Útlit fyrir rok og rigningu á aðfangadag Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. desember 2018 09:30 Úrkomuspá Veðurstofunnar fyrir klukkan 18 á aðfangadag. Mynd/Veðurstofa Íslands Fastlega má gera ráð fyrir því að jólaveðrið í ár á höfuðborgarsvæðinu og víðar verði rok og rigning. Spáð er nokkuð hvassri suðvestanátt og talsverðri úrkomu á aðfangadag. „Þetta er ekki mjög skemmtilegt veður sem spárnar eru að bjóða upp á núna,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Í úrkomuspá Veðurstofunnar á vef hennar má sjá að stór grænn blettur, sem táknar magn úrkomu, nær allt frá Vestfjörðum að Mýrdalsjökli. „Eins og staðan er núna er útlit fyrir að það verði suðvestanátt og svona frekar hvasst með rigningu. Það er ekki verið að bjóða upp á neitt skemmtilegt veður,“ segir Birta Líf. Það er þó smá von um að veðrið verði ekki jafn leiðinlegt á aðfangadag en þessi spá gerir ráð fyrir en Birta Líf segir að spáin sem birtist á vef Veðurstofunnar sé gerð eftir evrópskum spálíkönum. Veðurstofan hefur einnig aðgang að bandarísku spálíkani og samkvæmt því er gert ráð fyrir minni úrkomu og minna hvassviðri. „Við erum með líka með bandaríska spá sem er notuð minna en er samt til viðmiðunar. Hún er ekki jafn slæm. Það er yfirleitt þannig að ef þeim ber ekki saman þá setjum við smá fyrirvara á þetta.“ segir Birta Líf. Sumum finnst mikilvægt að það snjói á jólunum enda óumdeilt að snjórinn geri allt töluvert jólalegra auk þess sem hann lýsir upp skammdegið þegar það stendur sem hæst. Ekki er þó von um að úrkoman sem spáð er á aðfangadag komi í formi snjókomu. „Því miður, eins og staðan er núna þá lítur þetta út fyrir að vera bara hrein rigning.“Þegar landsmenn vakna á aðfangadag er ólíklegt að það þurfi að skafa af bílunum.VÍSIR/VILHELMVeðurhorfur á landinu Austan 8-13 og rigning eða skúrir í dag, einkum SA-lands, hægari vindur og yfirleitt þurrt N-til á landinu. Hiti 3 til 8 stig, en í kringum frostmark norðan heiða í kvöld. NA 3-8 á morgun, en 8-13 við SA-ströndina. Léttskýjað SV-lands, annars skýjað og skúrir á SA-landi. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost inn til landsins.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag og laugardag: Norðaustan 3-8 m/s og él A-lands, en víða léttskýjað á S- og V-landi. Frostlaust við SA- og A-ströndina, annars vægt frost.Á sunnudag (Þorláksmessa):Hæg breytileg átt, þurrt og hiti nálægt frostmarki. Suðvestan 8-13 m/s vestast um kvöldið með slyddu og hlýnandi veðri.Á mánudag (aðfangadagur jóla):Suðvestanátt og rigning, en þurrt að kalla á NA- og A-landi. Hiti 2 til 7 stig.Á þriðjudag (jóladagur):Suðlæg átt með rigningu S- og V-lands, en úrkomulítið annars staðar. Hiti breytist lítið. Jól Veður Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
Fastlega má gera ráð fyrir því að jólaveðrið í ár á höfuðborgarsvæðinu og víðar verði rok og rigning. Spáð er nokkuð hvassri suðvestanátt og talsverðri úrkomu á aðfangadag. „Þetta er ekki mjög skemmtilegt veður sem spárnar eru að bjóða upp á núna,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Í úrkomuspá Veðurstofunnar á vef hennar má sjá að stór grænn blettur, sem táknar magn úrkomu, nær allt frá Vestfjörðum að Mýrdalsjökli. „Eins og staðan er núna er útlit fyrir að það verði suðvestanátt og svona frekar hvasst með rigningu. Það er ekki verið að bjóða upp á neitt skemmtilegt veður,“ segir Birta Líf. Það er þó smá von um að veðrið verði ekki jafn leiðinlegt á aðfangadag en þessi spá gerir ráð fyrir en Birta Líf segir að spáin sem birtist á vef Veðurstofunnar sé gerð eftir evrópskum spálíkönum. Veðurstofan hefur einnig aðgang að bandarísku spálíkani og samkvæmt því er gert ráð fyrir minni úrkomu og minna hvassviðri. „Við erum með líka með bandaríska spá sem er notuð minna en er samt til viðmiðunar. Hún er ekki jafn slæm. Það er yfirleitt þannig að ef þeim ber ekki saman þá setjum við smá fyrirvara á þetta.“ segir Birta Líf. Sumum finnst mikilvægt að það snjói á jólunum enda óumdeilt að snjórinn geri allt töluvert jólalegra auk þess sem hann lýsir upp skammdegið þegar það stendur sem hæst. Ekki er þó von um að úrkoman sem spáð er á aðfangadag komi í formi snjókomu. „Því miður, eins og staðan er núna þá lítur þetta út fyrir að vera bara hrein rigning.“Þegar landsmenn vakna á aðfangadag er ólíklegt að það þurfi að skafa af bílunum.VÍSIR/VILHELMVeðurhorfur á landinu Austan 8-13 og rigning eða skúrir í dag, einkum SA-lands, hægari vindur og yfirleitt þurrt N-til á landinu. Hiti 3 til 8 stig, en í kringum frostmark norðan heiða í kvöld. NA 3-8 á morgun, en 8-13 við SA-ströndina. Léttskýjað SV-lands, annars skýjað og skúrir á SA-landi. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost inn til landsins.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag og laugardag: Norðaustan 3-8 m/s og él A-lands, en víða léttskýjað á S- og V-landi. Frostlaust við SA- og A-ströndina, annars vægt frost.Á sunnudag (Þorláksmessa):Hæg breytileg átt, þurrt og hiti nálægt frostmarki. Suðvestan 8-13 m/s vestast um kvöldið með slyddu og hlýnandi veðri.Á mánudag (aðfangadagur jóla):Suðvestanátt og rigning, en þurrt að kalla á NA- og A-landi. Hiti 2 til 7 stig.Á þriðjudag (jóladagur):Suðlæg átt með rigningu S- og V-lands, en úrkomulítið annars staðar. Hiti breytist lítið.
Jól Veður Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira