Fjármálastjóri Huawei handtekin vegna meintra viðskipta við Íran Samúel Karl Ólason skrifar 6. desember 2018 11:30 Huawei varð nýverið næst stærsti símaframleiðandi heimsins. Vestræn ríki hafa þó tekið upp á því að hætta að nota tækni og búnað Huawei vegna ásakana um að yfirvöld Kína stundi njósnir í gegnum fyrirtækið. AP/Ng Han Guan Handtaka fjármálastjóra kínverska fyrirtækisins Huawei tengist rannsókn Bandaríkjanna á því hvort fyrirtækið hafi brotið gegn viðskiptaþvingunum gagnvart Íran. Þetta hefur verið staðfest af Dómsmálaráðuneyti Kanada. Meng Wanzhou var handtekin í Kanada þann fyrsta desember og verður mögulega framseld til Bandaríkjanna en yfirvöld Kína krefjast þess að Meng verði sleppt úr haldi og henni gert kleift að fara aftur til Kína. Talsmaður sendiráðs Kína í Kanada segir að handtakan hafi brotið alvarlega gegn mannréttindum hennar, samkvæmt CBC í Kanada.Starfsmenn Dómsmálaráðuneytis Kanada segjast ekki geta veitt frekari upplýsingar um málið þar sem Meng hafi krafist þess fyrir dómi að slíkt mætti ekki. Meng mun fara fyrir dómara á morgun þar sem ákveðið verður hvort henni verði sleppt gegn tryggingu. Handtakan kemur upp á erfiðum tíma í samskiptum Bandaríkjanna og Kína, sem gerðu nýverið 90 daga „vopnahlé“ í viðskiptastríði ríkjanna eftir samkomulag forsetanna Donald Trump og Xi Jinping. Huawei varð nýverið næst stærsti símaframleiðandi heimsins. Vestræn ríki hafa þó tekið upp á því að hætta að nota tækni og búnað Huawei vegna ásakana um að yfirvöld Kína stundi njósnir í gegnum fyrirtækið. Forsvarsmenn Huwai þvertaka þó fyrir að yfirvöld Kína komi að fyrirtækinu með nokkrum hætti. Yfirvöld Bandaríkjanna, Nýja-Sjálands og Ástralíu hafa bannað notkun búnaðar frá Huawai við uppbyggingu 5G kerfa þar í landi. Þá hefur BT í Bretlandi tilkynnt að búnaður Huawei verður fjarlægður úr kerfum þess eftir að leyniþjónusta Bretlands, MI6, sagði búnaðinn óöruggan. Ráða- og embættismenn í Bandaríkjunum hafa verið að hvetja yfirvöld Kanada til að grípa til sambærilegra aðgerða. Huawei er einkafyrirtæki en vestræn ríki óttast þrátt fyrir það að fyrirtækið, og önnur fyrirtæki í Kína, starfi með leyniþjónustum Kína. Lög voru sett í Kína fyrr á þessu ári að fyrirtækjum þar í landi er í raun skylt að starfa með leyniþjónustum. Bandaríkin Kína Tækni Tengdar fréttir Huawei siglir fram úr Apple Kínverski raftækjarisinn Huawei er orðinn næststærsti snjallsímaframleiðandi heims og hefur þar með tekið fram úr Apple. 2. ágúst 2018 06:30 Fjármálastjóri Huawei handtekinn í Kanada Fjármálastjóri kínverska fjarskiptafyrirtækisins Huawei var handtekinn í Kanada á dögunum. 6. desember 2018 06:55 Biðja um að Huawei verði sniðgengið Ríkisstjórn Bandaríkjanna reynir um þessar mundir að telja bandamenn sína á að hætta notkun netbúnaðar frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei. 24. nóvember 2018 00:01 Deila persónulegum gögnum með meintri þjóðaröryggisógn Enn eitt hneykslið skekur Facebook. Miðillinn deilir upplýsingum með kínverska símafyrirtækinu Huawei. CIA, FBI og NSA hafa sagt Huawei ógn við þjóðaröryggi. Forstjóri Huawei neitar staðfastlega að fyrirtæki hans stundi njósnir. Bandarí 7. júní 2018 06:00 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Handtaka fjármálastjóra kínverska fyrirtækisins Huawei tengist rannsókn Bandaríkjanna á því hvort fyrirtækið hafi brotið gegn viðskiptaþvingunum gagnvart Íran. Þetta hefur verið staðfest af Dómsmálaráðuneyti Kanada. Meng Wanzhou var handtekin í Kanada þann fyrsta desember og verður mögulega framseld til Bandaríkjanna en yfirvöld Kína krefjast þess að Meng verði sleppt úr haldi og henni gert kleift að fara aftur til Kína. Talsmaður sendiráðs Kína í Kanada segir að handtakan hafi brotið alvarlega gegn mannréttindum hennar, samkvæmt CBC í Kanada.Starfsmenn Dómsmálaráðuneytis Kanada segjast ekki geta veitt frekari upplýsingar um málið þar sem Meng hafi krafist þess fyrir dómi að slíkt mætti ekki. Meng mun fara fyrir dómara á morgun þar sem ákveðið verður hvort henni verði sleppt gegn tryggingu. Handtakan kemur upp á erfiðum tíma í samskiptum Bandaríkjanna og Kína, sem gerðu nýverið 90 daga „vopnahlé“ í viðskiptastríði ríkjanna eftir samkomulag forsetanna Donald Trump og Xi Jinping. Huawei varð nýverið næst stærsti símaframleiðandi heimsins. Vestræn ríki hafa þó tekið upp á því að hætta að nota tækni og búnað Huawei vegna ásakana um að yfirvöld Kína stundi njósnir í gegnum fyrirtækið. Forsvarsmenn Huwai þvertaka þó fyrir að yfirvöld Kína komi að fyrirtækinu með nokkrum hætti. Yfirvöld Bandaríkjanna, Nýja-Sjálands og Ástralíu hafa bannað notkun búnaðar frá Huawai við uppbyggingu 5G kerfa þar í landi. Þá hefur BT í Bretlandi tilkynnt að búnaður Huawei verður fjarlægður úr kerfum þess eftir að leyniþjónusta Bretlands, MI6, sagði búnaðinn óöruggan. Ráða- og embættismenn í Bandaríkjunum hafa verið að hvetja yfirvöld Kanada til að grípa til sambærilegra aðgerða. Huawei er einkafyrirtæki en vestræn ríki óttast þrátt fyrir það að fyrirtækið, og önnur fyrirtæki í Kína, starfi með leyniþjónustum Kína. Lög voru sett í Kína fyrr á þessu ári að fyrirtækjum þar í landi er í raun skylt að starfa með leyniþjónustum.
Bandaríkin Kína Tækni Tengdar fréttir Huawei siglir fram úr Apple Kínverski raftækjarisinn Huawei er orðinn næststærsti snjallsímaframleiðandi heims og hefur þar með tekið fram úr Apple. 2. ágúst 2018 06:30 Fjármálastjóri Huawei handtekinn í Kanada Fjármálastjóri kínverska fjarskiptafyrirtækisins Huawei var handtekinn í Kanada á dögunum. 6. desember 2018 06:55 Biðja um að Huawei verði sniðgengið Ríkisstjórn Bandaríkjanna reynir um þessar mundir að telja bandamenn sína á að hætta notkun netbúnaðar frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei. 24. nóvember 2018 00:01 Deila persónulegum gögnum með meintri þjóðaröryggisógn Enn eitt hneykslið skekur Facebook. Miðillinn deilir upplýsingum með kínverska símafyrirtækinu Huawei. CIA, FBI og NSA hafa sagt Huawei ógn við þjóðaröryggi. Forstjóri Huawei neitar staðfastlega að fyrirtæki hans stundi njósnir. Bandarí 7. júní 2018 06:00 Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Huawei siglir fram úr Apple Kínverski raftækjarisinn Huawei er orðinn næststærsti snjallsímaframleiðandi heims og hefur þar með tekið fram úr Apple. 2. ágúst 2018 06:30
Fjármálastjóri Huawei handtekinn í Kanada Fjármálastjóri kínverska fjarskiptafyrirtækisins Huawei var handtekinn í Kanada á dögunum. 6. desember 2018 06:55
Biðja um að Huawei verði sniðgengið Ríkisstjórn Bandaríkjanna reynir um þessar mundir að telja bandamenn sína á að hætta notkun netbúnaðar frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei. 24. nóvember 2018 00:01
Deila persónulegum gögnum með meintri þjóðaröryggisógn Enn eitt hneykslið skekur Facebook. Miðillinn deilir upplýsingum með kínverska símafyrirtækinu Huawei. CIA, FBI og NSA hafa sagt Huawei ógn við þjóðaröryggi. Forstjóri Huawei neitar staðfastlega að fyrirtæki hans stundi njósnir. Bandarí 7. júní 2018 06:00