„Ekkert sem um mig hefur verið sagt í pólitík hefur sært mig eins mikið“ Jakob Bjarnar skrifar 6. desember 2018 11:40 Meðan allt lék í lyndi en það var Sigmundur sem kom Lilju í pólitíkina, eins og fram kemur í pistli þar sem hann telur sig grátt leikinn af þessum fyrrverandi skjólstæðingi sínum. visir/gva Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur svarað Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra, en viðtal við Lilju í Kastljósi í gærkvöldi hefur vakið gríðarlega athygli. Ef marka má pistillinn, sem hann birtir á Facebooksíðu sinni nú fyrir skömmu, telur hann sig fremur grátt leikinn. Í pistlinum segir hann meðal annars. „Ég hef verið kallaður fleiri ljótum nöfnum en ég hef tölu á. Ég minnist þess hins vegar ekki að hafa áður verið kallaður ofbeldismaður. Ekkert sem um mig hefur verið sagt í pólitík hefur sært mig eins mikið,“ og er þá að vísa til orða Lilju. Pistilinn allan má lesa í viðhengi hér neðar en hann hefst á því að Sigmundur lýsir því þá er hann tók fyrst eftir Lilju, á menntaskólaárunum í MR. „Og þótti þá strax mikið til hennar koma en kynntist henni ekki almennilega fyrr en árið 2009 þegar hún reyndist mér vel í formannskjöri í Framsóknarflokknum.“Pistil Sigmundar má sjá í heild hér að neðan:„Lilju Alfreðsdóttur tók ég eftir á menntaskólaárunum í MR og þótti þá strax mikið til hennar koma en kynntist henni ekki almennilega fyrr en árið 2009 þegar hún reyndist mér vel í formannskjöri í Framsóknarflokknum. Lilja er klár, hrífandi og dugleg manneskja og hef ég aldrei farið leynt með þá skoðun mína á henni við nokkurn mann. Við unnum náið og vel saman. Eitt af því sem gerði samstarf okkar farsælt er að við erum að mörgu leyti ólík. Hún er skipulögð, ég er það síður, hún hefur afburðagóða samskiptahæfni á meðan ég er heldur feiminn að eðlisfari og í hreinskilni sagt, á köflum klaufalegur í samskiptum. Það að vera fyrrum forsætisráðherra og formaður flokks á Alþingi gerir engan fullkominn, því fer fjarri. Ég er fyrst og fremst mannlegur og þarf að takast á að við eigin galla á hverjum degi með það að eilífðarmarkmiði að læra af reynslunni, draga úr göllunum og auka við kostina. Lilja er vinur minn og það sem hefur reynst mér erfiðast við þau mál sem hafa verið til umræðu að undanförnu var að særa vini mína. Ég skil því vel reiði Lilju. Ég hef verið kallaður fleiri ljótum nöfnum en ég hef tölu á. Ég minnist þess hins vegar ekki að hafa áður verið kallaur ofbeldismaður. Ekkert sem um mig hefur verið sagt í pólitík hefur sært mig eins mikið. Mér þótti líka leitt að sjá Lilju halda því fram að ég hefði ekki haft samband við hana. Ég sendi henni skeyti með afsökunarbeiðni til að reyna að koma á samskiptum. Þegar ekki barst svar við því bað ég aðra manneskju að láta hana vita hvernig mér liði vegna þess sem gerst hefði og að mig langaði að hitta hana. Hún afþakkaði það boð að sinni. Ég var vitaskuld miður mín yfir þessu öllu og vildi tala við Lilju um það beint, enda var mitt að gera það. Auk þess að ítreka afsökunarbeiðni hefði ég viljað segja Lilju betur frá heildarmynd samræðnanna þetta kvöld. Því miður hafa bútar verið klipptir úr upptökunum á þann hátt að heildarmynd og samhengi riðlast. Það á meðal annars við um þann þátt sem snýr að Lilju. Áður var ég búinn að hafa mörg orð um mannkosti Lilju og kalla hana frábæra eins og alltaf þegar ég tala um hana. Þau orð hafa hins vegar ekki verið birt. Fram hafði farið löng umræða um Framsóknarflokkinn og að mennirnir sem stjórnuðu þeim flokki létu Lilju ekki njóta sannmælis, þeir létu hana draga vagninn í kosningabaráttunni en virtu hana ekki sem skyldi. Allir eru meðvitaðir um hversu mikið álit ég hef á Lilju enda hef ég leitast við að undanskilja hana í gagnrýni á ríkisstjórnina. Fyrir vikið hef ég verið sagður hlífa henni um of og að ég léti hana spila með mig um leið og hún spilaði á framsóknarmennina. Í einkasamtalinu sem tekið var upp og dreift er sótt að mér fyrir að halda hlífiskildi yfir Lilju. Þar tek ég undir að henni sé ekki treystandi pólitískt. Nýlegir atburðir höfðu áhrif það. Ég nefni einnig að ég geti sjálfum mér um kennt sem vísar til þess að ég hafi með skipan hennar rétt Framsóknarflokknum líflínu. Því miður atyrti ég ekki menn sem notuðu ljót orð í æsingi og skammast mín mikið fyrir það. Ég vona þó að einhverjir hafi skilning á því að þegar maður heyrir óþægilega eða grófa hluti eru náttúrulegu viðbrögðin oft þau að láta eins og þeir hafi ekki verið sagðir eða hlægja vandræðalega. Það að hafa í einkasamtali sagt um annan stjórnmálamann í öðrum flokki að ekki væri hægt að treysta honum pólitískt og viðurkenna að viðkomandi hefði spilað með mig réttlætir vonandi ekki slíkan stimpil. Með því er ég ekki að afsaka með neinum hætti þær umræður sem urðu þetta kvöld og ég get ekki lýst því hversu miður mín ég er yfir þeim og þeirri atburðarás sem hefur orðið. Lilju Alfreðsdóttur óska ég alls hins besta hér eftir sem hingað til. Mér þykir mjög vænt um hana og ber mikla virðingu fyrir henni sem manneskju og stjórnmálamanni.“Lilju Alfreðsdóttur tók ég eftir á menntaskólaárunum í MR og þótti þá strax mikið til hennar koma en kynntist henni ekki... Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on Thursday, December 6, 2018 Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir Lilju hafa veitt Miðflokksmönnum rothögg Viðtal Lilju Alfreðsdóttur í gærkvöld gerði varnarstöðu og samúðarbylgju Miðflokksins að engu að mati almannatengils. 6. desember 2018 09:15 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur svarað Lilju Alfreðsdóttur menntamálaráðherra, en viðtal við Lilju í Kastljósi í gærkvöldi hefur vakið gríðarlega athygli. Ef marka má pistillinn, sem hann birtir á Facebooksíðu sinni nú fyrir skömmu, telur hann sig fremur grátt leikinn. Í pistlinum segir hann meðal annars. „Ég hef verið kallaður fleiri ljótum nöfnum en ég hef tölu á. Ég minnist þess hins vegar ekki að hafa áður verið kallaður ofbeldismaður. Ekkert sem um mig hefur verið sagt í pólitík hefur sært mig eins mikið,“ og er þá að vísa til orða Lilju. Pistilinn allan má lesa í viðhengi hér neðar en hann hefst á því að Sigmundur lýsir því þá er hann tók fyrst eftir Lilju, á menntaskólaárunum í MR. „Og þótti þá strax mikið til hennar koma en kynntist henni ekki almennilega fyrr en árið 2009 þegar hún reyndist mér vel í formannskjöri í Framsóknarflokknum.“Pistil Sigmundar má sjá í heild hér að neðan:„Lilju Alfreðsdóttur tók ég eftir á menntaskólaárunum í MR og þótti þá strax mikið til hennar koma en kynntist henni ekki almennilega fyrr en árið 2009 þegar hún reyndist mér vel í formannskjöri í Framsóknarflokknum. Lilja er klár, hrífandi og dugleg manneskja og hef ég aldrei farið leynt með þá skoðun mína á henni við nokkurn mann. Við unnum náið og vel saman. Eitt af því sem gerði samstarf okkar farsælt er að við erum að mörgu leyti ólík. Hún er skipulögð, ég er það síður, hún hefur afburðagóða samskiptahæfni á meðan ég er heldur feiminn að eðlisfari og í hreinskilni sagt, á köflum klaufalegur í samskiptum. Það að vera fyrrum forsætisráðherra og formaður flokks á Alþingi gerir engan fullkominn, því fer fjarri. Ég er fyrst og fremst mannlegur og þarf að takast á að við eigin galla á hverjum degi með það að eilífðarmarkmiði að læra af reynslunni, draga úr göllunum og auka við kostina. Lilja er vinur minn og það sem hefur reynst mér erfiðast við þau mál sem hafa verið til umræðu að undanförnu var að særa vini mína. Ég skil því vel reiði Lilju. Ég hef verið kallaður fleiri ljótum nöfnum en ég hef tölu á. Ég minnist þess hins vegar ekki að hafa áður verið kallaur ofbeldismaður. Ekkert sem um mig hefur verið sagt í pólitík hefur sært mig eins mikið. Mér þótti líka leitt að sjá Lilju halda því fram að ég hefði ekki haft samband við hana. Ég sendi henni skeyti með afsökunarbeiðni til að reyna að koma á samskiptum. Þegar ekki barst svar við því bað ég aðra manneskju að láta hana vita hvernig mér liði vegna þess sem gerst hefði og að mig langaði að hitta hana. Hún afþakkaði það boð að sinni. Ég var vitaskuld miður mín yfir þessu öllu og vildi tala við Lilju um það beint, enda var mitt að gera það. Auk þess að ítreka afsökunarbeiðni hefði ég viljað segja Lilju betur frá heildarmynd samræðnanna þetta kvöld. Því miður hafa bútar verið klipptir úr upptökunum á þann hátt að heildarmynd og samhengi riðlast. Það á meðal annars við um þann þátt sem snýr að Lilju. Áður var ég búinn að hafa mörg orð um mannkosti Lilju og kalla hana frábæra eins og alltaf þegar ég tala um hana. Þau orð hafa hins vegar ekki verið birt. Fram hafði farið löng umræða um Framsóknarflokkinn og að mennirnir sem stjórnuðu þeim flokki létu Lilju ekki njóta sannmælis, þeir létu hana draga vagninn í kosningabaráttunni en virtu hana ekki sem skyldi. Allir eru meðvitaðir um hversu mikið álit ég hef á Lilju enda hef ég leitast við að undanskilja hana í gagnrýni á ríkisstjórnina. Fyrir vikið hef ég verið sagður hlífa henni um of og að ég léti hana spila með mig um leið og hún spilaði á framsóknarmennina. Í einkasamtalinu sem tekið var upp og dreift er sótt að mér fyrir að halda hlífiskildi yfir Lilju. Þar tek ég undir að henni sé ekki treystandi pólitískt. Nýlegir atburðir höfðu áhrif það. Ég nefni einnig að ég geti sjálfum mér um kennt sem vísar til þess að ég hafi með skipan hennar rétt Framsóknarflokknum líflínu. Því miður atyrti ég ekki menn sem notuðu ljót orð í æsingi og skammast mín mikið fyrir það. Ég vona þó að einhverjir hafi skilning á því að þegar maður heyrir óþægilega eða grófa hluti eru náttúrulegu viðbrögðin oft þau að láta eins og þeir hafi ekki verið sagðir eða hlægja vandræðalega. Það að hafa í einkasamtali sagt um annan stjórnmálamann í öðrum flokki að ekki væri hægt að treysta honum pólitískt og viðurkenna að viðkomandi hefði spilað með mig réttlætir vonandi ekki slíkan stimpil. Með því er ég ekki að afsaka með neinum hætti þær umræður sem urðu þetta kvöld og ég get ekki lýst því hversu miður mín ég er yfir þeim og þeirri atburðarás sem hefur orðið. Lilju Alfreðsdóttur óska ég alls hins besta hér eftir sem hingað til. Mér þykir mjög vænt um hana og ber mikla virðingu fyrir henni sem manneskju og stjórnmálamanni.“Lilju Alfreðsdóttur tók ég eftir á menntaskólaárunum í MR og þótti þá strax mikið til hennar koma en kynntist henni ekki... Posted by Sigmundur Davíð Gunnlaugsson on Thursday, December 6, 2018
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Segir Lilju hafa veitt Miðflokksmönnum rothögg Viðtal Lilju Alfreðsdóttur í gærkvöld gerði varnarstöðu og samúðarbylgju Miðflokksins að engu að mati almannatengils. 6. desember 2018 09:15 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn stakk rýting í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Sjá meira
Segir Lilju hafa veitt Miðflokksmönnum rothögg Viðtal Lilju Alfreðsdóttur í gærkvöld gerði varnarstöðu og samúðarbylgju Miðflokksins að engu að mati almannatengils. 6. desember 2018 09:15