Vonbrigði að Samherjamálið hafi verið dregið að ósynju Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. desember 2018 10:41 Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, fundaði með bankaráði vegna málsins í síðasta mánuði. Vísir/Vilhelm Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir að það séu sér vonbrigði að bankaráð Seðlabankans hafi farið fram á frest til að svara erindi forsætisráðherra vegna hins svokallaða Samherjamáls. Í bréfi til bankaráðsins er Þorsteinn Már harðorður í garð bankaráðsins og segir stjórnsýslu hans minna á „Kúbu norðursins“.Þetta skrifar Þorsteinn Már í bréfi til bankaráðsinssem birt er á vef Samherja.Ínóvember ógilti Hæstiréttur ákvörðun Seðlabankans um að sekta Samherja um fimmtán milljónir króna vegna meintra brota á reglum um gjaldeyrismál.Forsætisráðherra óskaði í kjölfarið eftir eftir greinargerð ráðsins um mál Samherja frá þeim tíma þegar rannsókn bankans á meintum brotum á reglum um gjaldeyrismál hófst. Óskað var eftir því að greinargerðin bærist forsætisráðuneytinueigi síðar en 7. desember síðastliðinn. Bankaráðið hefur hins vegar farið fram á frest til þess að skila greinargerðinni og á vef Seðlabankans segir að vonir standi til að hægt verði aðskila henni í upphafi nýs árs.Við þetta er Þorsteinn Már ósáttur og segist hann hafa vonað að eftir fund hans með bankaráði í síðasta mánuði sæi fyrir endann á málinu.„Ég batt vonir við að eftir fund með bankaráði þann 27. nóvember sl. myndi málinu ljúka en ekki þyrfti að fara með það inn í sjöundu jól og áramót. Nú virðist formaður bankaráðs ætla að stýra málinu í þann farveg að bíða eftir hugsanlegu áliti umboðsmanns Alþingis í máli sem varðar ekki lyktir málsins á hendur Samherja, til þess að komast hjá því að taka sjálfur afstöðu til og afgreiða málið sjálfur,“ skrifar Þorsteinn Már.Segir hann Gylfa Magnússon, formann bankaráðsins, draga málið að ósynju.„Er það nema von að manni detti í hug Kúba norðursins þegar hugsað er um stjórnsýslu seðlabankans í þessu máli, nú sem endra nær.“Þorsteinn Már hefur sagt að Már Guðmundsson seðlabankastjóriþurfi að axla ábyrgð á þætti sínum í málinu.Már segir hins vegar að Seðlabankanum hafi verið skylt aðkæra Samherja vegna málsins. Dómsmál Tengdar fréttir Þorsteinn Már boðaður á fund bankaráðs Seðlabankans Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur verið boðaður á fund bankaráðs Seðlabankans klukkan tvö í dag. 27. nóvember 2018 13:10 Sættist ekki eftir uppspuna með klækjum Forstjóri Samherja telur að það hafi aldrei hvarflað að seðlabankastjóra að leita sátta við fyrirtækið enda hafi sakirnar verið búnar til með klækjum. 26. nóvember 2018 12:22 Segir það hafa verið ótvíræða skyldu að kæra Samherja Seðlabankastjóri segir að bankanum hafi verið skylt að kæra Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál. Hann hafi kannað að ljúka málinu með sáttaferli, sem lögmenn bankans hafi hins vegar útilokað. 25. nóvember 2018 12:45 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, segir að það séu sér vonbrigði að bankaráð Seðlabankans hafi farið fram á frest til að svara erindi forsætisráðherra vegna hins svokallaða Samherjamáls. Í bréfi til bankaráðsins er Þorsteinn Már harðorður í garð bankaráðsins og segir stjórnsýslu hans minna á „Kúbu norðursins“.Þetta skrifar Þorsteinn Már í bréfi til bankaráðsinssem birt er á vef Samherja.Ínóvember ógilti Hæstiréttur ákvörðun Seðlabankans um að sekta Samherja um fimmtán milljónir króna vegna meintra brota á reglum um gjaldeyrismál.Forsætisráðherra óskaði í kjölfarið eftir eftir greinargerð ráðsins um mál Samherja frá þeim tíma þegar rannsókn bankans á meintum brotum á reglum um gjaldeyrismál hófst. Óskað var eftir því að greinargerðin bærist forsætisráðuneytinueigi síðar en 7. desember síðastliðinn. Bankaráðið hefur hins vegar farið fram á frest til þess að skila greinargerðinni og á vef Seðlabankans segir að vonir standi til að hægt verði aðskila henni í upphafi nýs árs.Við þetta er Þorsteinn Már ósáttur og segist hann hafa vonað að eftir fund hans með bankaráði í síðasta mánuði sæi fyrir endann á málinu.„Ég batt vonir við að eftir fund með bankaráði þann 27. nóvember sl. myndi málinu ljúka en ekki þyrfti að fara með það inn í sjöundu jól og áramót. Nú virðist formaður bankaráðs ætla að stýra málinu í þann farveg að bíða eftir hugsanlegu áliti umboðsmanns Alþingis í máli sem varðar ekki lyktir málsins á hendur Samherja, til þess að komast hjá því að taka sjálfur afstöðu til og afgreiða málið sjálfur,“ skrifar Þorsteinn Már.Segir hann Gylfa Magnússon, formann bankaráðsins, draga málið að ósynju.„Er það nema von að manni detti í hug Kúba norðursins þegar hugsað er um stjórnsýslu seðlabankans í þessu máli, nú sem endra nær.“Þorsteinn Már hefur sagt að Már Guðmundsson seðlabankastjóriþurfi að axla ábyrgð á þætti sínum í málinu.Már segir hins vegar að Seðlabankanum hafi verið skylt aðkæra Samherja vegna málsins.
Dómsmál Tengdar fréttir Þorsteinn Már boðaður á fund bankaráðs Seðlabankans Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur verið boðaður á fund bankaráðs Seðlabankans klukkan tvö í dag. 27. nóvember 2018 13:10 Sættist ekki eftir uppspuna með klækjum Forstjóri Samherja telur að það hafi aldrei hvarflað að seðlabankastjóra að leita sátta við fyrirtækið enda hafi sakirnar verið búnar til með klækjum. 26. nóvember 2018 12:22 Segir það hafa verið ótvíræða skyldu að kæra Samherja Seðlabankastjóri segir að bankanum hafi verið skylt að kæra Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál. Hann hafi kannað að ljúka málinu með sáttaferli, sem lögmenn bankans hafi hins vegar útilokað. 25. nóvember 2018 12:45 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira
Þorsteinn Már boðaður á fund bankaráðs Seðlabankans Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, hefur verið boðaður á fund bankaráðs Seðlabankans klukkan tvö í dag. 27. nóvember 2018 13:10
Sættist ekki eftir uppspuna með klækjum Forstjóri Samherja telur að það hafi aldrei hvarflað að seðlabankastjóra að leita sátta við fyrirtækið enda hafi sakirnar verið búnar til með klækjum. 26. nóvember 2018 12:22
Segir það hafa verið ótvíræða skyldu að kæra Samherja Seðlabankastjóri segir að bankanum hafi verið skylt að kæra Samherja vegna brota á reglum um gjaldeyrismál. Hann hafi kannað að ljúka málinu með sáttaferli, sem lögmenn bankans hafi hins vegar útilokað. 25. nóvember 2018 12:45