Útlit fyrir rok og rigningu á aðfangadag Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. desember 2018 09:30 Úrkomuspá Veðurstofunnar fyrir klukkan 18 á aðfangadag. Mynd/Veðurstofa Íslands Fastlega má gera ráð fyrir því að jólaveðrið í ár á höfuðborgarsvæðinu og víðar verði rok og rigning. Spáð er nokkuð hvassri suðvestanátt og talsverðri úrkomu á aðfangadag. „Þetta er ekki mjög skemmtilegt veður sem spárnar eru að bjóða upp á núna,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Í úrkomuspá Veðurstofunnar á vef hennar má sjá að stór grænn blettur, sem táknar magn úrkomu, nær allt frá Vestfjörðum að Mýrdalsjökli. „Eins og staðan er núna er útlit fyrir að það verði suðvestanátt og svona frekar hvasst með rigningu. Það er ekki verið að bjóða upp á neitt skemmtilegt veður,“ segir Birta Líf. Það er þó smá von um að veðrið verði ekki jafn leiðinlegt á aðfangadag en þessi spá gerir ráð fyrir en Birta Líf segir að spáin sem birtist á vef Veðurstofunnar sé gerð eftir evrópskum spálíkönum. Veðurstofan hefur einnig aðgang að bandarísku spálíkani og samkvæmt því er gert ráð fyrir minni úrkomu og minna hvassviðri. „Við erum með líka með bandaríska spá sem er notuð minna en er samt til viðmiðunar. Hún er ekki jafn slæm. Það er yfirleitt þannig að ef þeim ber ekki saman þá setjum við smá fyrirvara á þetta.“ segir Birta Líf. Sumum finnst mikilvægt að það snjói á jólunum enda óumdeilt að snjórinn geri allt töluvert jólalegra auk þess sem hann lýsir upp skammdegið þegar það stendur sem hæst. Ekki er þó von um að úrkoman sem spáð er á aðfangadag komi í formi snjókomu. „Því miður, eins og staðan er núna þá lítur þetta út fyrir að vera bara hrein rigning.“Þegar landsmenn vakna á aðfangadag er ólíklegt að það þurfi að skafa af bílunum.VÍSIR/VILHELMVeðurhorfur á landinu Austan 8-13 og rigning eða skúrir í dag, einkum SA-lands, hægari vindur og yfirleitt þurrt N-til á landinu. Hiti 3 til 8 stig, en í kringum frostmark norðan heiða í kvöld. NA 3-8 á morgun, en 8-13 við SA-ströndina. Léttskýjað SV-lands, annars skýjað og skúrir á SA-landi. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost inn til landsins.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag og laugardag: Norðaustan 3-8 m/s og él A-lands, en víða léttskýjað á S- og V-landi. Frostlaust við SA- og A-ströndina, annars vægt frost.Á sunnudag (Þorláksmessa):Hæg breytileg átt, þurrt og hiti nálægt frostmarki. Suðvestan 8-13 m/s vestast um kvöldið með slyddu og hlýnandi veðri.Á mánudag (aðfangadagur jóla):Suðvestanátt og rigning, en þurrt að kalla á NA- og A-landi. Hiti 2 til 7 stig.Á þriðjudag (jóladagur):Suðlæg átt með rigningu S- og V-lands, en úrkomulítið annars staðar. Hiti breytist lítið. Jól Veður Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Fastlega má gera ráð fyrir því að jólaveðrið í ár á höfuðborgarsvæðinu og víðar verði rok og rigning. Spáð er nokkuð hvassri suðvestanátt og talsverðri úrkomu á aðfangadag. „Þetta er ekki mjög skemmtilegt veður sem spárnar eru að bjóða upp á núna,“ segir Birta Líf Kristinsdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu Íslands. Í úrkomuspá Veðurstofunnar á vef hennar má sjá að stór grænn blettur, sem táknar magn úrkomu, nær allt frá Vestfjörðum að Mýrdalsjökli. „Eins og staðan er núna er útlit fyrir að það verði suðvestanátt og svona frekar hvasst með rigningu. Það er ekki verið að bjóða upp á neitt skemmtilegt veður,“ segir Birta Líf. Það er þó smá von um að veðrið verði ekki jafn leiðinlegt á aðfangadag en þessi spá gerir ráð fyrir en Birta Líf segir að spáin sem birtist á vef Veðurstofunnar sé gerð eftir evrópskum spálíkönum. Veðurstofan hefur einnig aðgang að bandarísku spálíkani og samkvæmt því er gert ráð fyrir minni úrkomu og minna hvassviðri. „Við erum með líka með bandaríska spá sem er notuð minna en er samt til viðmiðunar. Hún er ekki jafn slæm. Það er yfirleitt þannig að ef þeim ber ekki saman þá setjum við smá fyrirvara á þetta.“ segir Birta Líf. Sumum finnst mikilvægt að það snjói á jólunum enda óumdeilt að snjórinn geri allt töluvert jólalegra auk þess sem hann lýsir upp skammdegið þegar það stendur sem hæst. Ekki er þó von um að úrkoman sem spáð er á aðfangadag komi í formi snjókomu. „Því miður, eins og staðan er núna þá lítur þetta út fyrir að vera bara hrein rigning.“Þegar landsmenn vakna á aðfangadag er ólíklegt að það þurfi að skafa af bílunum.VÍSIR/VILHELMVeðurhorfur á landinu Austan 8-13 og rigning eða skúrir í dag, einkum SA-lands, hægari vindur og yfirleitt þurrt N-til á landinu. Hiti 3 til 8 stig, en í kringum frostmark norðan heiða í kvöld. NA 3-8 á morgun, en 8-13 við SA-ströndina. Léttskýjað SV-lands, annars skýjað og skúrir á SA-landi. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost inn til landsins.Veðurhorfur á landinu næstu dagaÁ föstudag og laugardag: Norðaustan 3-8 m/s og él A-lands, en víða léttskýjað á S- og V-landi. Frostlaust við SA- og A-ströndina, annars vægt frost.Á sunnudag (Þorláksmessa):Hæg breytileg átt, þurrt og hiti nálægt frostmarki. Suðvestan 8-13 m/s vestast um kvöldið með slyddu og hlýnandi veðri.Á mánudag (aðfangadagur jóla):Suðvestanátt og rigning, en þurrt að kalla á NA- og A-landi. Hiti 2 til 7 stig.Á þriðjudag (jóladagur):Suðlæg átt með rigningu S- og V-lands, en úrkomulítið annars staðar. Hiti breytist lítið.
Jól Veður Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira