Fjármálastjóri Huawei handtekin vegna meintra viðskipta við Íran Samúel Karl Ólason skrifar 6. desember 2018 11:30 Huawei varð nýverið næst stærsti símaframleiðandi heimsins. Vestræn ríki hafa þó tekið upp á því að hætta að nota tækni og búnað Huawei vegna ásakana um að yfirvöld Kína stundi njósnir í gegnum fyrirtækið. AP/Ng Han Guan Handtaka fjármálastjóra kínverska fyrirtækisins Huawei tengist rannsókn Bandaríkjanna á því hvort fyrirtækið hafi brotið gegn viðskiptaþvingunum gagnvart Íran. Þetta hefur verið staðfest af Dómsmálaráðuneyti Kanada. Meng Wanzhou var handtekin í Kanada þann fyrsta desember og verður mögulega framseld til Bandaríkjanna en yfirvöld Kína krefjast þess að Meng verði sleppt úr haldi og henni gert kleift að fara aftur til Kína. Talsmaður sendiráðs Kína í Kanada segir að handtakan hafi brotið alvarlega gegn mannréttindum hennar, samkvæmt CBC í Kanada.Starfsmenn Dómsmálaráðuneytis Kanada segjast ekki geta veitt frekari upplýsingar um málið þar sem Meng hafi krafist þess fyrir dómi að slíkt mætti ekki. Meng mun fara fyrir dómara á morgun þar sem ákveðið verður hvort henni verði sleppt gegn tryggingu. Handtakan kemur upp á erfiðum tíma í samskiptum Bandaríkjanna og Kína, sem gerðu nýverið 90 daga „vopnahlé“ í viðskiptastríði ríkjanna eftir samkomulag forsetanna Donald Trump og Xi Jinping. Huawei varð nýverið næst stærsti símaframleiðandi heimsins. Vestræn ríki hafa þó tekið upp á því að hætta að nota tækni og búnað Huawei vegna ásakana um að yfirvöld Kína stundi njósnir í gegnum fyrirtækið. Forsvarsmenn Huwai þvertaka þó fyrir að yfirvöld Kína komi að fyrirtækinu með nokkrum hætti. Yfirvöld Bandaríkjanna, Nýja-Sjálands og Ástralíu hafa bannað notkun búnaðar frá Huawai við uppbyggingu 5G kerfa þar í landi. Þá hefur BT í Bretlandi tilkynnt að búnaður Huawei verður fjarlægður úr kerfum þess eftir að leyniþjónusta Bretlands, MI6, sagði búnaðinn óöruggan. Ráða- og embættismenn í Bandaríkjunum hafa verið að hvetja yfirvöld Kanada til að grípa til sambærilegra aðgerða. Huawei er einkafyrirtæki en vestræn ríki óttast þrátt fyrir það að fyrirtækið, og önnur fyrirtæki í Kína, starfi með leyniþjónustum Kína. Lög voru sett í Kína fyrr á þessu ári að fyrirtækjum þar í landi er í raun skylt að starfa með leyniþjónustum. Bandaríkin Kína Tækni Tengdar fréttir Huawei siglir fram úr Apple Kínverski raftækjarisinn Huawei er orðinn næststærsti snjallsímaframleiðandi heims og hefur þar með tekið fram úr Apple. 2. ágúst 2018 06:30 Fjármálastjóri Huawei handtekinn í Kanada Fjármálastjóri kínverska fjarskiptafyrirtækisins Huawei var handtekinn í Kanada á dögunum. 6. desember 2018 06:55 Biðja um að Huawei verði sniðgengið Ríkisstjórn Bandaríkjanna reynir um þessar mundir að telja bandamenn sína á að hætta notkun netbúnaðar frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei. 24. nóvember 2018 00:01 Deila persónulegum gögnum með meintri þjóðaröryggisógn Enn eitt hneykslið skekur Facebook. Miðillinn deilir upplýsingum með kínverska símafyrirtækinu Huawei. CIA, FBI og NSA hafa sagt Huawei ógn við þjóðaröryggi. Forstjóri Huawei neitar staðfastlega að fyrirtæki hans stundi njósnir. Bandarí 7. júní 2018 06:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Handtaka fjármálastjóra kínverska fyrirtækisins Huawei tengist rannsókn Bandaríkjanna á því hvort fyrirtækið hafi brotið gegn viðskiptaþvingunum gagnvart Íran. Þetta hefur verið staðfest af Dómsmálaráðuneyti Kanada. Meng Wanzhou var handtekin í Kanada þann fyrsta desember og verður mögulega framseld til Bandaríkjanna en yfirvöld Kína krefjast þess að Meng verði sleppt úr haldi og henni gert kleift að fara aftur til Kína. Talsmaður sendiráðs Kína í Kanada segir að handtakan hafi brotið alvarlega gegn mannréttindum hennar, samkvæmt CBC í Kanada.Starfsmenn Dómsmálaráðuneytis Kanada segjast ekki geta veitt frekari upplýsingar um málið þar sem Meng hafi krafist þess fyrir dómi að slíkt mætti ekki. Meng mun fara fyrir dómara á morgun þar sem ákveðið verður hvort henni verði sleppt gegn tryggingu. Handtakan kemur upp á erfiðum tíma í samskiptum Bandaríkjanna og Kína, sem gerðu nýverið 90 daga „vopnahlé“ í viðskiptastríði ríkjanna eftir samkomulag forsetanna Donald Trump og Xi Jinping. Huawei varð nýverið næst stærsti símaframleiðandi heimsins. Vestræn ríki hafa þó tekið upp á því að hætta að nota tækni og búnað Huawei vegna ásakana um að yfirvöld Kína stundi njósnir í gegnum fyrirtækið. Forsvarsmenn Huwai þvertaka þó fyrir að yfirvöld Kína komi að fyrirtækinu með nokkrum hætti. Yfirvöld Bandaríkjanna, Nýja-Sjálands og Ástralíu hafa bannað notkun búnaðar frá Huawai við uppbyggingu 5G kerfa þar í landi. Þá hefur BT í Bretlandi tilkynnt að búnaður Huawei verður fjarlægður úr kerfum þess eftir að leyniþjónusta Bretlands, MI6, sagði búnaðinn óöruggan. Ráða- og embættismenn í Bandaríkjunum hafa verið að hvetja yfirvöld Kanada til að grípa til sambærilegra aðgerða. Huawei er einkafyrirtæki en vestræn ríki óttast þrátt fyrir það að fyrirtækið, og önnur fyrirtæki í Kína, starfi með leyniþjónustum Kína. Lög voru sett í Kína fyrr á þessu ári að fyrirtækjum þar í landi er í raun skylt að starfa með leyniþjónustum.
Bandaríkin Kína Tækni Tengdar fréttir Huawei siglir fram úr Apple Kínverski raftækjarisinn Huawei er orðinn næststærsti snjallsímaframleiðandi heims og hefur þar með tekið fram úr Apple. 2. ágúst 2018 06:30 Fjármálastjóri Huawei handtekinn í Kanada Fjármálastjóri kínverska fjarskiptafyrirtækisins Huawei var handtekinn í Kanada á dögunum. 6. desember 2018 06:55 Biðja um að Huawei verði sniðgengið Ríkisstjórn Bandaríkjanna reynir um þessar mundir að telja bandamenn sína á að hætta notkun netbúnaðar frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei. 24. nóvember 2018 00:01 Deila persónulegum gögnum með meintri þjóðaröryggisógn Enn eitt hneykslið skekur Facebook. Miðillinn deilir upplýsingum með kínverska símafyrirtækinu Huawei. CIA, FBI og NSA hafa sagt Huawei ógn við þjóðaröryggi. Forstjóri Huawei neitar staðfastlega að fyrirtæki hans stundi njósnir. Bandarí 7. júní 2018 06:00 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Fleiri fréttir Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Segja loftslagsráðstefnurnar ekki lengur þjóna tilgangi sínum Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu The Onion kaupir InfoWars Vill sýna þinginu hver ræður Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Sjá meira
Huawei siglir fram úr Apple Kínverski raftækjarisinn Huawei er orðinn næststærsti snjallsímaframleiðandi heims og hefur þar með tekið fram úr Apple. 2. ágúst 2018 06:30
Fjármálastjóri Huawei handtekinn í Kanada Fjármálastjóri kínverska fjarskiptafyrirtækisins Huawei var handtekinn í Kanada á dögunum. 6. desember 2018 06:55
Biðja um að Huawei verði sniðgengið Ríkisstjórn Bandaríkjanna reynir um þessar mundir að telja bandamenn sína á að hætta notkun netbúnaðar frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei. 24. nóvember 2018 00:01
Deila persónulegum gögnum með meintri þjóðaröryggisógn Enn eitt hneykslið skekur Facebook. Miðillinn deilir upplýsingum með kínverska símafyrirtækinu Huawei. CIA, FBI og NSA hafa sagt Huawei ógn við þjóðaröryggi. Forstjóri Huawei neitar staðfastlega að fyrirtæki hans stundi njósnir. Bandarí 7. júní 2018 06:00