Trump segir Kínverja falla frá bílatollum Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. desember 2018 06:35 Frá fundi Donalds Trump og Xi Jinping á dögunum. Vísir/getty Stjórnvöld í Peking munu „lækka og afnema“ tolla sem þau hafa til þessa lagt á innfluttar, bandarískar bifreiðar að sögn Bandaríkjaforseta. Tollarnir hafa numið um 40 prósentum af söluandvirði bílanna og ætla má að bandarískir bílaframleiðendur, sem hafa liðið fyrir viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína undanfarna mánuði, muni taka tíðindunum fagnandi. Kínversk stjórnvöld hafa þó ekki viljað staðfesta tollaniðurfellinguna, sem Donald Trump forseti greindi frá á Twitter-síðu sinni. Þó er ljóst að þíðu gætir í samskiptum Trump og Xi Jinping Kínaforseta, sem snæddu saman kvöldverð á fundi G20-ríkjanna sem fram fór í Argentínu á dögunum. Meðal niðurstaðna fundarins var að ríkin myndu hækka ekki tolla hvert á annað í 90 daga, til að liðka fyrir viðræðum. Hefði ekki komið til viðræðnanna hefðu tollar á innfluttar, kínverskar vörur snarhækkað í Bandaríkjunum um áramótin, auk þess sem enn fleiri tollahækkanir höfðu verið boðaðar. Markaðir í Asíu fögnuðu fregnum af viðskiptavopnahléinu. Þannig hækkaði Hang Seng hlutabréfavísitalan í Hong Kong um 2,6 prósent við opnun markað, hækkunin nam 2,9 prósentum í Sjanghæ og um 1 prósenti í Japan.China has agreed to reduce and remove tariffs on cars coming into China from the U.S. Currently the tariff is 40%.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 3, 2018 Bandaríkin Donald Trump Kína Tengdar fréttir Þjóðarleiðtogar Bandaríkjanna og Kína semja um „vopnahlé“ í tollastríði Skömmu fyrir leiðtogafundinn hafði Bandaríkjaforseti í frammi miklar yfirlýsingar um innleiðingu nýrra verndartolla en leiðtogarnir sömdu um "vopnahlé“ í tollastríðinu. 2. desember 2018 09:44 Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Stjórnvöld í Peking munu „lækka og afnema“ tolla sem þau hafa til þessa lagt á innfluttar, bandarískar bifreiðar að sögn Bandaríkjaforseta. Tollarnir hafa numið um 40 prósentum af söluandvirði bílanna og ætla má að bandarískir bílaframleiðendur, sem hafa liðið fyrir viðskiptastríð Bandaríkjanna og Kína undanfarna mánuði, muni taka tíðindunum fagnandi. Kínversk stjórnvöld hafa þó ekki viljað staðfesta tollaniðurfellinguna, sem Donald Trump forseti greindi frá á Twitter-síðu sinni. Þó er ljóst að þíðu gætir í samskiptum Trump og Xi Jinping Kínaforseta, sem snæddu saman kvöldverð á fundi G20-ríkjanna sem fram fór í Argentínu á dögunum. Meðal niðurstaðna fundarins var að ríkin myndu hækka ekki tolla hvert á annað í 90 daga, til að liðka fyrir viðræðum. Hefði ekki komið til viðræðnanna hefðu tollar á innfluttar, kínverskar vörur snarhækkað í Bandaríkjunum um áramótin, auk þess sem enn fleiri tollahækkanir höfðu verið boðaðar. Markaðir í Asíu fögnuðu fregnum af viðskiptavopnahléinu. Þannig hækkaði Hang Seng hlutabréfavísitalan í Hong Kong um 2,6 prósent við opnun markað, hækkunin nam 2,9 prósentum í Sjanghæ og um 1 prósenti í Japan.China has agreed to reduce and remove tariffs on cars coming into China from the U.S. Currently the tariff is 40%.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) December 3, 2018
Bandaríkin Donald Trump Kína Tengdar fréttir Þjóðarleiðtogar Bandaríkjanna og Kína semja um „vopnahlé“ í tollastríði Skömmu fyrir leiðtogafundinn hafði Bandaríkjaforseti í frammi miklar yfirlýsingar um innleiðingu nýrra verndartolla en leiðtogarnir sömdu um "vopnahlé“ í tollastríðinu. 2. desember 2018 09:44 Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Þjóðarleiðtogar Bandaríkjanna og Kína semja um „vopnahlé“ í tollastríði Skömmu fyrir leiðtogafundinn hafði Bandaríkjaforseti í frammi miklar yfirlýsingar um innleiðingu nýrra verndartolla en leiðtogarnir sömdu um "vopnahlé“ í tollastríðinu. 2. desember 2018 09:44