Fyrstu flugfreyjur í sögu Ernis í fyrsta áætlunarflugi Dornier Kristján Már Unnarsson skrifar 5. desember 2018 20:45 Flugfreyjurnar Unnur Gunnarsdóttir og Ásbjörg Morthens í Dornier-vélinni fyrir brottför síðdegis. Þær voru tvær í þessari fyrstu áætlunarferð en jafnan verður ein flugfreyja um borð í þessari 32 sæta vél. Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Þáttaskil urðu í sögu Flugfélagsins Ernis nú síðdegis þegar stærsta og hraðfleygasta vél félagsins fór í sitt fyrsta áætlunarflug, en hálft ár tók að skrá vélina hérlendis. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugfreyjur voru um borð í vél félagsins. Rætt var við þær og myndir sýndar af fyrsta flugtakinu í fréttum Stöðvar 2. Dornier-skrúfuþotan skömmu fyrir brottför á Reykjavíkurflugvelli síðdegis.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ernir fékk Dornier-skrúfuþotuna til landsins í lok maímánaðar og stefndi að því að taka hana í notkun í júní. Því fylgdi hins vegar afar flókin pappísvinna að skrá vélina, eins og heyra má í viðtali við eigendur Ernis, hjónin Hörð Guðmundsson og Jónínu Guðmundsdóttur.Eigendur Flugfélagsins Ernis, hjónin Hörður Guðmundsson og Jónína Guðmundsdóttir.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fyrstu flugfreyjur Ernis heita Unnur Gunnarsdóttir og Ásbjörg Morthens. Unnur var áður í millilandaflugi hjá Icelandair og Ásbjörg hjá Wow-air. Þær þekkja vélina vel eftir þjálfun í Þýskalandi í sumar og segja mjög spennandi að færa sig yfir í innanlandsflugið og taka þátt í þessu verkefni með Erni.Dornier-skrúfuþotan í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli síðdegis.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Flugstjóri í þessari fyrstu áætlunarferð var Þráinn Hafsteinsson en áfangastaðurinn var Húsavík. Flugtíminn þangað var áætlaður um 35 mínútur, tíu til tólf mínútum styttri en á eldri Jetstream-vélum félagsins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Norðurþing Tengdar fréttir Þingeyingar fá að þjóta suður á 620 km hraða Stærsta flugvél í sögu Flugfélagsins Ernis er komin til landsins. Forstjórinn segir það nýtt eftir hálfrar aldar flugrekstur að þurfa að ráða flugfreyjur. 23. maí 2018 21:15 Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15 Flugvél Ernis föst í vef skriffinnsku í allt sumar Dornier-skrúfuþota, sem Flugfélagið Ernir keypti til landsins í vor, hefur enn ekki komist í notkun vegna mikillar skriffinnsku sem fylgir skrásetningu hennar, að sögn eigandans. 4. september 2018 21:00 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fleiri fréttir Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Sjá meira
Þáttaskil urðu í sögu Flugfélagsins Ernis nú síðdegis þegar stærsta og hraðfleygasta vél félagsins fór í sitt fyrsta áætlunarflug, en hálft ár tók að skrá vélina hérlendis. Þetta var jafnframt í fyrsta sinn sem flugfreyjur voru um borð í vél félagsins. Rætt var við þær og myndir sýndar af fyrsta flugtakinu í fréttum Stöðvar 2. Dornier-skrúfuþotan skömmu fyrir brottför á Reykjavíkurflugvelli síðdegis.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Ernir fékk Dornier-skrúfuþotuna til landsins í lok maímánaðar og stefndi að því að taka hana í notkun í júní. Því fylgdi hins vegar afar flókin pappísvinna að skrá vélina, eins og heyra má í viðtali við eigendur Ernis, hjónin Hörð Guðmundsson og Jónínu Guðmundsdóttur.Eigendur Flugfélagsins Ernis, hjónin Hörður Guðmundsson og Jónína Guðmundsdóttir.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Fyrstu flugfreyjur Ernis heita Unnur Gunnarsdóttir og Ásbjörg Morthens. Unnur var áður í millilandaflugi hjá Icelandair og Ásbjörg hjá Wow-air. Þær þekkja vélina vel eftir þjálfun í Þýskalandi í sumar og segja mjög spennandi að færa sig yfir í innanlandsflugið og taka þátt í þessu verkefni með Erni.Dornier-skrúfuþotan í flugtaki á Reykjavíkurflugvelli síðdegis.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Flugstjóri í þessari fyrstu áætlunarferð var Þráinn Hafsteinsson en áfangastaðurinn var Húsavík. Flugtíminn þangað var áætlaður um 35 mínútur, tíu til tólf mínútum styttri en á eldri Jetstream-vélum félagsins. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Norðurþing Tengdar fréttir Þingeyingar fá að þjóta suður á 620 km hraða Stærsta flugvél í sögu Flugfélagsins Ernis er komin til landsins. Forstjórinn segir það nýtt eftir hálfrar aldar flugrekstur að þurfa að ráða flugfreyjur. 23. maí 2018 21:15 Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15 Flugvél Ernis föst í vef skriffinnsku í allt sumar Dornier-skrúfuþota, sem Flugfélagið Ernir keypti til landsins í vor, hefur enn ekki komist í notkun vegna mikillar skriffinnsku sem fylgir skrásetningu hennar, að sögn eigandans. 4. september 2018 21:00 Mest lesið Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fleiri fréttir Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Sjá meira
Þingeyingar fá að þjóta suður á 620 km hraða Stærsta flugvél í sögu Flugfélagsins Ernis er komin til landsins. Forstjórinn segir það nýtt eftir hálfrar aldar flugrekstur að þurfa að ráða flugfreyjur. 23. maí 2018 21:15
Hörður kaupir 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu Flugfélagið Ernir hefur keypt 32 sæta hraðfleyga skrúfuþotu. Eigandinn, Hörður Guðmundsson, stefnir á tvær til þrjár slíkar, bæði til nota á innanlandsleiðum og í leiguflugi til nágrannalanda. 11. febrúar 2018 20:15
Flugvél Ernis föst í vef skriffinnsku í allt sumar Dornier-skrúfuþota, sem Flugfélagið Ernir keypti til landsins í vor, hefur enn ekki komist í notkun vegna mikillar skriffinnsku sem fylgir skrásetningu hennar, að sögn eigandans. 4. september 2018 21:00