Efling slítur sig frá SGS Samúel Karl Ólason skrifar 19. desember 2018 21:09 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Samninganefnd Eflingar hefur dregið samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu til baka. Þetta var ákveðið á fundi nefndarinnar sem lauk nú í kvöld og var niðurstaðan nærri einróma að sögn Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns Eflingar. Efling vill vísa kjaradeilu sinni og Samtaka atvinnulífsins strax til ríkissáttasemjara en formannafundur Starfsgreinasambandsins hafnaði því á föstudag eftir að sjö félög innan SGS lögðu það til. Sólveig segir það einnig spila inn í ákvörðun samninganefndarinnar að þegar Efling veitti Starfsgreinasambandinu umboð sitt hafi það verið gert með þeim fyrirvara að Efling teldi rétt að SGS færi í samflot með VR í viðræðum við SA. Ríkur vilji hefur verið meðal forystufólks Eflingar að sameinast við samningaborðið með VR en félögin eru lang fjölmennustu verkalýðsfélög landsins. Þau hafa hins vegar aldrei farið fram saman í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagði fyrr í vikunni að vel kæmi til greina meðal forsvarsmanna VR að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. „Ég og mín samninganefnd bundum miklar vonir við það. Raunin er sú, að mínu mati, að það sé ekki raunverulegur vilji [innan SGS] til að láta að slíku samstarfi verða,“ segir Sólveig í samtali við Vísi. Sólveig segir samninganefnd Eflingar hafa veitt sér umboð til að ákveða hver næstu skref félagsins verði. Það komi í ljós á morgun eða á föstudaginn. Kjaramál Tengdar fréttir Sólveig Anna vill kjaramálin strax til ríkissáttasemjara Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er ósátt við þá niðurstöðu formannafundar Starfsgreinasambandsins frá því fyrir helgi að bíða með að vísa kjaraviðræðum til Ríkissáttasemjara. 18. desember 2018 07:00 SA segir fullkomlega ótímabært að vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Það gæti dregið til tíðinda við samningaborð verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á fundi samninganefndar Eflingar sem hófst klukkan sex varðandi áframhaldandi samflot með öðrum félögum innan Starfsgreinasambandsins. 19. desember 2018 18:45 Úrslitafundur hjá Eflingu í kvöld varðandi samstarf verkalýðsfélaga Vilji er til þess innan nokkurra félaga innan Starfsgreinasambandsins að segja sig frá samfloti innan þess og mynda nýja sameiginlega samninganefnd með VR. 19. desember 2018 12:44 Leiðir aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins gætu skilið við samningaborðið Formaður Starfsgreinasambandsins segir hvert aðildarfélag hvenær sem er geta afturkallað samningsumboð sitt til sambandsins en deildar meiningar eru milli félaganna hvort vísa beri kjaradeilu þeirra við Samtök atvinnulífsins strax til ríkissáttasemjara. 18. desember 2018 12:07 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira
Samninganefnd Eflingar hefur dregið samningsumboð sitt frá Starfsgreinasambandinu til baka. Þetta var ákveðið á fundi nefndarinnar sem lauk nú í kvöld og var niðurstaðan nærri einróma að sögn Sólveigar Önnu Jónsdóttur formanns Eflingar. Efling vill vísa kjaradeilu sinni og Samtaka atvinnulífsins strax til ríkissáttasemjara en formannafundur Starfsgreinasambandsins hafnaði því á föstudag eftir að sjö félög innan SGS lögðu það til. Sólveig segir það einnig spila inn í ákvörðun samninganefndarinnar að þegar Efling veitti Starfsgreinasambandinu umboð sitt hafi það verið gert með þeim fyrirvara að Efling teldi rétt að SGS færi í samflot með VR í viðræðum við SA. Ríkur vilji hefur verið meðal forystufólks Eflingar að sameinast við samningaborðið með VR en félögin eru lang fjölmennustu verkalýðsfélög landsins. Þau hafa hins vegar aldrei farið fram saman í viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagði fyrr í vikunni að vel kæmi til greina meðal forsvarsmanna VR að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. „Ég og mín samninganefnd bundum miklar vonir við það. Raunin er sú, að mínu mati, að það sé ekki raunverulegur vilji [innan SGS] til að láta að slíku samstarfi verða,“ segir Sólveig í samtali við Vísi. Sólveig segir samninganefnd Eflingar hafa veitt sér umboð til að ákveða hver næstu skref félagsins verði. Það komi í ljós á morgun eða á föstudaginn.
Kjaramál Tengdar fréttir Sólveig Anna vill kjaramálin strax til ríkissáttasemjara Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er ósátt við þá niðurstöðu formannafundar Starfsgreinasambandsins frá því fyrir helgi að bíða með að vísa kjaraviðræðum til Ríkissáttasemjara. 18. desember 2018 07:00 SA segir fullkomlega ótímabært að vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Það gæti dregið til tíðinda við samningaborð verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á fundi samninganefndar Eflingar sem hófst klukkan sex varðandi áframhaldandi samflot með öðrum félögum innan Starfsgreinasambandsins. 19. desember 2018 18:45 Úrslitafundur hjá Eflingu í kvöld varðandi samstarf verkalýðsfélaga Vilji er til þess innan nokkurra félaga innan Starfsgreinasambandsins að segja sig frá samfloti innan þess og mynda nýja sameiginlega samninganefnd með VR. 19. desember 2018 12:44 Leiðir aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins gætu skilið við samningaborðið Formaður Starfsgreinasambandsins segir hvert aðildarfélag hvenær sem er geta afturkallað samningsumboð sitt til sambandsins en deildar meiningar eru milli félaganna hvort vísa beri kjaradeilu þeirra við Samtök atvinnulífsins strax til ríkissáttasemjara. 18. desember 2018 12:07 Mest lesið Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Mestu flokkaflakkararnir Innlent Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ Innlent Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Mestu flokkaflakkararnir Sjálfstæðisflokkur stekkur fram úr Viðreisn og Samfylking áfram efst „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Sjá meira
Sólveig Anna vill kjaramálin strax til ríkissáttasemjara Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, er ósátt við þá niðurstöðu formannafundar Starfsgreinasambandsins frá því fyrir helgi að bíða með að vísa kjaraviðræðum til Ríkissáttasemjara. 18. desember 2018 07:00
SA segir fullkomlega ótímabært að vísa kjaradeilu til ríkissáttasemjara Það gæti dregið til tíðinda við samningaborð verkalýðshreyfingarinnar og Samtaka atvinnulífsins á fundi samninganefndar Eflingar sem hófst klukkan sex varðandi áframhaldandi samflot með öðrum félögum innan Starfsgreinasambandsins. 19. desember 2018 18:45
Úrslitafundur hjá Eflingu í kvöld varðandi samstarf verkalýðsfélaga Vilji er til þess innan nokkurra félaga innan Starfsgreinasambandsins að segja sig frá samfloti innan þess og mynda nýja sameiginlega samninganefnd með VR. 19. desember 2018 12:44
Leiðir aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins gætu skilið við samningaborðið Formaður Starfsgreinasambandsins segir hvert aðildarfélag hvenær sem er geta afturkallað samningsumboð sitt til sambandsins en deildar meiningar eru milli félaganna hvort vísa beri kjaradeilu þeirra við Samtök atvinnulífsins strax til ríkissáttasemjara. 18. desember 2018 12:07