Hekla hf. mun þurfa að innkalla 1611 nýlegar Mitsubishi-bifreiðar vegna hugbúnaðarvillu. Um er að ræða tegundirnar ASX, Eclipse árgerð 2018 , Outlander og Outlander PHEV árgerðir 2017 til 2018.
Ástæða innköllunarinnar er sögð á vef Neytendastofu vera villa í hugbúnaði fyrir stöðugleikakerfi sem gæti haft áhrif á ABS hemlakerfi virki ekki sem skyldi.
Viðgerðin er sögð felast í hugbúnaðaruppfærslu sem tekur um það bil 20 mínútur og verður viðkomandi bifreiðareigendum tilkynnt um innköllunina bréfleiðis.
„Neytendastofa hvetur bifreiðaeigendur til að fylgjast vel með hvort að verið sé að innkalla þeirra bifreiðar og hafa samband við umboðið ef þeir eru í vafa,“ segir á vef Neytendastofu.
Innkalla rúmlega 1600 nýlega Mitshubishi-bíla á Íslandi
Stefán Ó. Jónsson skrifar

Mest lesið

Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana
Viðskipti erlent

Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins
Viðskipti innlent



Lækkanir í Asíu halda áfram
Viðskipti erlent

„Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“
Viðskipti innlent

Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands
Viðskipti innlent

Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld
Viðskipti innlent


Kaupmáttur jókst á milli ára
Viðskipti innlent