Fastur á milli steins og sleggju Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. desember 2018 06:00 Staðan hjá Emmanuel Macron, forseta Frakklands, hlýtur að teljast vægast sagt erfið þessa dagana. Nordicphotos/AFP Emmanuel Macron, forseti Frakklands, er ekki hólpinn þrátt fyrir að hafa mætt upprunalegri kröfu mótmælendanna sem kenna sig við gul vesti fyrr í vikunni. Macron hætti við að hækka eldsneytisskatt en andstaða mótmælenda við stjórnarhætti Macrons og óánægja með ríkisstjórnina almennt lifir áfram. Breska ríkisútvarpið greindi frá því í gær að rúmlega 140 hefðu verið handtekin í gær við mótmæli gegn fyrirhuguðum breytingum á skólakerfinu í Mantes-la-Jolie. Mótmælendum lenti þar saman við lögreglu. Þá komu mótmælendur einnig saman fyrir framan skóla í stórborgum á borð við Marseille og París. Gulu vestin ætla svo að safnast saman og mótmæla að minnsta kosti í höfuðborginni París á morgun. Undanfarin mótmæli hafa leyst upp í ofbeldi, til að mynda um síðustu helgi þegar hundruð voru handtekin, á annað hundrað slasaðist, brotist var inn í búðir og kveikt í tugum bíla. Forsprakkar Gulu vestanna hafa sagt atvinnuóeirðaseggi á bak við rustaháttinn og að hann endurspegli ekki anda mótmælanna. Édouard Philippe, forsætisráðherra Frakklands, sagði á fundi öldungadeildar þingsins í gær að viðbúnaðurinn væri mikill fyrir morgundaginn. Til dæmis yrðu 65.000 lögregluþjónar að störfum víðs vegar um landið til að tryggja öryggi. Þá segja franskir miðlar að Philippe eigi eftir að ákveða hvort brynvarðir bílar verði notaðir til þess að opna vegi ef mótmælendur loka þeim. Það hefur ekki verið gert í hálfa öld. Agnes Buzyn heilbrigðisráðherra sagði í viðtali við RTL Radio að stjórnvöld hefðu miklar áhyggjur af því að frekara ofbeldi gæti brotist út. „Sumir virðast ekki vilja leysa málið,“ sagði Buzyn aukinheldur. Þessi mótmæli eru steinninn sem vísað er til í fyrirsögninni. Sleggjan eru svo umhverfissinnar. AP-fréttaveitan fjallaði ítarlega um að óeirðirnar í París um síðustu helgi væru skýr birtingarmynd þess hversu erfitt er að berjast gegn loftslagsbreytingum með svokölluðum grænum sköttum, líkt og Macron vildi gera. „Atburðir undanfarinna daga í París fá mig til að hugsa um hvort þetta sé enn erfiðara verkefni en áður var haldið,“ hafði AP eftir umhverfishagfræðingnum Lawrence Goulder. Grænu skattarnir eru ofarlega í huga erindreka um 200 ríkja sem funda í vikunni um loftslagsmál í pólsku borginni Katowice. Þar eru margir á þeirri skoðun að brýn nauðsyn sé að hækka slíka skatta og innleiða fleiri. Macron er gagnrýndur í umfjöllun AP fyrir að taka ákvarðanir um græna skatta án þess að útskýra mikilvægi þeirra og þýðingu fyrir almenningi. Þá þykir orðspor hans sem „forseti hinna ríku“, sem popúlistar hafa reynt að klína á hann, ekki til þess fallið að fá verkafólk með honum í lið í málinu. Birtist í Fréttablaðinu Frakkland Tengdar fréttir Macron er í töluverðu klandri Fjöldamótmæli síðustu þriggja helga bæta gráu ofan á svart hjá Frakklandsforseta. Mótmælin snúast í auknum mæli um hann sjálfan. 69 prósent Frakka lýsa sig andvíg forseta sínum og stjórnarandstæðingar segja Macron ekki skilja reiðina. 4. desember 2018 06:00 Undirbúa sig fyrir frekari mótmæli Parísarbúar undirbúa sig nú fyrir frekari mótmæli og óeirðir um helgina og hefur ríkisstjórn Frakklands varað sérstaklega við því. 6. desember 2018 15:18 Hætta við skattahækkunina Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að hætta við fyrirhugaða díselskattshækkun sem leitt hefur til hatrammra fjöldamótmæla í landinu. 4. desember 2018 07:55 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, er ekki hólpinn þrátt fyrir að hafa mætt upprunalegri kröfu mótmælendanna sem kenna sig við gul vesti fyrr í vikunni. Macron hætti við að hækka eldsneytisskatt en andstaða mótmælenda við stjórnarhætti Macrons og óánægja með ríkisstjórnina almennt lifir áfram. Breska ríkisútvarpið greindi frá því í gær að rúmlega 140 hefðu verið handtekin í gær við mótmæli gegn fyrirhuguðum breytingum á skólakerfinu í Mantes-la-Jolie. Mótmælendum lenti þar saman við lögreglu. Þá komu mótmælendur einnig saman fyrir framan skóla í stórborgum á borð við Marseille og París. Gulu vestin ætla svo að safnast saman og mótmæla að minnsta kosti í höfuðborginni París á morgun. Undanfarin mótmæli hafa leyst upp í ofbeldi, til að mynda um síðustu helgi þegar hundruð voru handtekin, á annað hundrað slasaðist, brotist var inn í búðir og kveikt í tugum bíla. Forsprakkar Gulu vestanna hafa sagt atvinnuóeirðaseggi á bak við rustaháttinn og að hann endurspegli ekki anda mótmælanna. Édouard Philippe, forsætisráðherra Frakklands, sagði á fundi öldungadeildar þingsins í gær að viðbúnaðurinn væri mikill fyrir morgundaginn. Til dæmis yrðu 65.000 lögregluþjónar að störfum víðs vegar um landið til að tryggja öryggi. Þá segja franskir miðlar að Philippe eigi eftir að ákveða hvort brynvarðir bílar verði notaðir til þess að opna vegi ef mótmælendur loka þeim. Það hefur ekki verið gert í hálfa öld. Agnes Buzyn heilbrigðisráðherra sagði í viðtali við RTL Radio að stjórnvöld hefðu miklar áhyggjur af því að frekara ofbeldi gæti brotist út. „Sumir virðast ekki vilja leysa málið,“ sagði Buzyn aukinheldur. Þessi mótmæli eru steinninn sem vísað er til í fyrirsögninni. Sleggjan eru svo umhverfissinnar. AP-fréttaveitan fjallaði ítarlega um að óeirðirnar í París um síðustu helgi væru skýr birtingarmynd þess hversu erfitt er að berjast gegn loftslagsbreytingum með svokölluðum grænum sköttum, líkt og Macron vildi gera. „Atburðir undanfarinna daga í París fá mig til að hugsa um hvort þetta sé enn erfiðara verkefni en áður var haldið,“ hafði AP eftir umhverfishagfræðingnum Lawrence Goulder. Grænu skattarnir eru ofarlega í huga erindreka um 200 ríkja sem funda í vikunni um loftslagsmál í pólsku borginni Katowice. Þar eru margir á þeirri skoðun að brýn nauðsyn sé að hækka slíka skatta og innleiða fleiri. Macron er gagnrýndur í umfjöllun AP fyrir að taka ákvarðanir um græna skatta án þess að útskýra mikilvægi þeirra og þýðingu fyrir almenningi. Þá þykir orðspor hans sem „forseti hinna ríku“, sem popúlistar hafa reynt að klína á hann, ekki til þess fallið að fá verkafólk með honum í lið í málinu.
Birtist í Fréttablaðinu Frakkland Tengdar fréttir Macron er í töluverðu klandri Fjöldamótmæli síðustu þriggja helga bæta gráu ofan á svart hjá Frakklandsforseta. Mótmælin snúast í auknum mæli um hann sjálfan. 69 prósent Frakka lýsa sig andvíg forseta sínum og stjórnarandstæðingar segja Macron ekki skilja reiðina. 4. desember 2018 06:00 Undirbúa sig fyrir frekari mótmæli Parísarbúar undirbúa sig nú fyrir frekari mótmæli og óeirðir um helgina og hefur ríkisstjórn Frakklands varað sérstaklega við því. 6. desember 2018 15:18 Hætta við skattahækkunina Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að hætta við fyrirhugaða díselskattshækkun sem leitt hefur til hatrammra fjöldamótmæla í landinu. 4. desember 2018 07:55 Mest lesið „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Innlent Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið Innlent Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent „Réttu spilin og réttu vopnin“ Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Erlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Macron er í töluverðu klandri Fjöldamótmæli síðustu þriggja helga bæta gráu ofan á svart hjá Frakklandsforseta. Mótmælin snúast í auknum mæli um hann sjálfan. 69 prósent Frakka lýsa sig andvíg forseta sínum og stjórnarandstæðingar segja Macron ekki skilja reiðina. 4. desember 2018 06:00
Undirbúa sig fyrir frekari mótmæli Parísarbúar undirbúa sig nú fyrir frekari mótmæli og óeirðir um helgina og hefur ríkisstjórn Frakklands varað sérstaklega við því. 6. desember 2018 15:18
Hætta við skattahækkunina Frönsk stjórnvöld hafa ákveðið að hætta við fyrirhugaða díselskattshækkun sem leitt hefur til hatrammra fjöldamótmæla í landinu. 4. desember 2018 07:55