frá þessu.Í frétt mbl kemur fram að lögmaður Rositu, Sævar Þór Jónsson, hafi staðfest að kröfugerð, sem hann segir eiga fullan rétt á sér, hafi borist RÚV sem hafi til vikuloka til þess að bregðast við henni.Í fyrstu frétt Ríkisútvarpsins um málið í fyrra, sem bar fyrirsögnina „Grunur um mansal á Akureyri,“ sagði að stéttarfélaginu Iðju hafi borist ábending um bága stöðu starfsfólks staðarins áður en hann opnaði. Starfsfólkið, sem væri af erlendu bergi brotið, væri með 30.000 krónur á mánuði í laun og væri gert að borða matarafganga á staðnum. Þegar stéttarfélagið hafi farið á staðinn, rætt við starfsfólk og tekið út vinnuaðstæður var komist að þeirri niðurstöðu að allt sem kæmi fram í skjölum staðarins um kjör starfsmanna stæðust alla þá staðla sem gildi um rekstur veitingahúsa hérlendis og því ekki fótur fyrir vangaveltum um meint mansal. Í kjölfarið sendi félagið frá sér yfirlýsingu þar sem því var lýst yfir að Ríkisútvarpið eitt ætti að taka fulla ábyrgð á því að hafa birt nafn staðarins í umfjöllun sinni um hið meinta mansal án þess að hafa fyrir því óyggjandi sannanir.Rosita YuFan Zhang, eigandi Sjanghæ. Fjölmiðlar Veitingastaðir Tengdar fréttir Ætlar að stefna Ríkisútvarpinu fyrir fréttaumfjöllun um Sjanghæ Að mati eigandans, Rositu YuFan Zhang, hefur fréttaflutningurinn haft alvarlegar afleiðingar, bæði fyrir rekstur staðarins og andlega líðan hennar og fjölskyldu hennar. 25. september 2017 07:00 Eigandi veitingastaðar á Akureyri grunaður um vinnumansal Grunur leikur á að starfsfólkið fái greiddar þrjátíu þúsund krónur á mánuði í laun og borði matarafganga af veitingastaðnum. 30. ágúst 2017 20:13 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Eigandi veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri, Rosita YuFan Zhang, krefur nú Ríkisútvarpið um þrjár milljónir króna og formlega afsökunarbeiðni vegna umfjöllunar miðilsins um veitingastaðinn sem birtist á síðasta ári. Mbl greindi fyrst frá þessu.Í frétt mbl kemur fram að lögmaður Rositu, Sævar Þór Jónsson, hafi staðfest að kröfugerð, sem hann segir eiga fullan rétt á sér, hafi borist RÚV sem hafi til vikuloka til þess að bregðast við henni.Í fyrstu frétt Ríkisútvarpsins um málið í fyrra, sem bar fyrirsögnina „Grunur um mansal á Akureyri,“ sagði að stéttarfélaginu Iðju hafi borist ábending um bága stöðu starfsfólks staðarins áður en hann opnaði. Starfsfólkið, sem væri af erlendu bergi brotið, væri með 30.000 krónur á mánuði í laun og væri gert að borða matarafganga á staðnum. Þegar stéttarfélagið hafi farið á staðinn, rætt við starfsfólk og tekið út vinnuaðstæður var komist að þeirri niðurstöðu að allt sem kæmi fram í skjölum staðarins um kjör starfsmanna stæðust alla þá staðla sem gildi um rekstur veitingahúsa hérlendis og því ekki fótur fyrir vangaveltum um meint mansal. Í kjölfarið sendi félagið frá sér yfirlýsingu þar sem því var lýst yfir að Ríkisútvarpið eitt ætti að taka fulla ábyrgð á því að hafa birt nafn staðarins í umfjöllun sinni um hið meinta mansal án þess að hafa fyrir því óyggjandi sannanir.Rosita YuFan Zhang, eigandi Sjanghæ.
Fjölmiðlar Veitingastaðir Tengdar fréttir Ætlar að stefna Ríkisútvarpinu fyrir fréttaumfjöllun um Sjanghæ Að mati eigandans, Rositu YuFan Zhang, hefur fréttaflutningurinn haft alvarlegar afleiðingar, bæði fyrir rekstur staðarins og andlega líðan hennar og fjölskyldu hennar. 25. september 2017 07:00 Eigandi veitingastaðar á Akureyri grunaður um vinnumansal Grunur leikur á að starfsfólkið fái greiddar þrjátíu þúsund krónur á mánuði í laun og borði matarafganga af veitingastaðnum. 30. ágúst 2017 20:13 Mest lesið Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Ætlar að stefna Ríkisútvarpinu fyrir fréttaumfjöllun um Sjanghæ Að mati eigandans, Rositu YuFan Zhang, hefur fréttaflutningurinn haft alvarlegar afleiðingar, bæði fyrir rekstur staðarins og andlega líðan hennar og fjölskyldu hennar. 25. september 2017 07:00
Eigandi veitingastaðar á Akureyri grunaður um vinnumansal Grunur leikur á að starfsfólkið fái greiddar þrjátíu þúsund krónur á mánuði í laun og borði matarafganga af veitingastaðnum. 30. ágúst 2017 20:13