Nágrannar fengu lögbann á fyrirhugað vistheimili Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. desember 2018 18:54 Þingvað 35, þar sem fyrirhugað vistheimili átti að vera staðsett. Vísir/Vilhelm Íbúar í nágrenni húss í Þingvaði í Norðlingaholti þar sem til stóð að reka vistheimili fyrir börn með áhættuhegðun og í vímuefnavanda hafa fengið lögbann á starfsemina. Ekkert verður því af því að vistheimilið verði opnað í húsinu. Mbl.is greinir frá. Töluvert var fjallað um málið í vor þegar greint var frá því að til stæði að opna vistheimilið. Íbúasamtök í Norðlingaholti gagnrýndu þá barnaverndaryfirvöld og félagsmálaráðherra vegna þess sem þeir töldu vera samráðsleysi vegna málsins. Stefnt var að því að um tvö til þrjú ungmenni hafi átt að vera í húsinu á hverjum tíma. Öll áttu þau að eiga það sameiginlegt að hafa lokið mörgum meðferðum og þurfa aðstoð við að fóta sig í lífinu á ný. „Þetta eru krakkar sem geta eða eiga ekki að vera langdvölum inni á meðferðarheimilum. Þetta er stuðningsheimli með eftirmeðferð, fyrir börn sem eru ekki í neyslu,“ sagði Halldór Hauksson, sviðstjóri hjá Barnaverndarstofu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í apríl.Sjá einnig: „Mikilvægt fyrir ungmennin að búa á eðlilegu heimili“ Formaður Íbúasamtaka Norðlingaholts sagðist hins vegar hafa samúð með börnunum en að fólk vildi ekki börn með alvarlegan fíkniefnavanda í hverfið. Á vef Mbl.is segir að sýslumaður hafi samþykkt lögbannskröfu íbúanna í nágrenni hússins síðastliðinn föstudag. Barnaverndarstofa hefur ekki hug á því að freista þess að hnekkja lögbanni og því er útlit fyrir að vistheimilið verði ekki rekið í húsinu sem um ræðir. „Lögbannið byggir á gríðarlegum misskilningi á eðli starfseminnar. Hins vegar liggur einnig fyrir að það myndi taka marga mánuði að fá lögbanninu hnekkt fyrir dómi og að stofan myndi innan þess tíma missa húsnæðið. Því hefur Barnaverndarstofu ekki forsendur fyrir því að mótmæla lögbanninu fyrir dómi,“ er haft eftir Heiðu Björgu Pálmadóttur, forstjóra Barnaaverndarstofu á mbl.is. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Stuðningsheimli í Norðlingaholti: „Mikilvægt fyrir ungmennin að búa á eðlilegu heimili“ Barnaverndarstofa áréttar að vistheimili sem opna á í Reykjavík sé fyrir ungmenni sem ekki eru í neyslu heldur á batavegi. Einnig að ekki sé búið að skrifa undir leigusamning í Norðlingaholti, þar sem íbúasamtök hafa gagnrýnt opnun heimilisins. 18. apríl 2018 20:15 Gagnrýna barnaverndaryfirvöld fyrir samráðsleysi vegna úrræðis Íbúasamtök grunar að sala fíkniefna og dreifing eigi sér stað þar sem setja á fót meðferðarúrræði barna með áhættuhegðun og í vímuefnavanda. 17. apríl 2018 19:00 Íbúar ósattir við vistheimili fyrir börn með fíknivanda Íbúðarsamtök Norðlingaholts eru uggandi yfir fyrirhugaðri opnun vistheimilis, fyrir ungmenni sem glíma við alvarlegan fíkniefnavanda, í hverfinu. 17. apríl 2018 12:14 Óvissa með úrræði fyrir yngstu fíklana „til skammar“ Gat er til staðar í heilbrigðiskerfinu þegar kemur að þjónustu gagnvart yngstu fíklunum og óvíst er hvað tekur við þegar Vogur hættir að taka á móti fíklum sem eru átján ára og yngri. 18. maí 2018 12:15 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Sjá meira
Íbúar í nágrenni húss í Þingvaði í Norðlingaholti þar sem til stóð að reka vistheimili fyrir börn með áhættuhegðun og í vímuefnavanda hafa fengið lögbann á starfsemina. Ekkert verður því af því að vistheimilið verði opnað í húsinu. Mbl.is greinir frá. Töluvert var fjallað um málið í vor þegar greint var frá því að til stæði að opna vistheimilið. Íbúasamtök í Norðlingaholti gagnrýndu þá barnaverndaryfirvöld og félagsmálaráðherra vegna þess sem þeir töldu vera samráðsleysi vegna málsins. Stefnt var að því að um tvö til þrjú ungmenni hafi átt að vera í húsinu á hverjum tíma. Öll áttu þau að eiga það sameiginlegt að hafa lokið mörgum meðferðum og þurfa aðstoð við að fóta sig í lífinu á ný. „Þetta eru krakkar sem geta eða eiga ekki að vera langdvölum inni á meðferðarheimilum. Þetta er stuðningsheimli með eftirmeðferð, fyrir börn sem eru ekki í neyslu,“ sagði Halldór Hauksson, sviðstjóri hjá Barnaverndarstofu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í apríl.Sjá einnig: „Mikilvægt fyrir ungmennin að búa á eðlilegu heimili“ Formaður Íbúasamtaka Norðlingaholts sagðist hins vegar hafa samúð með börnunum en að fólk vildi ekki börn með alvarlegan fíkniefnavanda í hverfið. Á vef Mbl.is segir að sýslumaður hafi samþykkt lögbannskröfu íbúanna í nágrenni hússins síðastliðinn föstudag. Barnaverndarstofa hefur ekki hug á því að freista þess að hnekkja lögbanni og því er útlit fyrir að vistheimilið verði ekki rekið í húsinu sem um ræðir. „Lögbannið byggir á gríðarlegum misskilningi á eðli starfseminnar. Hins vegar liggur einnig fyrir að það myndi taka marga mánuði að fá lögbanninu hnekkt fyrir dómi og að stofan myndi innan þess tíma missa húsnæðið. Því hefur Barnaverndarstofu ekki forsendur fyrir því að mótmæla lögbanninu fyrir dómi,“ er haft eftir Heiðu Björgu Pálmadóttur, forstjóra Barnaaverndarstofu á mbl.is.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Stuðningsheimli í Norðlingaholti: „Mikilvægt fyrir ungmennin að búa á eðlilegu heimili“ Barnaverndarstofa áréttar að vistheimili sem opna á í Reykjavík sé fyrir ungmenni sem ekki eru í neyslu heldur á batavegi. Einnig að ekki sé búið að skrifa undir leigusamning í Norðlingaholti, þar sem íbúasamtök hafa gagnrýnt opnun heimilisins. 18. apríl 2018 20:15 Gagnrýna barnaverndaryfirvöld fyrir samráðsleysi vegna úrræðis Íbúasamtök grunar að sala fíkniefna og dreifing eigi sér stað þar sem setja á fót meðferðarúrræði barna með áhættuhegðun og í vímuefnavanda. 17. apríl 2018 19:00 Íbúar ósattir við vistheimili fyrir börn með fíknivanda Íbúðarsamtök Norðlingaholts eru uggandi yfir fyrirhugaðri opnun vistheimilis, fyrir ungmenni sem glíma við alvarlegan fíkniefnavanda, í hverfinu. 17. apríl 2018 12:14 Óvissa með úrræði fyrir yngstu fíklana „til skammar“ Gat er til staðar í heilbrigðiskerfinu þegar kemur að þjónustu gagnvart yngstu fíklunum og óvíst er hvað tekur við þegar Vogur hættir að taka á móti fíklum sem eru átján ára og yngri. 18. maí 2018 12:15 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Fleiri fréttir Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Réðst á lögreglumann í miðbænum Sjá meira
Stuðningsheimli í Norðlingaholti: „Mikilvægt fyrir ungmennin að búa á eðlilegu heimili“ Barnaverndarstofa áréttar að vistheimili sem opna á í Reykjavík sé fyrir ungmenni sem ekki eru í neyslu heldur á batavegi. Einnig að ekki sé búið að skrifa undir leigusamning í Norðlingaholti, þar sem íbúasamtök hafa gagnrýnt opnun heimilisins. 18. apríl 2018 20:15
Gagnrýna barnaverndaryfirvöld fyrir samráðsleysi vegna úrræðis Íbúasamtök grunar að sala fíkniefna og dreifing eigi sér stað þar sem setja á fót meðferðarúrræði barna með áhættuhegðun og í vímuefnavanda. 17. apríl 2018 19:00
Íbúar ósattir við vistheimili fyrir börn með fíknivanda Íbúðarsamtök Norðlingaholts eru uggandi yfir fyrirhugaðri opnun vistheimilis, fyrir ungmenni sem glíma við alvarlegan fíkniefnavanda, í hverfinu. 17. apríl 2018 12:14
Óvissa með úrræði fyrir yngstu fíklana „til skammar“ Gat er til staðar í heilbrigðiskerfinu þegar kemur að þjónustu gagnvart yngstu fíklunum og óvíst er hvað tekur við þegar Vogur hættir að taka á móti fíklum sem eru átján ára og yngri. 18. maí 2018 12:15