Nafnlausar ásakanir og engar kærur komið fram gegn Þórði Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 20. nóvember 2018 08:45 Brynhildur Davíðsdóttir, stjórnarformaður Orkuveitu Reykjavíkur, sést hér fremst á myndinni sem tekin var á blaðamannafundi í gær þar sem úttekt innri endurskoðunar borgarinnar var kynnt. Fyrir aftan hana sjást Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri ON, og Helga Jónsdóttir sem tók við tímabundið sem forstjóri OR eftir að Bjarni Bjarnason fór í leyfi. vísir/vilhelm Engar kærur um alvarlegt kynferðisofbeldi hafa borist gegn Þórði Ásmundssyni sem átti að taka við sem framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar (ON) eftir að Bjarna Má Júlíussyni var sagt upp sem störfum í september. Ásakanirnar á hendur honum voru nafnlausar og varða meinta atburði sem eiga að hafa átt sér stað fyrir tæpum tuttugu árum. Þetta kemur fram í úttekt innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um vinnustaðamenningu og mannauðsmál hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) en ráðist var í úttektina í kjölfar þess að Áslaugu Thelmu Einarsdóttur var sagt upp störfum hjá ON í september síðastliðnum.Stjórnendum bárust ábendingar um alvarleg kynferðisbrot Eftir að Áslaug Thelma var rekin var Bjarna Má sagt upp störfum vegna „óviðeigandi hegðunar“ en Áslaug Thelma hefur sagt brottrekstur sinn frá ON algjörlega tilhæfulausan. Vildi Áslaug Thelma meina að henni hefði verið sagt upp vegna þess að hún kvartaði undan óviðeigandi hegðun Bjarna Más. Niðurstaða úttektar innri endurskoðunar borgarinnar er hins vegar sú að uppsögn Áslaugar Thelmu hafi verið réttmæt. Hið sama á við um uppsögn Bjarna Más. Hvað varðar Þórð Ásmundsson þá var stjórnendum OR tilkynnt um það tveimur dögum eftir að Bjarni Már var rekinn að Þórður hefði verið sakaður um alvarleg kynferðisbrot. Tilkynnt hafði verið í fjölmiðlum daginn áður að Þórður myndi taka við stöðu Bjarna Más. Þórður hafði verið forstöðumaður hjá ON en þegar stjórnendum bárust ábendingar um meint kynferðisbrot hans var ákveðið að hann myndi ekki taka við framkvæmdastjórastöðunni heldur fara í leyfi frá störfum. Berglind Rán Ólafsdóttir tók þá við framkvæmdastjórastöðunni.Tuttugu ára gamlar ásakanir sem lúta ekki að atburðu á vinnustað eða gagnvart vinnufélögum Í úttekt innri endurskoðunar segir um mál Þórðar: „Fram hefur komið í fréttum fjölmiðla að fram hafi komið sögusagnir um alvarlegt kynferðisofbeldi af hálfu hins nýráðna framkvæmdastjóra. Engar kærur hafa verið bornar upp í málinu og ábendingar eru nafnlausar. Ekki hefur verið staðfest hvernig nafnlausar ásakanir um meinta atburði sem eiga að hafa átt sér stað fyrir tæpum 20 árum bárust fjölmiðlum. Ásakanir þær sem um ræðir lúta ekki að atburðum á vinnustað eða gagnvart vinnufélögum og taka til tímabils langt áður en viðkomandi stjórnandi hóf störf hjá fyrirtækin. Ekki er því um að ræða tilvik sem gætu fallið undir reglur um einelti, áreitni eða ofbeldi á vinnustað, sbr. reglugerð nr. 1009/2015.“Greint var frá því í gær að Þórður Ásmundsson muni snúa aftur til starfa að loknu leyfi. Ekkert í úttektinni gefi tilefni til annars. Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Uppsögn Áslaugar Thelmu metin réttmæt Niðurstaða innri endurskoðunar kynnt nú á eftir. 19. nóvember 2018 14:48 Ekki sammála um réttmæti uppsagnar Skýrsla innri endurskoðunar um Orkuveitu Reykjavíkur var kynnt í gær. Stjórnarformaður og starfandi forstjóri OR sáttir við niðurstöðurnar. 20. nóvember 2018 07:30 Tíu vikna „stormur í vatnsglasi“ Sjötíu dögum eftir að Áslaugu Thelmu Einarsdóttur var sagt upp störfum sem forstöðumanni á einstaklingssviði hjá Orku náttúrunnar er niðurstaða óháðrar úttektar á málinu sú að uppsögnin hafi verið réttmæt. 19. nóvember 2018 20:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Engar kærur um alvarlegt kynferðisofbeldi hafa borist gegn Þórði Ásmundssyni sem átti að taka við sem framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar (ON) eftir að Bjarna Má Júlíussyni var sagt upp sem störfum í september. Ásakanirnar á hendur honum voru nafnlausar og varða meinta atburði sem eiga að hafa átt sér stað fyrir tæpum tuttugu árum. Þetta kemur fram í úttekt innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar um vinnustaðamenningu og mannauðsmál hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) en ráðist var í úttektina í kjölfar þess að Áslaugu Thelmu Einarsdóttur var sagt upp störfum hjá ON í september síðastliðnum.Stjórnendum bárust ábendingar um alvarleg kynferðisbrot Eftir að Áslaug Thelma var rekin var Bjarna Má sagt upp störfum vegna „óviðeigandi hegðunar“ en Áslaug Thelma hefur sagt brottrekstur sinn frá ON algjörlega tilhæfulausan. Vildi Áslaug Thelma meina að henni hefði verið sagt upp vegna þess að hún kvartaði undan óviðeigandi hegðun Bjarna Más. Niðurstaða úttektar innri endurskoðunar borgarinnar er hins vegar sú að uppsögn Áslaugar Thelmu hafi verið réttmæt. Hið sama á við um uppsögn Bjarna Más. Hvað varðar Þórð Ásmundsson þá var stjórnendum OR tilkynnt um það tveimur dögum eftir að Bjarni Már var rekinn að Þórður hefði verið sakaður um alvarleg kynferðisbrot. Tilkynnt hafði verið í fjölmiðlum daginn áður að Þórður myndi taka við stöðu Bjarna Más. Þórður hafði verið forstöðumaður hjá ON en þegar stjórnendum bárust ábendingar um meint kynferðisbrot hans var ákveðið að hann myndi ekki taka við framkvæmdastjórastöðunni heldur fara í leyfi frá störfum. Berglind Rán Ólafsdóttir tók þá við framkvæmdastjórastöðunni.Tuttugu ára gamlar ásakanir sem lúta ekki að atburðu á vinnustað eða gagnvart vinnufélögum Í úttekt innri endurskoðunar segir um mál Þórðar: „Fram hefur komið í fréttum fjölmiðla að fram hafi komið sögusagnir um alvarlegt kynferðisofbeldi af hálfu hins nýráðna framkvæmdastjóra. Engar kærur hafa verið bornar upp í málinu og ábendingar eru nafnlausar. Ekki hefur verið staðfest hvernig nafnlausar ásakanir um meinta atburði sem eiga að hafa átt sér stað fyrir tæpum 20 árum bárust fjölmiðlum. Ásakanir þær sem um ræðir lúta ekki að atburðum á vinnustað eða gagnvart vinnufélögum og taka til tímabils langt áður en viðkomandi stjórnandi hóf störf hjá fyrirtækin. Ekki er því um að ræða tilvik sem gætu fallið undir reglur um einelti, áreitni eða ofbeldi á vinnustað, sbr. reglugerð nr. 1009/2015.“Greint var frá því í gær að Þórður Ásmundsson muni snúa aftur til starfa að loknu leyfi. Ekkert í úttektinni gefi tilefni til annars.
Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Uppsögn Áslaugar Thelmu metin réttmæt Niðurstaða innri endurskoðunar kynnt nú á eftir. 19. nóvember 2018 14:48 Ekki sammála um réttmæti uppsagnar Skýrsla innri endurskoðunar um Orkuveitu Reykjavíkur var kynnt í gær. Stjórnarformaður og starfandi forstjóri OR sáttir við niðurstöðurnar. 20. nóvember 2018 07:30 Tíu vikna „stormur í vatnsglasi“ Sjötíu dögum eftir að Áslaugu Thelmu Einarsdóttur var sagt upp störfum sem forstöðumanni á einstaklingssviði hjá Orku náttúrunnar er niðurstaða óháðrar úttektar á málinu sú að uppsögnin hafi verið réttmæt. 19. nóvember 2018 20:00 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Fleiri fréttir Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Sjá meira
Uppsögn Áslaugar Thelmu metin réttmæt Niðurstaða innri endurskoðunar kynnt nú á eftir. 19. nóvember 2018 14:48
Ekki sammála um réttmæti uppsagnar Skýrsla innri endurskoðunar um Orkuveitu Reykjavíkur var kynnt í gær. Stjórnarformaður og starfandi forstjóri OR sáttir við niðurstöðurnar. 20. nóvember 2018 07:30
Tíu vikna „stormur í vatnsglasi“ Sjötíu dögum eftir að Áslaugu Thelmu Einarsdóttur var sagt upp störfum sem forstöðumanni á einstaklingssviði hjá Orku náttúrunnar er niðurstaða óháðrar úttektar á málinu sú að uppsögnin hafi verið réttmæt. 19. nóvember 2018 20:00