Tvöfalt heilbrigðiskerfi – það lakara fyrir konur Reynir Arngrímsson skrifar 19. desember 2018 07:00 Breytingar á lyfjalögum fengu flýtimeðferð í skugga skammdegisins. Vegið er óþyrmilega að heilbrigðisþjónustu kvenna í skjóli myrkurs þegar Alþingi samþykkti að koma á tvöföldu heilbrigðiskerfi hér á landi. Það ætti ekki að hafa farið fram hjá landsmönnum að verulegur faglegur ágreiningur hefur verið milli lækna annars vegar og heilbrigðisstjórnarinnar og Alþingis hins vegar um nokkurt skeið. Þar má nefna ýmis mál er varða lýðheilsu og velferð borgaranna, eins og viljaleysi til að taka á sölu á rafsígarettum til barna og unglinga, heimild til reykinga rafsígaretta á veitingastöðum, tillögur um tilslökun á áfengislöggjöfinni, upphafningu skottulækninga dulinna í búningi svokallaðra viðbótarmeðferða, blekkingar um gagnsemi fíkniefna í lækningaskyni, skerðingar á aðgengi og valfrelsi notenda að heilbrigðisþjónustu og blindu stjórnvalda varðandi ástand og þörf á uppbyggingu grunnheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Nýjasta útspil Alþingis er að gefa afslátt af þekkingu, gæðum og öryggi þegar kemur að lyfjaávísunum. Sú breyting hefur í för með sér að konur þurfa að sætta sig við að sækja lakari heilbrigðisþjónustu en læknar geta og hafa veitt. Í breytingunni felst innleiðing á sænsku kerfi sem hefur skilað daprari árangri í þjónustu sem hingað til hefur prýðilega verið sinnt af heimilislæknum og sérfræðingum í fæðinga- og kvensjúkdómum. Félag íslenskra kvensjúkdóma- og fæðingalækna skilaði umsögn um frumvarpið og taldi það óunnið. Ekki var hlustað á álit þessa hóps lækna sem best þekkir til stöðu mála.Fóstureyðingum fjölgar Aðgengi að fræðslu og upplýsingum um getnaðarvarnir hefur verið án takmarkana hingað til. Árangur mældur í fjölda fóstureyðinga er, samkvæmt talnabrunni Embættis landlæknis og algengi fæðinga í aldurshópnum 15 til 19 ára, lægra hér en þar sem tilslökun á menntun, reynslu og gæðakröfum um lyfjaávísanir getnaðarvarna hefur verið innleidd, t.d. í Svíþjóð. Þar hefur breytingin leitt til þess að fjöldi fóstureyðinga er hæstur á Norðurlöndum eða 17,6/1.000 konur en er 12,5/1.000 konur að meðaltali á Íslandi frá aldamótum. Það er ekki síður áhyggjuefni að reynslan sýnir að þar sem öðrum starfsstéttum er falin heimild til læknisverka án viðhlítandi sambærilegrar menntunar og þjálfunar hefur kostnaður skattborgaranna og samfélagsins að jafnaði vaxið. Ljóst er að með þessari lagabreytingu hefur Alþingi hvorki verið umhugað um að tryggja rétt til bestu þekkingar sem völ er á skv. lögum um réttindi sjúklinga, velferð kvenna né bestun í nýtingu á skattfé borgaranna eða haft það að leiðarljósi. Læknar geta hvorki tekið ábyrgð á né þátt í slíkum vinnubrögðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Breytingar á lyfjalögum fengu flýtimeðferð í skugga skammdegisins. Vegið er óþyrmilega að heilbrigðisþjónustu kvenna í skjóli myrkurs þegar Alþingi samþykkti að koma á tvöföldu heilbrigðiskerfi hér á landi. Það ætti ekki að hafa farið fram hjá landsmönnum að verulegur faglegur ágreiningur hefur verið milli lækna annars vegar og heilbrigðisstjórnarinnar og Alþingis hins vegar um nokkurt skeið. Þar má nefna ýmis mál er varða lýðheilsu og velferð borgaranna, eins og viljaleysi til að taka á sölu á rafsígarettum til barna og unglinga, heimild til reykinga rafsígaretta á veitingastöðum, tillögur um tilslökun á áfengislöggjöfinni, upphafningu skottulækninga dulinna í búningi svokallaðra viðbótarmeðferða, blekkingar um gagnsemi fíkniefna í lækningaskyni, skerðingar á aðgengi og valfrelsi notenda að heilbrigðisþjónustu og blindu stjórnvalda varðandi ástand og þörf á uppbyggingu grunnheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni. Nýjasta útspil Alþingis er að gefa afslátt af þekkingu, gæðum og öryggi þegar kemur að lyfjaávísunum. Sú breyting hefur í för með sér að konur þurfa að sætta sig við að sækja lakari heilbrigðisþjónustu en læknar geta og hafa veitt. Í breytingunni felst innleiðing á sænsku kerfi sem hefur skilað daprari árangri í þjónustu sem hingað til hefur prýðilega verið sinnt af heimilislæknum og sérfræðingum í fæðinga- og kvensjúkdómum. Félag íslenskra kvensjúkdóma- og fæðingalækna skilaði umsögn um frumvarpið og taldi það óunnið. Ekki var hlustað á álit þessa hóps lækna sem best þekkir til stöðu mála.Fóstureyðingum fjölgar Aðgengi að fræðslu og upplýsingum um getnaðarvarnir hefur verið án takmarkana hingað til. Árangur mældur í fjölda fóstureyðinga er, samkvæmt talnabrunni Embættis landlæknis og algengi fæðinga í aldurshópnum 15 til 19 ára, lægra hér en þar sem tilslökun á menntun, reynslu og gæðakröfum um lyfjaávísanir getnaðarvarna hefur verið innleidd, t.d. í Svíþjóð. Þar hefur breytingin leitt til þess að fjöldi fóstureyðinga er hæstur á Norðurlöndum eða 17,6/1.000 konur en er 12,5/1.000 konur að meðaltali á Íslandi frá aldamótum. Það er ekki síður áhyggjuefni að reynslan sýnir að þar sem öðrum starfsstéttum er falin heimild til læknisverka án viðhlítandi sambærilegrar menntunar og þjálfunar hefur kostnaður skattborgaranna og samfélagsins að jafnaði vaxið. Ljóst er að með þessari lagabreytingu hefur Alþingi hvorki verið umhugað um að tryggja rétt til bestu þekkingar sem völ er á skv. lögum um réttindi sjúklinga, velferð kvenna né bestun í nýtingu á skattfé borgaranna eða haft það að leiðarljósi. Læknar geta hvorki tekið ábyrgð á né þátt í slíkum vinnubrögðum.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun