Þeir berjast annað kvöld og höfðu ekki hist og horft í augu hvors annars fyrr en nú í kvöld. Kúrekinn er vanur að vera með sýningu en mætti hinum rólega Gunnari á sviðinu í kvöld.
Horfa má á vigtunina hér að neðan en hún ætti að tekur um 30 mínútur.
Alex Oliveira var búinn að ná réttri þyngd eftir 35 mínútur í morgun en Gunnar Nelson kom ekki á vigtina fyrr en eftir 75 mínútur. Hann var ekki í neinum vandræðum með að ná réttri þyngd.
UFC-þátturinn Fimmta lotan heilsar frá Toronto þar sem Haraldur Dean Nelson og Pétur Marinó Jónsson eru gestir að þessu sinni.
Erlendir blaðamenn voru hæstánægðir með frammistöðu Gunnars Nelson á blaðamannafundi hans hjá UFC í gær enda var okkar maður bráðskemmtilegur og skarpur í senn.
Það var ekkert vesen á aðalbardagaköppunum í UFC 231 er þau stigu á vigtina í Toronto í dag.
Gunnar Nelson og Alex Oliveira náðu báðir löglegri þyngd er þeir stigu á vigtina í morgun í Kanada.