„Oliveira er harður og með mikinn sprengikraft. Eitt víð glímuna hans Gunna er að hún hentar fullkomlega gegn gaurum með mikinn sprengikraft,“ segir Kavanagh.
„Gaurinn mun gera mistök og kemst upp með það gegn mörgum öðrum. Gegn Gunnari kemst hann ekki upp með sömu mistök.“
Vísir er í Toronto og fylgist ítarlega með öllu í aðdraganda UFC 231. Bardagakvöldið með Gunnari er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í nótt.