Dramatísk saga lækningaminjasafns Högni Óskarsson og Óttar Guðmundsson skrifar 6. desember 2018 07:00 Lækningaminjasafnið (eða öllu heldur húsið sem byggt var til að hýsa lækningaminjasafn) kom upp í fréttum RÚV á dögunum. Metnaðarfull saga full af bjartsýni og vonum hefur breyst í dapurlega ásýnd hnignandi glæsibyggingar. Húsið er risið, fokhelt, á einum fegursta útsýnisstað höfuðborgarsvæðisins. Ekkert hefur verið unnið við bygginguna undanfarin sjö ár. Fjármögnun stöðvaðist, og við hafa tekið deilur um hvað gera skuli við húsið og með hvaða hætti sé hægt að tryggja fé til að ljúka verkinu. Upphaflega hugmyndin að lækningaminjasafni í Nesi kom fram fyrir 40 árum. Þessar áætlanir tengdust Nesstofu, sem byggð var um 1760 og hýsti fyrstu landlækna Íslands. Rausnarleg dánargjöf Jóns Steffensens prófessors var notuð til að fjármagna þessar framkvæmdir í byrjun, síðar komu inn fjárframlög úr ríkissjóði, frá Seltjarnarnesbæ og frá Læknafélagi Íslands og Læknafélagi Reykjavíkur. Hannað var 1.500 fermetra hús og byggingaframkvæmdir hófust. Framkvæmdir fóru verulega fram úr áætlun og stöðvuðust 2011. Menn hafa notað tímann til að endurskoða og vinna áfram með upphaflegu hugmyndirnar. Sú vinna hefur verið í höndum vinnuhóps læknafélaganna sem undirritaðir ásamt fjórum öðrum læknum hafa myndað.Óttar Guðmundsson læknirNiðurstöður vinnuhópsins kalla á gjörbreytingu á nýtingu hússins. Horfið er frá þeirri stefnu að húsið hýsi einungis safn lækningaminja. Í stað þess er gert ráð fyrir fjölbreyttri starfsemi í húsinu. Þemað er Maður – Náttúra – Menning. Lækningaminjar yrðu til sýnis í húsinu í samráði við Þjóðminjasafnið. Rík áhersla yrði lögð á að nýta nútímatækni í kynningu á sögu læknisfræði á Íslandi, svipað sýningum sem hönnunarfyrirtækið Gagarín hefur hannað fyrir Eldfjallasafnið á Hvolsvelli og í Perlunni. Auk þessa yrðu skipulagðar gagnvirkar sýningar um starfsemi mannslíkamans, lýðheilsu og mögulega erfðafræði, lyfjafræði o.fl. svo og aðrar sýningar í húsinu um náttúru, umhverfisvernd, stjörnufræði, og þá í samvinnu við innlenda og erlenda aðila. Listasafn Íslands hefur sýnt áhuga á sýningaraðstöðu í húsinu. Gert er ráð fyrir aðstöðu fyrir veitingahús, fundi, minni ráðstefnur og tónleika. Utanhúss eru margir möguleikar og ber þá fyrst að nefna þak hússins, sem er stór útsýnispallur og kjörinn staður fyrir stjörnu- og norðurljósaskoðun að vetrarlagi. Helsti hugmyndasmiður og ráðgjafi hópsins hefur verið Oliver Luckett, Bandaríkjamaður búsettur á Ísland. Hann hefur mikla reynslu á þessu sviði og kann vel á notkun samfélagsmiðla við kynningar. Þessar hugmyndir um fjölbreytta starfsemi í húsinu gætu laðað að marga áhugahópa á öllum aldri, innlenda sem erlenda, svo að reksturinn gæti orðið sjálfbær. Þessar áætlanir voru kynntar ráðamönnum fjármála- og menntamálaráðuneytis, stjórnendum Seltjarnarnesbæjar og Þjóðminjasafns, svo og formönnum læknafélaganna tveggja haustið 2016. Hugmyndunum var mjög vel tekið og fjársterkir erlendir aðilar sýndu málinu áhuga. Mikill óstöðugleiki í stjórnmálum og tíð ráðherraskipti urðu til þess að ekki náðist að fylgja þessum hugmyndum eftir þannig að þær yrðu að veruleika. Mikill áhugi er enn fyrir uppbyggingu fjölnotahúss eins og hér hefur verið lýst þótt vilji nokkurra aðila í þessu verkefni hafi dvínað, ekki síst þar sem ráðuneyti mennta- og menningarmála hefur alls ekki gefið tækifæri til að leiða málið til lykta. Þetta glæsilega hús stendur nú munaðarlaust, fokhelt og farið að láta á sjá í túninu norðvestur af Nesstofu. Enn er tími til að bregðast við, ljúka við frágang hússins og setja upp innréttingar og tæknibúnað. Við skorum því á þær stofnanir sem að málinu hafa komið, og aðra sem vilja ljá málinu lið, að taka höndum saman og ljúka ætlunarverkinu. Við höfum tækifæri til að reisa einstaka menningarmiðstöð sem yrði Seltjarnarnesi og þjóðinni allri til mikils sóma.Höfundar eru læknar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Menning Óttar Guðmundsson Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Lækningaminjasafnið (eða öllu heldur húsið sem byggt var til að hýsa lækningaminjasafn) kom upp í fréttum RÚV á dögunum. Metnaðarfull saga full af bjartsýni og vonum hefur breyst í dapurlega ásýnd hnignandi glæsibyggingar. Húsið er risið, fokhelt, á einum fegursta útsýnisstað höfuðborgarsvæðisins. Ekkert hefur verið unnið við bygginguna undanfarin sjö ár. Fjármögnun stöðvaðist, og við hafa tekið deilur um hvað gera skuli við húsið og með hvaða hætti sé hægt að tryggja fé til að ljúka verkinu. Upphaflega hugmyndin að lækningaminjasafni í Nesi kom fram fyrir 40 árum. Þessar áætlanir tengdust Nesstofu, sem byggð var um 1760 og hýsti fyrstu landlækna Íslands. Rausnarleg dánargjöf Jóns Steffensens prófessors var notuð til að fjármagna þessar framkvæmdir í byrjun, síðar komu inn fjárframlög úr ríkissjóði, frá Seltjarnarnesbæ og frá Læknafélagi Íslands og Læknafélagi Reykjavíkur. Hannað var 1.500 fermetra hús og byggingaframkvæmdir hófust. Framkvæmdir fóru verulega fram úr áætlun og stöðvuðust 2011. Menn hafa notað tímann til að endurskoða og vinna áfram með upphaflegu hugmyndirnar. Sú vinna hefur verið í höndum vinnuhóps læknafélaganna sem undirritaðir ásamt fjórum öðrum læknum hafa myndað.Óttar Guðmundsson læknirNiðurstöður vinnuhópsins kalla á gjörbreytingu á nýtingu hússins. Horfið er frá þeirri stefnu að húsið hýsi einungis safn lækningaminja. Í stað þess er gert ráð fyrir fjölbreyttri starfsemi í húsinu. Þemað er Maður – Náttúra – Menning. Lækningaminjar yrðu til sýnis í húsinu í samráði við Þjóðminjasafnið. Rík áhersla yrði lögð á að nýta nútímatækni í kynningu á sögu læknisfræði á Íslandi, svipað sýningum sem hönnunarfyrirtækið Gagarín hefur hannað fyrir Eldfjallasafnið á Hvolsvelli og í Perlunni. Auk þessa yrðu skipulagðar gagnvirkar sýningar um starfsemi mannslíkamans, lýðheilsu og mögulega erfðafræði, lyfjafræði o.fl. svo og aðrar sýningar í húsinu um náttúru, umhverfisvernd, stjörnufræði, og þá í samvinnu við innlenda og erlenda aðila. Listasafn Íslands hefur sýnt áhuga á sýningaraðstöðu í húsinu. Gert er ráð fyrir aðstöðu fyrir veitingahús, fundi, minni ráðstefnur og tónleika. Utanhúss eru margir möguleikar og ber þá fyrst að nefna þak hússins, sem er stór útsýnispallur og kjörinn staður fyrir stjörnu- og norðurljósaskoðun að vetrarlagi. Helsti hugmyndasmiður og ráðgjafi hópsins hefur verið Oliver Luckett, Bandaríkjamaður búsettur á Ísland. Hann hefur mikla reynslu á þessu sviði og kann vel á notkun samfélagsmiðla við kynningar. Þessar hugmyndir um fjölbreytta starfsemi í húsinu gætu laðað að marga áhugahópa á öllum aldri, innlenda sem erlenda, svo að reksturinn gæti orðið sjálfbær. Þessar áætlanir voru kynntar ráðamönnum fjármála- og menntamálaráðuneytis, stjórnendum Seltjarnarnesbæjar og Þjóðminjasafns, svo og formönnum læknafélaganna tveggja haustið 2016. Hugmyndunum var mjög vel tekið og fjársterkir erlendir aðilar sýndu málinu áhuga. Mikill óstöðugleiki í stjórnmálum og tíð ráðherraskipti urðu til þess að ekki náðist að fylgja þessum hugmyndum eftir þannig að þær yrðu að veruleika. Mikill áhugi er enn fyrir uppbyggingu fjölnotahúss eins og hér hefur verið lýst þótt vilji nokkurra aðila í þessu verkefni hafi dvínað, ekki síst þar sem ráðuneyti mennta- og menningarmála hefur alls ekki gefið tækifæri til að leiða málið til lykta. Þetta glæsilega hús stendur nú munaðarlaust, fokhelt og farið að láta á sjá í túninu norðvestur af Nesstofu. Enn er tími til að bregðast við, ljúka við frágang hússins og setja upp innréttingar og tæknibúnað. Við skorum því á þær stofnanir sem að málinu hafa komið, og aðra sem vilja ljá málinu lið, að taka höndum saman og ljúka ætlunarverkinu. Við höfum tækifæri til að reisa einstaka menningarmiðstöð sem yrði Seltjarnarnesi og þjóðinni allri til mikils sóma.Höfundar eru læknar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun