Sorpa hafnar ásökunum í myndbandi Íslenska gámafélagsins Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. desember 2018 18:17 Tilefnið er nýtt myndband Íslenska gámafélagsins en Sorpa hafnar ásökunum sem þar eru bornar á hendur fyrirtækinu. Framkvæmdastjóri Sorpu hafnar því að fyrirtækið hafi hagsmuni af því að verja plastnotkun. Sorpa hafi aldrei verið „sérstakur talsmaður plastpokans“ heldur sé þvert á móti sammála því að draga þurfi úr plastnotkun, að því er segir í yfirlýsingu. Tilefnið er nýtt myndband Íslenska gámafélagsins þar sem ýjað var að því að Sorpa láti stjórnast af „hagsmunum en ekki hugsjónum“ í afstöðu síðarnefnda fyrirtækisins til banns við notkun á einnota plastpokum. Gámafélagið er þeirrar skoðunar að slíkt bann skuli leitt í lög en Sorpa sagðist ekki sjá rökin fyrir því í umsögn sinni um plastpokabannið.Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu.„Að gefnu tilefni er rétt að taka það fram að SORPA hefur enga hagsmuni af því að verja plastnotkun og hefur aldrei verið sérstakur talsmaður plastpokans, þvert á móti þá erum við öll sammála um að draga þarf úr plastnotkun,“ segir í yfirlýsingu frá Birni H. Halldórssyni, framkvæmdastjóra Sorpu sem send var út síðdegis í dag. Í yfirlýsingunni eru jafnframt talin upp dæmi um aðgerðir Sorpu í gegnum árin í viðleitni til að sporna við notkun á plasti. Þannig hafi fyrirtækið gefið almenningi yfir þrjátíu þúsund fjölnota burðarpoka og haldið úti fræðslu- og kynningarstarfi. „Það eru ekki hagsmunir hjá SORPU að leyfa eða banna notkun plastpoka. Ef banna á notkun þeirra, þá þarf að gera það að yfirveguðu ráði byggðu á vísindalegum grunni þar sem m.a. er tekið tillit til þess hvað kemur í staðinn og með hvaða hætti það er innleitt. Það er ljóst að það að skipta einnota plastburðarpoka út fyrir einnota poka úr öðru efni (t.d. úr lífrænu efni) er engin töfralausn. Ákvörðun um bann við notkun höldupoka verður því að vera byggð á haldbærum rökum sem byggjast á einhvers konar ábatagreiningu,“ segir í yfirlýsingunni. Þá er bent á að endurnýting á plasti hafi margfaldast á undanförnum árum og að nýsköpun hljóti að sjálfsögðu að vera hluti af lausninni. Hana þurfi þó alltaf að byggja á faglegum forsendum og ræða málefnalega hverju sinni. „Í grunninn hljótum við öll að starfa að sömu markmiðum, að minnka plast í umferð og lágmarka allan úrgang.“Umrætt myndband Íslenska gámafélagsins má sjá hér að neðan. Umhverfismál Tengdar fréttir Sérhagsmunir ráði afstöðu Sorpu til plasts Íslenska Gámafélagið ýjar að því að Sorpa láti stjórnast af „hagsmunum en ekki hugsjónum“ í afstöðu síðarnefnda fyrirtækisins til banns við notkun á einnota plastpokum. 4. desember 2018 10:38 Óska eftir umsögnum um plastpokafrumvarp Í frumvarpinu er lagt til að eigi síðar en í árslok 2019 skuli árlegt notkunarmagn plastpoka vera 90 á hvern einstakling. 14. nóvember 2018 18:47 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Framkvæmdastjóri Sorpu hafnar því að fyrirtækið hafi hagsmuni af því að verja plastnotkun. Sorpa hafi aldrei verið „sérstakur talsmaður plastpokans“ heldur sé þvert á móti sammála því að draga þurfi úr plastnotkun, að því er segir í yfirlýsingu. Tilefnið er nýtt myndband Íslenska gámafélagsins þar sem ýjað var að því að Sorpa láti stjórnast af „hagsmunum en ekki hugsjónum“ í afstöðu síðarnefnda fyrirtækisins til banns við notkun á einnota plastpokum. Gámafélagið er þeirrar skoðunar að slíkt bann skuli leitt í lög en Sorpa sagðist ekki sjá rökin fyrir því í umsögn sinni um plastpokabannið.Björn H. Halldórsson, framkvæmdastjóri Sorpu.„Að gefnu tilefni er rétt að taka það fram að SORPA hefur enga hagsmuni af því að verja plastnotkun og hefur aldrei verið sérstakur talsmaður plastpokans, þvert á móti þá erum við öll sammála um að draga þarf úr plastnotkun,“ segir í yfirlýsingu frá Birni H. Halldórssyni, framkvæmdastjóra Sorpu sem send var út síðdegis í dag. Í yfirlýsingunni eru jafnframt talin upp dæmi um aðgerðir Sorpu í gegnum árin í viðleitni til að sporna við notkun á plasti. Þannig hafi fyrirtækið gefið almenningi yfir þrjátíu þúsund fjölnota burðarpoka og haldið úti fræðslu- og kynningarstarfi. „Það eru ekki hagsmunir hjá SORPU að leyfa eða banna notkun plastpoka. Ef banna á notkun þeirra, þá þarf að gera það að yfirveguðu ráði byggðu á vísindalegum grunni þar sem m.a. er tekið tillit til þess hvað kemur í staðinn og með hvaða hætti það er innleitt. Það er ljóst að það að skipta einnota plastburðarpoka út fyrir einnota poka úr öðru efni (t.d. úr lífrænu efni) er engin töfralausn. Ákvörðun um bann við notkun höldupoka verður því að vera byggð á haldbærum rökum sem byggjast á einhvers konar ábatagreiningu,“ segir í yfirlýsingunni. Þá er bent á að endurnýting á plasti hafi margfaldast á undanförnum árum og að nýsköpun hljóti að sjálfsögðu að vera hluti af lausninni. Hana þurfi þó alltaf að byggja á faglegum forsendum og ræða málefnalega hverju sinni. „Í grunninn hljótum við öll að starfa að sömu markmiðum, að minnka plast í umferð og lágmarka allan úrgang.“Umrætt myndband Íslenska gámafélagsins má sjá hér að neðan.
Umhverfismál Tengdar fréttir Sérhagsmunir ráði afstöðu Sorpu til plasts Íslenska Gámafélagið ýjar að því að Sorpa láti stjórnast af „hagsmunum en ekki hugsjónum“ í afstöðu síðarnefnda fyrirtækisins til banns við notkun á einnota plastpokum. 4. desember 2018 10:38 Óska eftir umsögnum um plastpokafrumvarp Í frumvarpinu er lagt til að eigi síðar en í árslok 2019 skuli árlegt notkunarmagn plastpoka vera 90 á hvern einstakling. 14. nóvember 2018 18:47 Mest lesið Í samkeppni við Noona með Sinna Neytendur Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Atvinnulíf Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Viðskipti innlent Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Viðskipti innlent Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Indó ríður á vaðið Neytendur Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Rauð vaxtaviðvörun í á þriðja ár Kópavogur sýknaður af milljarðakröfum Björgólfur Thor og félagar verða stærstu eigendur Heima Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind Sjá meira
Sérhagsmunir ráði afstöðu Sorpu til plasts Íslenska Gámafélagið ýjar að því að Sorpa láti stjórnast af „hagsmunum en ekki hugsjónum“ í afstöðu síðarnefnda fyrirtækisins til banns við notkun á einnota plastpokum. 4. desember 2018 10:38
Óska eftir umsögnum um plastpokafrumvarp Í frumvarpinu er lagt til að eigi síðar en í árslok 2019 skuli árlegt notkunarmagn plastpoka vera 90 á hvern einstakling. 14. nóvember 2018 18:47