Tilkynnt um verðhækkanir hjá Sýn um mánaðamótin Sigurður Mikael Jónsson skrifar 6. desember 2018 06:00 Guðfinnur Sigurvinsson, upplýsingafulltrúi Sýnar. Töluverðar verðhækkanir urðu hjá Sýn hf. nú um mánaðamótin á sjónvarps- og fjarskiptaþjónustu fyrirtækisins. Hækkunin nemur allt að 30 prósentum. Hækkunin var tilkynnt viðskiptavinum með lítilli neðanmálsgrein á reikningum frá fyrirtækinu nú um mánaðamótin. Fréttablaðið spurðist fyrir um hækkanirnar í ljósi þess að í maí síðastliðnum tilkynnti Sýn hf. að viðskiptavinir væru að njóta góðs af samruna Vodafone og 365 með verðlækkunum á tiltekinni þjónustu. Nú virðist hins vegar sá ágóði í nokkrum tilfella og að hluta vera að ganga til baka. Hvað veldur? „Aukinn kostnaður vegna gengisáhrifa fyrir erlent endurvarp (fjölvarp) sem og annar erlendur efniskostnaður er helsta ástæða þessara verðbreytinga hjá okkur. Gengisáhrif ásamt öðrum aðföngum í rekstri hafa einnig áhrif á fjarskiptahluta félagsins og endurspegla hluta þeirra verðbreytinga einnig,“ segir Guðfinnur Sigurvinsson, samskiptastjóri Sýnar, í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. Hann bendir þó á að þegar verðhækkanirnar nú séu skoðaðar hafi verðbreytingar félagsins í febrúar og maí síðastliðnum verið umtalsverðar og erfitt sé því að segja að ágóðinn sé að ganga til baka. „Ávinningurinn er áfram ótvíræður.“ Upplýsingar um hækkanirnar má finna á vefsíðunni stod2.is/tilkynningar. Þar má finna langan lista yfir verðhækkanirnar, en verðbreytingarnar eru á fimmta tug. Aðeins ein þeirra er til lækkunar. Breytingarnar ná til áskriftarpakka, sjónvarpsáskrifta, farsímaþjónustu, internetþjónustu, gagnamagns og aðgangsgjalda. Í fyrradag lækkuðu hlutabréf í Sýn hf. töluvert eftir að félagið birti afkomuviðvörun fyrir 2018 og 2019. Afkomuspáin fyrir 2018 var lækkuð um 150 milljónir króna en lækkunin var sögð skýrast af hærri kostnaði og lægri tekjum en búist var við.Vísir er í eigu Sýnar Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Neytendur Tengdar fréttir Afkomuspá Sýnar versnar enn frekar Stjórnendur fjarskiptafyrirtækisins Sýnar segjast þurfa að lækka enn frekar afkomuspá fyrirtækisins fyrir árin 2018 og 2019. 4. desember 2018 08:35 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira
Töluverðar verðhækkanir urðu hjá Sýn hf. nú um mánaðamótin á sjónvarps- og fjarskiptaþjónustu fyrirtækisins. Hækkunin nemur allt að 30 prósentum. Hækkunin var tilkynnt viðskiptavinum með lítilli neðanmálsgrein á reikningum frá fyrirtækinu nú um mánaðamótin. Fréttablaðið spurðist fyrir um hækkanirnar í ljósi þess að í maí síðastliðnum tilkynnti Sýn hf. að viðskiptavinir væru að njóta góðs af samruna Vodafone og 365 með verðlækkunum á tiltekinni þjónustu. Nú virðist hins vegar sá ágóði í nokkrum tilfella og að hluta vera að ganga til baka. Hvað veldur? „Aukinn kostnaður vegna gengisáhrifa fyrir erlent endurvarp (fjölvarp) sem og annar erlendur efniskostnaður er helsta ástæða þessara verðbreytinga hjá okkur. Gengisáhrif ásamt öðrum aðföngum í rekstri hafa einnig áhrif á fjarskiptahluta félagsins og endurspegla hluta þeirra verðbreytinga einnig,“ segir Guðfinnur Sigurvinsson, samskiptastjóri Sýnar, í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins. Hann bendir þó á að þegar verðhækkanirnar nú séu skoðaðar hafi verðbreytingar félagsins í febrúar og maí síðastliðnum verið umtalsverðar og erfitt sé því að segja að ágóðinn sé að ganga til baka. „Ávinningurinn er áfram ótvíræður.“ Upplýsingar um hækkanirnar má finna á vefsíðunni stod2.is/tilkynningar. Þar má finna langan lista yfir verðhækkanirnar, en verðbreytingarnar eru á fimmta tug. Aðeins ein þeirra er til lækkunar. Breytingarnar ná til áskriftarpakka, sjónvarpsáskrifta, farsímaþjónustu, internetþjónustu, gagnamagns og aðgangsgjalda. Í fyrradag lækkuðu hlutabréf í Sýn hf. töluvert eftir að félagið birti afkomuviðvörun fyrir 2018 og 2019. Afkomuspáin fyrir 2018 var lækkuð um 150 milljónir króna en lækkunin var sögð skýrast af hærri kostnaði og lægri tekjum en búist var við.Vísir er í eigu Sýnar
Birtist í Fréttablaðinu Fjarskipti Neytendur Tengdar fréttir Afkomuspá Sýnar versnar enn frekar Stjórnendur fjarskiptafyrirtækisins Sýnar segjast þurfa að lækka enn frekar afkomuspá fyrirtækisins fyrir árin 2018 og 2019. 4. desember 2018 08:35 Mest lesið Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Viðskipti erlent Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira
Afkomuspá Sýnar versnar enn frekar Stjórnendur fjarskiptafyrirtækisins Sýnar segjast þurfa að lækka enn frekar afkomuspá fyrirtækisins fyrir árin 2018 og 2019. 4. desember 2018 08:35