Dramatísk saga lækningaminjasafns Högni Óskarsson og Óttar Guðmundsson skrifar 6. desember 2018 07:00 Lækningaminjasafnið (eða öllu heldur húsið sem byggt var til að hýsa lækningaminjasafn) kom upp í fréttum RÚV á dögunum. Metnaðarfull saga full af bjartsýni og vonum hefur breyst í dapurlega ásýnd hnignandi glæsibyggingar. Húsið er risið, fokhelt, á einum fegursta útsýnisstað höfuðborgarsvæðisins. Ekkert hefur verið unnið við bygginguna undanfarin sjö ár. Fjármögnun stöðvaðist, og við hafa tekið deilur um hvað gera skuli við húsið og með hvaða hætti sé hægt að tryggja fé til að ljúka verkinu. Upphaflega hugmyndin að lækningaminjasafni í Nesi kom fram fyrir 40 árum. Þessar áætlanir tengdust Nesstofu, sem byggð var um 1760 og hýsti fyrstu landlækna Íslands. Rausnarleg dánargjöf Jóns Steffensens prófessors var notuð til að fjármagna þessar framkvæmdir í byrjun, síðar komu inn fjárframlög úr ríkissjóði, frá Seltjarnarnesbæ og frá Læknafélagi Íslands og Læknafélagi Reykjavíkur. Hannað var 1.500 fermetra hús og byggingaframkvæmdir hófust. Framkvæmdir fóru verulega fram úr áætlun og stöðvuðust 2011. Menn hafa notað tímann til að endurskoða og vinna áfram með upphaflegu hugmyndirnar. Sú vinna hefur verið í höndum vinnuhóps læknafélaganna sem undirritaðir ásamt fjórum öðrum læknum hafa myndað.Óttar Guðmundsson læknirNiðurstöður vinnuhópsins kalla á gjörbreytingu á nýtingu hússins. Horfið er frá þeirri stefnu að húsið hýsi einungis safn lækningaminja. Í stað þess er gert ráð fyrir fjölbreyttri starfsemi í húsinu. Þemað er Maður – Náttúra – Menning. Lækningaminjar yrðu til sýnis í húsinu í samráði við Þjóðminjasafnið. Rík áhersla yrði lögð á að nýta nútímatækni í kynningu á sögu læknisfræði á Íslandi, svipað sýningum sem hönnunarfyrirtækið Gagarín hefur hannað fyrir Eldfjallasafnið á Hvolsvelli og í Perlunni. Auk þessa yrðu skipulagðar gagnvirkar sýningar um starfsemi mannslíkamans, lýðheilsu og mögulega erfðafræði, lyfjafræði o.fl. svo og aðrar sýningar í húsinu um náttúru, umhverfisvernd, stjörnufræði, og þá í samvinnu við innlenda og erlenda aðila. Listasafn Íslands hefur sýnt áhuga á sýningaraðstöðu í húsinu. Gert er ráð fyrir aðstöðu fyrir veitingahús, fundi, minni ráðstefnur og tónleika. Utanhúss eru margir möguleikar og ber þá fyrst að nefna þak hússins, sem er stór útsýnispallur og kjörinn staður fyrir stjörnu- og norðurljósaskoðun að vetrarlagi. Helsti hugmyndasmiður og ráðgjafi hópsins hefur verið Oliver Luckett, Bandaríkjamaður búsettur á Ísland. Hann hefur mikla reynslu á þessu sviði og kann vel á notkun samfélagsmiðla við kynningar. Þessar hugmyndir um fjölbreytta starfsemi í húsinu gætu laðað að marga áhugahópa á öllum aldri, innlenda sem erlenda, svo að reksturinn gæti orðið sjálfbær. Þessar áætlanir voru kynntar ráðamönnum fjármála- og menntamálaráðuneytis, stjórnendum Seltjarnarnesbæjar og Þjóðminjasafns, svo og formönnum læknafélaganna tveggja haustið 2016. Hugmyndunum var mjög vel tekið og fjársterkir erlendir aðilar sýndu málinu áhuga. Mikill óstöðugleiki í stjórnmálum og tíð ráðherraskipti urðu til þess að ekki náðist að fylgja þessum hugmyndum eftir þannig að þær yrðu að veruleika. Mikill áhugi er enn fyrir uppbyggingu fjölnotahúss eins og hér hefur verið lýst þótt vilji nokkurra aðila í þessu verkefni hafi dvínað, ekki síst þar sem ráðuneyti mennta- og menningarmála hefur alls ekki gefið tækifæri til að leiða málið til lykta. Þetta glæsilega hús stendur nú munaðarlaust, fokhelt og farið að láta á sjá í túninu norðvestur af Nesstofu. Enn er tími til að bregðast við, ljúka við frágang hússins og setja upp innréttingar og tæknibúnað. Við skorum því á þær stofnanir sem að málinu hafa komið, og aðra sem vilja ljá málinu lið, að taka höndum saman og ljúka ætlunarverkinu. Við höfum tækifæri til að reisa einstaka menningarmiðstöð sem yrði Seltjarnarnesi og þjóðinni allri til mikils sóma.Höfundar eru læknar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Menning Óttar Guðmundsson Mest lesið Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Sjá meira
Lækningaminjasafnið (eða öllu heldur húsið sem byggt var til að hýsa lækningaminjasafn) kom upp í fréttum RÚV á dögunum. Metnaðarfull saga full af bjartsýni og vonum hefur breyst í dapurlega ásýnd hnignandi glæsibyggingar. Húsið er risið, fokhelt, á einum fegursta útsýnisstað höfuðborgarsvæðisins. Ekkert hefur verið unnið við bygginguna undanfarin sjö ár. Fjármögnun stöðvaðist, og við hafa tekið deilur um hvað gera skuli við húsið og með hvaða hætti sé hægt að tryggja fé til að ljúka verkinu. Upphaflega hugmyndin að lækningaminjasafni í Nesi kom fram fyrir 40 árum. Þessar áætlanir tengdust Nesstofu, sem byggð var um 1760 og hýsti fyrstu landlækna Íslands. Rausnarleg dánargjöf Jóns Steffensens prófessors var notuð til að fjármagna þessar framkvæmdir í byrjun, síðar komu inn fjárframlög úr ríkissjóði, frá Seltjarnarnesbæ og frá Læknafélagi Íslands og Læknafélagi Reykjavíkur. Hannað var 1.500 fermetra hús og byggingaframkvæmdir hófust. Framkvæmdir fóru verulega fram úr áætlun og stöðvuðust 2011. Menn hafa notað tímann til að endurskoða og vinna áfram með upphaflegu hugmyndirnar. Sú vinna hefur verið í höndum vinnuhóps læknafélaganna sem undirritaðir ásamt fjórum öðrum læknum hafa myndað.Óttar Guðmundsson læknirNiðurstöður vinnuhópsins kalla á gjörbreytingu á nýtingu hússins. Horfið er frá þeirri stefnu að húsið hýsi einungis safn lækningaminja. Í stað þess er gert ráð fyrir fjölbreyttri starfsemi í húsinu. Þemað er Maður – Náttúra – Menning. Lækningaminjar yrðu til sýnis í húsinu í samráði við Þjóðminjasafnið. Rík áhersla yrði lögð á að nýta nútímatækni í kynningu á sögu læknisfræði á Íslandi, svipað sýningum sem hönnunarfyrirtækið Gagarín hefur hannað fyrir Eldfjallasafnið á Hvolsvelli og í Perlunni. Auk þessa yrðu skipulagðar gagnvirkar sýningar um starfsemi mannslíkamans, lýðheilsu og mögulega erfðafræði, lyfjafræði o.fl. svo og aðrar sýningar í húsinu um náttúru, umhverfisvernd, stjörnufræði, og þá í samvinnu við innlenda og erlenda aðila. Listasafn Íslands hefur sýnt áhuga á sýningaraðstöðu í húsinu. Gert er ráð fyrir aðstöðu fyrir veitingahús, fundi, minni ráðstefnur og tónleika. Utanhúss eru margir möguleikar og ber þá fyrst að nefna þak hússins, sem er stór útsýnispallur og kjörinn staður fyrir stjörnu- og norðurljósaskoðun að vetrarlagi. Helsti hugmyndasmiður og ráðgjafi hópsins hefur verið Oliver Luckett, Bandaríkjamaður búsettur á Ísland. Hann hefur mikla reynslu á þessu sviði og kann vel á notkun samfélagsmiðla við kynningar. Þessar hugmyndir um fjölbreytta starfsemi í húsinu gætu laðað að marga áhugahópa á öllum aldri, innlenda sem erlenda, svo að reksturinn gæti orðið sjálfbær. Þessar áætlanir voru kynntar ráðamönnum fjármála- og menntamálaráðuneytis, stjórnendum Seltjarnarnesbæjar og Þjóðminjasafns, svo og formönnum læknafélaganna tveggja haustið 2016. Hugmyndunum var mjög vel tekið og fjársterkir erlendir aðilar sýndu málinu áhuga. Mikill óstöðugleiki í stjórnmálum og tíð ráðherraskipti urðu til þess að ekki náðist að fylgja þessum hugmyndum eftir þannig að þær yrðu að veruleika. Mikill áhugi er enn fyrir uppbyggingu fjölnotahúss eins og hér hefur verið lýst þótt vilji nokkurra aðila í þessu verkefni hafi dvínað, ekki síst þar sem ráðuneyti mennta- og menningarmála hefur alls ekki gefið tækifæri til að leiða málið til lykta. Þetta glæsilega hús stendur nú munaðarlaust, fokhelt og farið að láta á sjá í túninu norðvestur af Nesstofu. Enn er tími til að bregðast við, ljúka við frágang hússins og setja upp innréttingar og tæknibúnað. Við skorum því á þær stofnanir sem að málinu hafa komið, og aðra sem vilja ljá málinu lið, að taka höndum saman og ljúka ætlunarverkinu. Við höfum tækifæri til að reisa einstaka menningarmiðstöð sem yrði Seltjarnarnesi og þjóðinni allri til mikils sóma.Höfundar eru læknar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun