Tæplega 640 fjölskyldur á biðlista eftir greiningu Kristín Ýr Gunnarsdóttir skrifar 7. desember 2018 20:00 Börn sem sterkur grunur leikur á um að geti verið einhverf, ofvirk eða með athyglisbrest þurfa að bíða í tæp tvö ár eftir endanlegri greiningu og viðeigandi aðstoð vegna vandans. Tæplega 640 fjölskyldur eru á biðlista eftir greiningu hjá Greiningar og Ráðgjafastöð Ríkisins og Þroska og hegðunarstöð. Samtals vantar fjárveitingu upp á um 300 milljónir til að ráða bug á biðlistunum. Þessi börn eiga það til að sitja á hakanum í kerfinu og er biðin eftir greiningu hjá Greiningarstöð Ríkisins upp undir 19 mánuðir og eru 340 fjölskyldur sem eru á biðlista. Þær fjölskyldur geta ekki sótt í viðeigandi aðstoð, eða fengið hana niðurgreidda vegna þess að ekki er hægt að fá staðfestingu á greiningu.Snemmtæk íhlutun mikilvæg Hjá Þroska og hegðunarstöð eru tæplega þrjú hundruð börn á biðlista eftir greiningu og vandamálið því víða. Í Fréttablaðinu í morgun var viðtal við móður þriggja ára drengs sem kemst ekki að hjá Greiningarstöð fyrr en um fimm ára aldur en rannsóknir hafa sýnt að mikilvægt er að grípa snemma inn í til þess að börnin eigi sem mesta möguleika þegar fram í sækir. Biðlistarnir skjóta því skökku við og vegna fjárskorts í málaflokknum getur biðin haft alvarlegar afleiðingar. Soffía Lárusdóttir, forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafastöðvar, segir nauðsynlegt að fjölga starfsfólki og til þess þurfi aukið fjármagn. „Við þurfum aukið fjármagn. Það eru fimmtíu milljónir núna í annarri umræðu fjárlaga áætlaðar til stofnunarinnar. Það er góð byrjun. Ég tel samt að það þurfi að gera meira og það er mat okkar að það séu um 200 milljónir sem vantar í heildina,“ segir hún. Gyða Haraldsdóttir, forstöðumaður Þroska- og hegðunarstöðvar, tekur í sama streng og segir fjármagn vanta til að starfsemin geti gengið sem skyldi. „Þegar maður er komin með biðlista þar sem biðin fer í tólf mánuði eða jafnvel meira. Þá eru bæði foreldrar og tilvísendur að hafa samband og spyrjast fyrir hversu löng biðin sé. Í mörgum tilfellum eru foreldrar í miklum vandræðum. Þau lýsa að vandinn hafi aukist og undið upp á sig síðan tilvísunin var send og það er afskaplega erfitt að geta ekki brugðist við þessu,“ segir hún. Heilbrigðismál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Sjá meira
Börn sem sterkur grunur leikur á um að geti verið einhverf, ofvirk eða með athyglisbrest þurfa að bíða í tæp tvö ár eftir endanlegri greiningu og viðeigandi aðstoð vegna vandans. Tæplega 640 fjölskyldur eru á biðlista eftir greiningu hjá Greiningar og Ráðgjafastöð Ríkisins og Þroska og hegðunarstöð. Samtals vantar fjárveitingu upp á um 300 milljónir til að ráða bug á biðlistunum. Þessi börn eiga það til að sitja á hakanum í kerfinu og er biðin eftir greiningu hjá Greiningarstöð Ríkisins upp undir 19 mánuðir og eru 340 fjölskyldur sem eru á biðlista. Þær fjölskyldur geta ekki sótt í viðeigandi aðstoð, eða fengið hana niðurgreidda vegna þess að ekki er hægt að fá staðfestingu á greiningu.Snemmtæk íhlutun mikilvæg Hjá Þroska og hegðunarstöð eru tæplega þrjú hundruð börn á biðlista eftir greiningu og vandamálið því víða. Í Fréttablaðinu í morgun var viðtal við móður þriggja ára drengs sem kemst ekki að hjá Greiningarstöð fyrr en um fimm ára aldur en rannsóknir hafa sýnt að mikilvægt er að grípa snemma inn í til þess að börnin eigi sem mesta möguleika þegar fram í sækir. Biðlistarnir skjóta því skökku við og vegna fjárskorts í málaflokknum getur biðin haft alvarlegar afleiðingar. Soffía Lárusdóttir, forstöðumaður Greiningar- og ráðgjafastöðvar, segir nauðsynlegt að fjölga starfsfólki og til þess þurfi aukið fjármagn. „Við þurfum aukið fjármagn. Það eru fimmtíu milljónir núna í annarri umræðu fjárlaga áætlaðar til stofnunarinnar. Það er góð byrjun. Ég tel samt að það þurfi að gera meira og það er mat okkar að það séu um 200 milljónir sem vantar í heildina,“ segir hún. Gyða Haraldsdóttir, forstöðumaður Þroska- og hegðunarstöðvar, tekur í sama streng og segir fjármagn vanta til að starfsemin geti gengið sem skyldi. „Þegar maður er komin með biðlista þar sem biðin fer í tólf mánuði eða jafnvel meira. Þá eru bæði foreldrar og tilvísendur að hafa samband og spyrjast fyrir hversu löng biðin sé. Í mörgum tilfellum eru foreldrar í miklum vandræðum. Þau lýsa að vandinn hafi aukist og undið upp á sig síðan tilvísunin var send og það er afskaplega erfitt að geta ekki brugðist við þessu,“ segir hún.
Heilbrigðismál Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Sjá meira