Sérhagsmunir ráði afstöðu Sorpu til plasts Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. desember 2018 10:38 Plastpokar sem notaðir eru á Íslandi enda annað hvort í urðun eða í náttúrunni, ólíkt því sem þekkist víða annars staðar að sögn Íslenska Gámafélagsins. Vísir/VAlli Íslenska Gámafélagið ýjar að því að Sorpa láti stjórnast af „hagsmunum en ekki hugsjónum“ í afstöðu síðarnefnda fyrirtækisins til banns við notkun á einnota plastpokum. Gámafélagið er þeirrar skoðunar að slíkt bann skuli leitt í lög en Sorpa segist ekki sjá rökin fyrir því. Í myndbandi sem Gámafélagið sendi frá sér í gær einn helsti keppinautur fyrirtækisins, Sorpa, borinn nokkuð þungum sökum. Myndbandið, sem sjá má hér að neðan, hverfist um hættuna sem Gámafélagið telur að lífríkinu stafi af notkun einnota plasts. Það safnist upp í náttúrunni og bitni á öllu lífríki jarðarinnar - jafnt hér á Íslandi sem og annars staðar. Það er því mat Gámafélagsins að Ísland ætti að vera leiðandi í baráttunni gegn einnota plasti, til að mynda með því að hætta notkun á burðarplastpokum hið fyrsta. Gámafélagið beinir þó ekki aðeins spjótum sínum að plasti í myndbandinu, heldur einnig Sorpu. Um miðbik myndbandsins birtist mynd af skrifstofum Sorpu í Reykjavík og dregin upp bein tilvitnun í framkvæmdastjóra fyrirtækisins. „Sorpa sér ekki rökin fyrir banni við notkun einnota haldapoka úr plasti,“ er haft eftir framkvæmdastjóranum, Birni H. Halldórssyni.Tilvitnun er fengin upp úr umsögn Sorpu um tillögur samráðsvettvangs um aðgerðaáætlun um plastnotkun sem skilað var til umhverfisráðherra í upphafi nóvember. Þar vísaði Sorpa til danskrar rannsóknar sem gaf til kynna að hefðbundnir haldapokar úr plasti hefðu minnst áhrif á umhverfið. Þannig þyrfti að nota margnota innkaupapoka hið minnsta 52 sinnum til að jafna áhrif plastpoka. Ljóst er að Gámafélaginu þykir ekki mikið til þessarar umsagnar koma. Ýjar fyrirtækið að því að Sorpa hafi með þessu stuðst við útlenskar rannsóknir „þar sem aðstæður eru allt aðrar til að mála upp veruleika þar sem einnota plastnoktun er af hinu góða.“ Bendir Gámafélagið á í því samhengi að erlendis sé gert ráð fyrir því að allir plastpokarnir endi í brennslu í staðinn fyrir olíu eða kol til að framleiða rafmagn. Slíkar aðstæður séu ekki hér á landi heldur endi flestir pokarnir í urðun eða úti í náttúrunni. „Plastmengun er mikið vandamál hér á landi eins og annars staðar og það er fróðlegt að sjá hver vill vernda plastið,“ segir í myndbandi Gámafélagsins - og fer ekki á milli mála að þarna er vísað til Sorpu. „Hagsmunir en ekki hugsjónir hvetja suma til að leggjast gegn minnkun notkunar á plastpokum.“ Myndband Íslenska Gámafélagsins má sjá hér að ofan. Umhverfismál Tengdar fréttir Lítill hluti plasts frá heimilum er flokkaður Þrátt fyrir að árangur hafi náðst í flokkun og endurvinnslu á síðustu árum er stærstur hluti heimilissorps urðaður. 13. október 2018 09:00 Leggja til bann á plastburðarpokum, plastborðbúnaði, plaströrum og öðru einnota plasti Samráðsvettvangur um aðgerðaráætlun í plastmálefnum hefur skilað til umhverfis- og auðlindaráðherra tillögu að átján þrepa aðgerðaráætlun um hvernig draga megi úr notkun plats. 1. nóvember 2018 14:30 Bónus hættir með plastpoka Bónus mun á næstunni hætta sölu á plastburðarpokum í verslunum sínum. 27. október 2018 11:27 Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Íslenska Gámafélagið ýjar að því að Sorpa láti stjórnast af „hagsmunum en ekki hugsjónum“ í afstöðu síðarnefnda fyrirtækisins til banns við notkun á einnota plastpokum. Gámafélagið er þeirrar skoðunar að slíkt bann skuli leitt í lög en Sorpa segist ekki sjá rökin fyrir því. Í myndbandi sem Gámafélagið sendi frá sér í gær einn helsti keppinautur fyrirtækisins, Sorpa, borinn nokkuð þungum sökum. Myndbandið, sem sjá má hér að neðan, hverfist um hættuna sem Gámafélagið telur að lífríkinu stafi af notkun einnota plasts. Það safnist upp í náttúrunni og bitni á öllu lífríki jarðarinnar - jafnt hér á Íslandi sem og annars staðar. Það er því mat Gámafélagsins að Ísland ætti að vera leiðandi í baráttunni gegn einnota plasti, til að mynda með því að hætta notkun á burðarplastpokum hið fyrsta. Gámafélagið beinir þó ekki aðeins spjótum sínum að plasti í myndbandinu, heldur einnig Sorpu. Um miðbik myndbandsins birtist mynd af skrifstofum Sorpu í Reykjavík og dregin upp bein tilvitnun í framkvæmdastjóra fyrirtækisins. „Sorpa sér ekki rökin fyrir banni við notkun einnota haldapoka úr plasti,“ er haft eftir framkvæmdastjóranum, Birni H. Halldórssyni.Tilvitnun er fengin upp úr umsögn Sorpu um tillögur samráðsvettvangs um aðgerðaáætlun um plastnotkun sem skilað var til umhverfisráðherra í upphafi nóvember. Þar vísaði Sorpa til danskrar rannsóknar sem gaf til kynna að hefðbundnir haldapokar úr plasti hefðu minnst áhrif á umhverfið. Þannig þyrfti að nota margnota innkaupapoka hið minnsta 52 sinnum til að jafna áhrif plastpoka. Ljóst er að Gámafélaginu þykir ekki mikið til þessarar umsagnar koma. Ýjar fyrirtækið að því að Sorpa hafi með þessu stuðst við útlenskar rannsóknir „þar sem aðstæður eru allt aðrar til að mála upp veruleika þar sem einnota plastnoktun er af hinu góða.“ Bendir Gámafélagið á í því samhengi að erlendis sé gert ráð fyrir því að allir plastpokarnir endi í brennslu í staðinn fyrir olíu eða kol til að framleiða rafmagn. Slíkar aðstæður séu ekki hér á landi heldur endi flestir pokarnir í urðun eða úti í náttúrunni. „Plastmengun er mikið vandamál hér á landi eins og annars staðar og það er fróðlegt að sjá hver vill vernda plastið,“ segir í myndbandi Gámafélagsins - og fer ekki á milli mála að þarna er vísað til Sorpu. „Hagsmunir en ekki hugsjónir hvetja suma til að leggjast gegn minnkun notkunar á plastpokum.“ Myndband Íslenska Gámafélagsins má sjá hér að ofan.
Umhverfismál Tengdar fréttir Lítill hluti plasts frá heimilum er flokkaður Þrátt fyrir að árangur hafi náðst í flokkun og endurvinnslu á síðustu árum er stærstur hluti heimilissorps urðaður. 13. október 2018 09:00 Leggja til bann á plastburðarpokum, plastborðbúnaði, plaströrum og öðru einnota plasti Samráðsvettvangur um aðgerðaráætlun í plastmálefnum hefur skilað til umhverfis- og auðlindaráðherra tillögu að átján þrepa aðgerðaráætlun um hvernig draga megi úr notkun plats. 1. nóvember 2018 14:30 Bónus hættir með plastpoka Bónus mun á næstunni hætta sölu á plastburðarpokum í verslunum sínum. 27. október 2018 11:27 Mest lesið Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Lítill hluti plasts frá heimilum er flokkaður Þrátt fyrir að árangur hafi náðst í flokkun og endurvinnslu á síðustu árum er stærstur hluti heimilissorps urðaður. 13. október 2018 09:00
Leggja til bann á plastburðarpokum, plastborðbúnaði, plaströrum og öðru einnota plasti Samráðsvettvangur um aðgerðaráætlun í plastmálefnum hefur skilað til umhverfis- og auðlindaráðherra tillögu að átján þrepa aðgerðaráætlun um hvernig draga megi úr notkun plats. 1. nóvember 2018 14:30
Bónus hættir með plastpoka Bónus mun á næstunni hætta sölu á plastburðarpokum í verslunum sínum. 27. október 2018 11:27