Þurfa að greiða Samskipum 162 milljónir króna í skaðabætur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. desember 2018 15:02 Gamla Eimskip hefur verið dæmt til að greiða 162 milljónir króna til Samskipa. FBL/Stefán Félagið A1988, áður Eimskipafélag Íslands, hefur verið dæmt til greiðslu 162 milljóna króna skaðabóta vegna máls sem má rekja aftur til ársins 2011. Þá höfðuðu Samskip skaðabótamál vegna samkeppnisbrota Gamla Eimskips. Dómurinn hefur ekki verið birtur á vefsíðu dómstólanna en greint er frá niðurstöðunni á vef Samskipa. Þar segir að málshöfðunin sé grundvölluð á ólögmætum aðgerðum sem Gamla Eimskip beitti Samskip á árunum 1999-2002. Sektuðu samkeppnisyfirvöld Gamla Eimskip fyrir ólögmætar aðgerðir félagsins. Málið nú var höfðað gegn félaginu A1988 hf. en eftir efnahagshrunið leitaði Gamla Eimskip nauðasamninga og var nafni félagsins breytt í A1988 hf. á hluthafafundi félagsins þann 8. september 2011. „Eimskip bar því við að eiga ekki aðild að málinu, en í dómnum kemur fram að nafnabreytingar Eimskips fái ekki haggað þeirri staðreynd að flutningastarfssemi félagsins á fyrri kennitölu þess hafi sannanlega flust, með öllum réttindum og skyldum, yfir til hinnar nýju kennitölu A1988 hf,“ segir á vef Samskipa. Samskip hf. höfðuðu málið til að sækja skaðabætur en upprunalega var Gamla Eimskip dæmt til stjórnvaldssektar að fjárhæð 230 milljónir króna fyrir brot gegn 11. grein samkeppnislaga. Segir í fréttinni á vef Samskipa að Gamla Eimskip hafi misnotað markaðsráðandi stöðu og gert viðskiptamönnum sínum ólögmæt tilboð og samið við þá um ólögmæt einkakaup eða tryggðarafslætti. Var Gamla Eimskip dæmt til að greiða 162 milljónir króna í skaðabætur að viðbættum vöxtum frá 11. október. Þá þarf Eimskip að greiða málskostnað upp á 45 milljónir.Fréttin var uppfærð klukkan 15:43 til að árétta að ekki væri um Eimskip hf að ræða heldur Gamla Eimskip. Að neðan má sjá tilkynningu frá Eimskipum: Rétt er að félagið A 1988 hefur verið dæmt til að greiða Samskipum bætur en það félag hefur ekki neitt með rekstur Eimskips að gera og því er Eimskip ekki að greiða neinar bætur til Samskipa. Myndbirting með fréttinni er einnig hörmuð og gefur í raun ranga mynd af dómi héraðsdóms. Það er ljóst að Eimskipafélag Íslands HF var og hefur aldrei átt neina aðild að málinu. Dómsmál Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sjá meira
Félagið A1988, áður Eimskipafélag Íslands, hefur verið dæmt til greiðslu 162 milljóna króna skaðabóta vegna máls sem má rekja aftur til ársins 2011. Þá höfðuðu Samskip skaðabótamál vegna samkeppnisbrota Gamla Eimskips. Dómurinn hefur ekki verið birtur á vefsíðu dómstólanna en greint er frá niðurstöðunni á vef Samskipa. Þar segir að málshöfðunin sé grundvölluð á ólögmætum aðgerðum sem Gamla Eimskip beitti Samskip á árunum 1999-2002. Sektuðu samkeppnisyfirvöld Gamla Eimskip fyrir ólögmætar aðgerðir félagsins. Málið nú var höfðað gegn félaginu A1988 hf. en eftir efnahagshrunið leitaði Gamla Eimskip nauðasamninga og var nafni félagsins breytt í A1988 hf. á hluthafafundi félagsins þann 8. september 2011. „Eimskip bar því við að eiga ekki aðild að málinu, en í dómnum kemur fram að nafnabreytingar Eimskips fái ekki haggað þeirri staðreynd að flutningastarfssemi félagsins á fyrri kennitölu þess hafi sannanlega flust, með öllum réttindum og skyldum, yfir til hinnar nýju kennitölu A1988 hf,“ segir á vef Samskipa. Samskip hf. höfðuðu málið til að sækja skaðabætur en upprunalega var Gamla Eimskip dæmt til stjórnvaldssektar að fjárhæð 230 milljónir króna fyrir brot gegn 11. grein samkeppnislaga. Segir í fréttinni á vef Samskipa að Gamla Eimskip hafi misnotað markaðsráðandi stöðu og gert viðskiptamönnum sínum ólögmæt tilboð og samið við þá um ólögmæt einkakaup eða tryggðarafslætti. Var Gamla Eimskip dæmt til að greiða 162 milljónir króna í skaðabætur að viðbættum vöxtum frá 11. október. Þá þarf Eimskip að greiða málskostnað upp á 45 milljónir.Fréttin var uppfærð klukkan 15:43 til að árétta að ekki væri um Eimskip hf að ræða heldur Gamla Eimskip. Að neðan má sjá tilkynningu frá Eimskipum: Rétt er að félagið A 1988 hefur verið dæmt til að greiða Samskipum bætur en það félag hefur ekki neitt með rekstur Eimskips að gera og því er Eimskip ekki að greiða neinar bætur til Samskipa. Myndbirting með fréttinni er einnig hörmuð og gefur í raun ranga mynd af dómi héraðsdóms. Það er ljóst að Eimskipafélag Íslands HF var og hefur aldrei átt neina aðild að málinu.
Dómsmál Mest lesið „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Verðbólgan komin undir fimm prósent Viðskipti innlent Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Viðskipti innlent Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Viðskipti innlent Steyptu fyrsta gullmolann Viðskipti innlent Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Viðskipti innlent Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Viðskipti innlent Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Sjá meira