Færði forseta bók með áður óséðum skrifum Kristjáns tíunda um Ísland Atli Ísleifsson skrifar 3. desember 2018 10:46 Guðni Th. Jóhannesson forseti tekur við bókinni úr hendi Margrétar Þórhildar Danadrottningar í Hörpu. Danska konungshöllin/Henning Bagger Margrét Þórhildur Danadrottning færði á laugardaginn forseta Íslands útgáfu af áður óséðum skrifum, dagbókarfærslum og minnispunktum Kristjáns tíunda Danakonungs frá árunum 1912 og 1932 þar sem hann fjallar um málefni Íslands. Danadrotting afhenti Guðna Th. Jóhannessyni forseta útgáfuna í Hörpu á laugardagskvöldið þar sem haldið var upp á hundrað ára fullveldisafmæli Íslands. Hún sagði upprunaleg skjöl hafi í heildina talið 444 og hafi þau ekki áður komið fyrir almennings sjónir. „Herra forseti! Það er mér mikil ánægja að geta afhent yður útgáfu af þessu verki, sem varpar að mörgu leyti nýju ljósi af örlagatímabili í okkar löngu sameiginlegu sögu,“ sagði drottningin. Að neðan má sjá ræðu drottningar og svipmyndir frá heimsókn hennar til Íslands. Drottning kom til Íslands að morgni fullveldisdagsins og skoðaði fyrir hádegi sýningu í Hörpu á tillögum að fána Íslands sem fram komu fyrir rétt rúmum hundrað árum. Hún var sömuleiðis viðstödd hátíðarhöld fyrir framan Stjórnarráðshúsið í Lækjargötu. Þá heimsótti hún sýninguna Lífsblómið í Listasafni Íslands og Veröld, hús Vigdísar Finnbogadóttur. Um kvöldið sótti hún svo hátíðarkvöldverð í boði forsetahjóna á Bessastöðum og og flutti svo ávarp í Hörpu um kvöldið þar sem sérstök dagskrá fór fram. Að neðan má sjá ljósmyndir af fyrri heimsóknum þjóðarhöfðingja Danmerkur til Íslands, sem danska konungshöllin birti á Facebook-sínu sinni á laugardag. Forseti Íslands Kóngafólk Guðni Th. Jóhannesson Margrét Þórhildur II Danadrottning Íslandsvinir Danmörk Tengdar fréttir Yfir 60 viðburðir í tilefni af fullveldisafmælinu Skólar, menningastofnanir og kirkjur verða víða með dagskrá um land allt á morgun í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setur fullveldishátíðina við Stjórnarráðið klukkan eitt að viðstöddum Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands, Margréti II Danadrottningu og Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Dana. 30. nóvember 2018 19:00 Løkke fundar með Katrínu í Ráðherrabústaðnum Forsætisráðherra Danmerkur kemur til landsins ásamt eiginkonu sinni í tveggja daga heimsókn í tengslum við 100 ára fullveldishátíð Íslands. 30. nóvember 2018 08:13 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Margrét Þórhildur Danadrottning færði á laugardaginn forseta Íslands útgáfu af áður óséðum skrifum, dagbókarfærslum og minnispunktum Kristjáns tíunda Danakonungs frá árunum 1912 og 1932 þar sem hann fjallar um málefni Íslands. Danadrotting afhenti Guðna Th. Jóhannessyni forseta útgáfuna í Hörpu á laugardagskvöldið þar sem haldið var upp á hundrað ára fullveldisafmæli Íslands. Hún sagði upprunaleg skjöl hafi í heildina talið 444 og hafi þau ekki áður komið fyrir almennings sjónir. „Herra forseti! Það er mér mikil ánægja að geta afhent yður útgáfu af þessu verki, sem varpar að mörgu leyti nýju ljósi af örlagatímabili í okkar löngu sameiginlegu sögu,“ sagði drottningin. Að neðan má sjá ræðu drottningar og svipmyndir frá heimsókn hennar til Íslands. Drottning kom til Íslands að morgni fullveldisdagsins og skoðaði fyrir hádegi sýningu í Hörpu á tillögum að fána Íslands sem fram komu fyrir rétt rúmum hundrað árum. Hún var sömuleiðis viðstödd hátíðarhöld fyrir framan Stjórnarráðshúsið í Lækjargötu. Þá heimsótti hún sýninguna Lífsblómið í Listasafni Íslands og Veröld, hús Vigdísar Finnbogadóttur. Um kvöldið sótti hún svo hátíðarkvöldverð í boði forsetahjóna á Bessastöðum og og flutti svo ávarp í Hörpu um kvöldið þar sem sérstök dagskrá fór fram. Að neðan má sjá ljósmyndir af fyrri heimsóknum þjóðarhöfðingja Danmerkur til Íslands, sem danska konungshöllin birti á Facebook-sínu sinni á laugardag.
Forseti Íslands Kóngafólk Guðni Th. Jóhannesson Margrét Þórhildur II Danadrottning Íslandsvinir Danmörk Tengdar fréttir Yfir 60 viðburðir í tilefni af fullveldisafmælinu Skólar, menningastofnanir og kirkjur verða víða með dagskrá um land allt á morgun í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setur fullveldishátíðina við Stjórnarráðið klukkan eitt að viðstöddum Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands, Margréti II Danadrottningu og Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Dana. 30. nóvember 2018 19:00 Løkke fundar með Katrínu í Ráðherrabústaðnum Forsætisráðherra Danmerkur kemur til landsins ásamt eiginkonu sinni í tveggja daga heimsókn í tengslum við 100 ára fullveldishátíð Íslands. 30. nóvember 2018 08:13 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Nemendur Vallaskóla í þremur fyrstu sætunum í Stóru upplestrarkeppninni Ætla að bæta þjónustu en störfum fækki í einhverjum tilvikum Nýtt gervigreindaræði vekur upp spurningar um höfundarétt Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Sjá meira
Yfir 60 viðburðir í tilefni af fullveldisafmælinu Skólar, menningastofnanir og kirkjur verða víða með dagskrá um land allt á morgun í tilefni af 100 ára afmæli fullveldisins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra setur fullveldishátíðina við Stjórnarráðið klukkan eitt að viðstöddum Guðna Th. Jóhannessyni forseta Íslands, Margréti II Danadrottningu og Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Dana. 30. nóvember 2018 19:00
Løkke fundar með Katrínu í Ráðherrabústaðnum Forsætisráðherra Danmerkur kemur til landsins ásamt eiginkonu sinni í tveggja daga heimsókn í tengslum við 100 ára fullveldishátíð Íslands. 30. nóvember 2018 08:13