„Það var mér mikið áfall að sjá hvaða orðfæri ég viðhafði“ Sylvía Hall skrifar 30. nóvember 2018 22:48 Gunnar Bragi Sveinsson er þingflokksformaður Miðflokksins. Vísir/Hanna Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi hljóðupptökur af honum og öðrum þingmönnum Miðflokksins og Flokki fólksins á Klaustur Bar þann 20. nóvember. Í yfirlýsingunni segir hann upptökurnar vera mikið áfall. „Fyrir tíu dögum sýndi ég mikið dómgreindarleysi og hafði uppi orð sem eru engum sæmandi. Það var mér mikið áfall að sjá hvaða orðfæri ég viðhafði og mun taka mig tíma að vinna úr því með vinum og fjölskyldu,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir hann jafnframt að hann taki ábyrgð á hegðun sinni og harmi að hafa sært samstarfsfélaga sína. Tilkynnt var í dag að Gunnar Bragi myndi stíga til hliðar og taka sér leyfi frá þingmennsku í ótiltekinn tíma í kjölfar þess að upptökurnar litu dagsins ljós. Það sama á við um Bergþór Ólason, þingmann Miðflokksins, sem var einnig á Klaustur Bar umrætt kvöld.„Sá yðar er syndlaus er kasti fyrsta steininum“ Í yfirlýsingunni ítrekar Gunnar Bragi að um mistök hafi verið að ræða og þó það sé auðveldara að dæma en að fyrirgefa hvetur hann fólk til þess og vísar meðal annars í orð Jesú Krists: „Sá yðar er syndlaus er kasti fyrsta steininum“. Sjálfur segist hann ætla að hafa það í huga. „Ég vona að hlutaðeigandi fyrirgefi mér þessa hegðun en vegna hennar hef ég ákveðið að taka mér leyfi frá þingstörfum,“ segir Gunnar Bragi að lokum. Yfirlýsing Gunnars Braga í heild sinni:Fyrir tíu dögum sýndi ég mikið dómgreindarleysi og hafði uppi orð sem eru engum sæmandi. Það var mér mikið áfall að sjá hvaða orðfæri ég viðhafði og mun taka mig tíma að vinna úr því með vinum og fjölskyldu. Ég harma að hafa sært samstarfsfélaga mína og fleiri og tek ábyrgð á hegðun minni. Vil ég þó segja að mistök gerum við manneskjurnar víst og er öllu jafna auðveldara að dæma en að fyrirgefa. „Sá yðar er syndlaus er kasti fyrsta steininum“ Ég mun hafa það í huga hér eftir og hvet ykkur til þess sama.Ég vona að hlutaðeigandi fyrirgefi mér þessa hegðun en vegna hennar hef ég ákveðið að taka mér leyfi frá þingstörfum. Alþingi Stj.mál Upptökur á Klaustur bar Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins, hefur sent frá sér yfirlýsingu varðandi hljóðupptökur af honum og öðrum þingmönnum Miðflokksins og Flokki fólksins á Klaustur Bar þann 20. nóvember. Í yfirlýsingunni segir hann upptökurnar vera mikið áfall. „Fyrir tíu dögum sýndi ég mikið dómgreindarleysi og hafði uppi orð sem eru engum sæmandi. Það var mér mikið áfall að sjá hvaða orðfæri ég viðhafði og mun taka mig tíma að vinna úr því með vinum og fjölskyldu,“ segir í yfirlýsingunni. Þá segir hann jafnframt að hann taki ábyrgð á hegðun sinni og harmi að hafa sært samstarfsfélaga sína. Tilkynnt var í dag að Gunnar Bragi myndi stíga til hliðar og taka sér leyfi frá þingmennsku í ótiltekinn tíma í kjölfar þess að upptökurnar litu dagsins ljós. Það sama á við um Bergþór Ólason, þingmann Miðflokksins, sem var einnig á Klaustur Bar umrætt kvöld.„Sá yðar er syndlaus er kasti fyrsta steininum“ Í yfirlýsingunni ítrekar Gunnar Bragi að um mistök hafi verið að ræða og þó það sé auðveldara að dæma en að fyrirgefa hvetur hann fólk til þess og vísar meðal annars í orð Jesú Krists: „Sá yðar er syndlaus er kasti fyrsta steininum“. Sjálfur segist hann ætla að hafa það í huga. „Ég vona að hlutaðeigandi fyrirgefi mér þessa hegðun en vegna hennar hef ég ákveðið að taka mér leyfi frá þingstörfum,“ segir Gunnar Bragi að lokum. Yfirlýsing Gunnars Braga í heild sinni:Fyrir tíu dögum sýndi ég mikið dómgreindarleysi og hafði uppi orð sem eru engum sæmandi. Það var mér mikið áfall að sjá hvaða orðfæri ég viðhafði og mun taka mig tíma að vinna úr því með vinum og fjölskyldu. Ég harma að hafa sært samstarfsfélaga mína og fleiri og tek ábyrgð á hegðun minni. Vil ég þó segja að mistök gerum við manneskjurnar víst og er öllu jafna auðveldara að dæma en að fyrirgefa. „Sá yðar er syndlaus er kasti fyrsta steininum“ Ég mun hafa það í huga hér eftir og hvet ykkur til þess sama.Ég vona að hlutaðeigandi fyrirgefi mér þessa hegðun en vegna hennar hef ég ákveðið að taka mér leyfi frá þingstörfum.
Alþingi Stj.mál Upptökur á Klaustur bar Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda