Skráning og gagnsæi við sölu bankanna eykur traust og eflir markaðinn Páll Harðarson skrifar 19. desember 2018 08:00 Í síðastliðinni viku ritaði ég um margþættan ávinning af sölu og skráningu bankanna fyrir íslenskt efnahagslíf. En hvernig er best að standa að málum til að hámarka ávinning íslensks samfélags? Vel heppnað útboð og tvíhliða skráning Arion banka í Nasdaq kauphallirnar á Íslandi og í Stokkhólmi sýndi með óyggjandi hætti kosti þessarar leiðar. Skráning á heimamarkað greiðir aðgang að íslenskum fjárfestum og skapar aukið traust meðal erlendra fjárfesta. Með skráningu samhliða í Stokkhólmi náðist til dreifðari hóps alþjóðlegra fjárfesta en ella, en breskir og bandarískir fjárfestar voru fyrirferðarmiklir í útboðinu. Raunhæft er að sala á hlutum í bönkunum fari fram í áföngum á nokkrum árum með hliðsjón af umfangi sölunnar. Eignarhlutur ríkisins gæti þó minnkað fljótt en Bankasýsla ríkisins álítur að til að vekja athygli allra helstu fjárfesta þurfi frumútboð að vera um tvöfalt stærra en nýlegt útboð Arion banka, eða 70-105 milljarðar króna. Auk þess að huga að markaðsaðstæðum hverju sinni, þarf ríkið að gera þrennt til að draga úr óvissu og hámarka söluverðmæti hluta sinna. Í fyrsta lagi þarf að huga að aðgerðum til að gera samkeppnisstöðu íslensku bankanna áþekka þeirri sem bankar í nágrannalöndunum búa við. Í öðru lagi þarf að liggja fyrir skýr áætlun um söluferlið og í þriðja lagi greinargóð lýsing á stefnu ríkisins sem eiganda. Í ljósi reynslunnar er eðlilegt að fólk spyrji hvort sagan frá því fyrir fjármálahrunið geti endurtekið sig. Í því sambandi er rétt að hafa í huga að viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á regluverki og eftirliti á fjármálamarkaði frá því á árunum fyrir hrun. Meðal þeirra eru auknar kröfur um eiginfjárhlutföll bankanna, bann gegn því að bankarnir láni gegn veði í eigin bréfum, takmarkanir á lánum til venslaðra aðila, þak á kaupaukagreiðslur, stífari reglur um gjaldeyrisjöfnuð bankanna, hertar reglur um lausafjárhlutföll, stóraukið eftirlit með fjármálafyrirtækjum og aukin áhersla á þjóðhagsvarúð ásamt mörgum öðrum breytingum sem sameiginlega styrkja umgjörð um fjármálakerfið og miða að því að girða fyrir þá hegðun sem orsakaði fall bankanna. Sala bankanna er einstakt tækifæri til að auka gagnsæi í fjármálakerfinu og gera íslenskan hlutabréfamarkað að enn betri aflvaka framfara og hagsældar. Sala bankanna gæti einnig aukið þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði, en í nágrannaríkjunum hefur þátttaka almennings verið lyftistöng fyrir fjármögnun smárra og meðalstórra fyrirtækja og er því um mikilvæga hagsmuni fyrir íslenskt efnahagslíf að ræða. Hóflegar skattalegar ívilnanir til almennings vegna hlutabréfakaupa gætu riðið baggamuninn en á hinum Norðurlöndunum hafa nú þegar verið innleiddar eða stendur til að innleiða slíkar ívilnanir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Í síðastliðinni viku ritaði ég um margþættan ávinning af sölu og skráningu bankanna fyrir íslenskt efnahagslíf. En hvernig er best að standa að málum til að hámarka ávinning íslensks samfélags? Vel heppnað útboð og tvíhliða skráning Arion banka í Nasdaq kauphallirnar á Íslandi og í Stokkhólmi sýndi með óyggjandi hætti kosti þessarar leiðar. Skráning á heimamarkað greiðir aðgang að íslenskum fjárfestum og skapar aukið traust meðal erlendra fjárfesta. Með skráningu samhliða í Stokkhólmi náðist til dreifðari hóps alþjóðlegra fjárfesta en ella, en breskir og bandarískir fjárfestar voru fyrirferðarmiklir í útboðinu. Raunhæft er að sala á hlutum í bönkunum fari fram í áföngum á nokkrum árum með hliðsjón af umfangi sölunnar. Eignarhlutur ríkisins gæti þó minnkað fljótt en Bankasýsla ríkisins álítur að til að vekja athygli allra helstu fjárfesta þurfi frumútboð að vera um tvöfalt stærra en nýlegt útboð Arion banka, eða 70-105 milljarðar króna. Auk þess að huga að markaðsaðstæðum hverju sinni, þarf ríkið að gera þrennt til að draga úr óvissu og hámarka söluverðmæti hluta sinna. Í fyrsta lagi þarf að huga að aðgerðum til að gera samkeppnisstöðu íslensku bankanna áþekka þeirri sem bankar í nágrannalöndunum búa við. Í öðru lagi þarf að liggja fyrir skýr áætlun um söluferlið og í þriðja lagi greinargóð lýsing á stefnu ríkisins sem eiganda. Í ljósi reynslunnar er eðlilegt að fólk spyrji hvort sagan frá því fyrir fjármálahrunið geti endurtekið sig. Í því sambandi er rétt að hafa í huga að viðamiklar breytingar hafa verið gerðar á regluverki og eftirliti á fjármálamarkaði frá því á árunum fyrir hrun. Meðal þeirra eru auknar kröfur um eiginfjárhlutföll bankanna, bann gegn því að bankarnir láni gegn veði í eigin bréfum, takmarkanir á lánum til venslaðra aðila, þak á kaupaukagreiðslur, stífari reglur um gjaldeyrisjöfnuð bankanna, hertar reglur um lausafjárhlutföll, stóraukið eftirlit með fjármálafyrirtækjum og aukin áhersla á þjóðhagsvarúð ásamt mörgum öðrum breytingum sem sameiginlega styrkja umgjörð um fjármálakerfið og miða að því að girða fyrir þá hegðun sem orsakaði fall bankanna. Sala bankanna er einstakt tækifæri til að auka gagnsæi í fjármálakerfinu og gera íslenskan hlutabréfamarkað að enn betri aflvaka framfara og hagsældar. Sala bankanna gæti einnig aukið þátttöku almennings á hlutabréfamarkaði, en í nágrannaríkjunum hefur þátttaka almennings verið lyftistöng fyrir fjármögnun smárra og meðalstórra fyrirtækja og er því um mikilvæga hagsmuni fyrir íslenskt efnahagslíf að ræða. Hóflegar skattalegar ívilnanir til almennings vegna hlutabréfakaupa gætu riðið baggamuninn en á hinum Norðurlöndunum hafa nú þegar verið innleiddar eða stendur til að innleiða slíkar ívilnanir.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar