Einblíni bara á hvað ég ætla að gera inn í hringnum í kvöld Kristinn Páll Teitsson skrifar 8. desember 2018 11:00 Síðasti sigur Gunnars í UFC kom gegn hinum bandaríska Alan Jouban í mars árið 2017. NordicPhotos/getty Í nótt snýr Gunnar Nelson aftur í búrið eftir 510 daga fjarveru þar sem hann mætir hinum brasilíska Alex Oliveira. Bardaginn hefst um hálf fjögur í nótt að íslenskum tíma og fer fram í Scotiabank-höllinni í miðborg Toronto. Höllin hýsir einnig lið Toronto í NBA og NHL og búast má við tæplega tuttugu þúsund manns. Andstæðingur Gunnars í búrinu kallar sig Kúrekann og er í 13. sæti á styrkleikalista UFC fyrir bardagann, einu sæti fyrir ofan Gunnar. Oliveira hefur unnið sex af síðustu sjö bardögum sínum á síðustu tveimur árum og alls unnið nítján af 25 bardögum á ferlinum. Sá brasilíski er með öflug högg og hafa þrettán sigrar af nítján unnist á rothöggi. Alls hefur hann tapað fimm bardögum, þar af þremur á hengingu (e. submission) en einum bardaga lauk með jafntefli. Þrátt fyrir að sautján mánuðir séu liðnir frá síðasta bardaga virtist Gunnar hinn rólegasti þegar Fréttablaðið fékk að slá á þráðinn til hans í Toronto. „Mér líður ofboðslega vel, undirbúningurinn hefur gengið frábærlega og ég get ekki beðið eftir því að komast inn í hringinn. Ég finn það að ég er hundrað prósent tilbúinn í þetta. Ég reyni að horfa ekkert á hvað það er langt síðan ég barðist, ég einblíni frekar á það sem þarf að gera í hringnum,“ sagði Gunnar. Hann átti að berjast við Neil Magny í vor en þurfti að draga sig út vegna meiðsla. „Það var afar svekkjandi að þurfa að hætta við bardagann í Liverpool vegna meiðsla en það er partur af þessu og eitthvað sem ég þurfti að takast á við.“ Gunnar breytti undirbúningnum fyrir þennan bardaga og lagði meiri áherslu á styrktaræfingar. „Við lögðum meiri áherslu á styrktar- og úthaldsæfingar og ég fékk sérstakan þjálfara, Unnar Helgason, sem stýrði þeirri æfingaáætlun. Ég æfði bara á Íslandi í aðdraganda bardagans og undir hans handleiðslu tvisvar til þrisvar í viku og það hefur breytt heilmiklu,“ sagði Gunnar sem virkar í toppstandi og finnur mikinn mun í endurhæfingu. „Æfingaálagið jókst með þessum nýju æfingum og fituprósentan fór eflaust eitthvað aðeins niður en ég finn mestan mun í endurhæfingunni. Ég gat æft meira og betur og það skilar sér vonandi í kvöld gegn Alex.“ Hann segist hafa skoðað Alex vel í aðdraganda bardagans „Við höfum skoðað hann vel og erum með eitthvað í pokahorninu til að nota gegn honum. Ég hef fylgst með honum frá því að hann kom í UFC og þekki það vel hvernig hann vill berjast,“ sagði Gunnar um Alex sem barðist síðast í september. Aðspurður sagðist hann ekki telja að það væri þeim brasilíska í hag hve stutt er síðan hann barðist síðast. „Ég held ekki, nei. Ég hef áður tekið svona langan tíma á milli bardaga og það truflaði mig ekki.“ Þegar það var borið undir hann hversu stór bardagi þetta væri fyrir ferilinn sagðist Gunnar alltaf horfa á næsta bardaga sem þann stærsta. „Ég lít alltaf bara á það þannig að næsti bardagi sé sá stærsti, sérstaklega þegar það líður svona langur tími á milli, þá skiptir það heilmiklu máli. Sigur myndi opna ýmsar dyr og það er á áætlun, ég hugsa ekkert út í möguleikann að tapa.“ Í síðasta bardaga Gunnars komst Argentínumaðurinn Santiago Ponzinibbio upp með að pota í augu Gunnars. Hann segist vera meðvitaðri um hættuna á því fyrir bardaga kvöldsins. „Þetta hefur vakið ákveðna meðvitund hjá manni um að taka eftir þessu og láta menn ekki komast upp með slík brögð.“ Birtist í Fréttablaðinu MMA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Stjarnan | Bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Sjá meira
Í nótt snýr Gunnar Nelson aftur í búrið eftir 510 daga fjarveru þar sem hann mætir hinum brasilíska Alex Oliveira. Bardaginn hefst um hálf fjögur í nótt að íslenskum tíma og fer fram í Scotiabank-höllinni í miðborg Toronto. Höllin hýsir einnig lið Toronto í NBA og NHL og búast má við tæplega tuttugu þúsund manns. Andstæðingur Gunnars í búrinu kallar sig Kúrekann og er í 13. sæti á styrkleikalista UFC fyrir bardagann, einu sæti fyrir ofan Gunnar. Oliveira hefur unnið sex af síðustu sjö bardögum sínum á síðustu tveimur árum og alls unnið nítján af 25 bardögum á ferlinum. Sá brasilíski er með öflug högg og hafa þrettán sigrar af nítján unnist á rothöggi. Alls hefur hann tapað fimm bardögum, þar af þremur á hengingu (e. submission) en einum bardaga lauk með jafntefli. Þrátt fyrir að sautján mánuðir séu liðnir frá síðasta bardaga virtist Gunnar hinn rólegasti þegar Fréttablaðið fékk að slá á þráðinn til hans í Toronto. „Mér líður ofboðslega vel, undirbúningurinn hefur gengið frábærlega og ég get ekki beðið eftir því að komast inn í hringinn. Ég finn það að ég er hundrað prósent tilbúinn í þetta. Ég reyni að horfa ekkert á hvað það er langt síðan ég barðist, ég einblíni frekar á það sem þarf að gera í hringnum,“ sagði Gunnar. Hann átti að berjast við Neil Magny í vor en þurfti að draga sig út vegna meiðsla. „Það var afar svekkjandi að þurfa að hætta við bardagann í Liverpool vegna meiðsla en það er partur af þessu og eitthvað sem ég þurfti að takast á við.“ Gunnar breytti undirbúningnum fyrir þennan bardaga og lagði meiri áherslu á styrktaræfingar. „Við lögðum meiri áherslu á styrktar- og úthaldsæfingar og ég fékk sérstakan þjálfara, Unnar Helgason, sem stýrði þeirri æfingaáætlun. Ég æfði bara á Íslandi í aðdraganda bardagans og undir hans handleiðslu tvisvar til þrisvar í viku og það hefur breytt heilmiklu,“ sagði Gunnar sem virkar í toppstandi og finnur mikinn mun í endurhæfingu. „Æfingaálagið jókst með þessum nýju æfingum og fituprósentan fór eflaust eitthvað aðeins niður en ég finn mestan mun í endurhæfingunni. Ég gat æft meira og betur og það skilar sér vonandi í kvöld gegn Alex.“ Hann segist hafa skoðað Alex vel í aðdraganda bardagans „Við höfum skoðað hann vel og erum með eitthvað í pokahorninu til að nota gegn honum. Ég hef fylgst með honum frá því að hann kom í UFC og þekki það vel hvernig hann vill berjast,“ sagði Gunnar um Alex sem barðist síðast í september. Aðspurður sagðist hann ekki telja að það væri þeim brasilíska í hag hve stutt er síðan hann barðist síðast. „Ég held ekki, nei. Ég hef áður tekið svona langan tíma á milli bardaga og það truflaði mig ekki.“ Þegar það var borið undir hann hversu stór bardagi þetta væri fyrir ferilinn sagðist Gunnar alltaf horfa á næsta bardaga sem þann stærsta. „Ég lít alltaf bara á það þannig að næsti bardagi sé sá stærsti, sérstaklega þegar það líður svona langur tími á milli, þá skiptir það heilmiklu máli. Sigur myndi opna ýmsar dyr og það er á áætlun, ég hugsa ekkert út í möguleikann að tapa.“ Í síðasta bardaga Gunnars komst Argentínumaðurinn Santiago Ponzinibbio upp með að pota í augu Gunnars. Hann segist vera meðvitaðri um hættuna á því fyrir bardaga kvöldsins. „Þetta hefur vakið ákveðna meðvitund hjá manni um að taka eftir þessu og láta menn ekki komast upp með slík brögð.“
Birtist í Fréttablaðinu MMA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: ÍBV - Stjarnan | Bæði lið þurfa sárlega á sigri að halda Ísland sendir bara konur til leiks á EM U23 í frjálsum Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Tölfræðin á EM: Íslensku stelpurnar gáfu flestar sendingar á Cecilíu markvörð FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fékk gamlan mótherja sinn til að gráta af gleði Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Dagskráin í dag: Stórleikur á Skaganum Fjögur lið sýnt LeBron áhuga NFL goðsögn féll frá um helgina Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Sjá meira