Ekki ástæða til þess afturkalla starfsleyfi Mathúss Garðabæjar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. nóvember 2018 13:04 Íbúðirnar tvær eru staðsettar fyrir ofan veitingastaðinn. Fréttablaðið/ernir Bæjarráð Garðabæjar telur að ekki sé ástæða til þess afturkalla starfsleyfi Mathúss Garðabæjar við Garðatorg í Garðabæ. Íbúar í nærliggjandi íbúðum höfðu kvartað yfir því að mikill hávaði bærist frá veitingastaðnum yfir í íbúðir þeirra.Málið má rekja til þess að skömmu eftir opnun Mathússins flutti par í íbúð á hæðinni fyrir ofan veitingastaðinn. Töldu þau galla vera á fasteigninni þar sem hljóðvist væri mjög ábótavant. Nokkrum mánuðum síðar fluttu nýjir eigendur inn í íbúðina og urðu þeir einnig varir við að mikill hávaði bærist frá veitingahúsinu.Sendu íbúarnir, ásamt eigendum annarrar íbúðar í húsinu, kvörtun til Garðabæjarþar sem farið var fram á að starfsleyfi veitingahússins yrði afturkallað. Einnig var farið fram á skaðabætur úr hendi rekstraraðila veitingahússins, eiganda og byggingarstjóra fasteignarinnar auk sveitarfélagsins.Í kvörtuninni kom fram að samkvæmt hljóðmælingum sem gerðar voru í apríl á síðasta ári að beiðni ÞG verktaka, seljanda íbúðanna sem um ræðir, væri högghljóðvist yfir mörkum, hljóðeinangrun Mathússins ófullnægjandi og í andstöðu við byggingarreglugerð.Á þessum grundvelli töldu eigendur íbúðanna að Garðabær bæri ábyrð á því tjóni sem þeir töldu sig hafa orðið fyrir, bænum hefði borið að synja Mathúsi Garðabæjar um rekstrarleyfi þar sem hljóðvist væri ekki fullnægjandi.Samkvæmt stöðlum miðað við nýja mælingu Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Garðabæjar í morgun. Þar segir að fyrir liggi ný hljóðmæling sem framkvæmd hafi verið 18. október síðastliðinn. Var hún framkvæmd til þess að ákvarða loft- og högghljóðeinangrun á milli Mathúss Garðabæjar að Garðatorgi 4b og aðlægra íbúða á hæðinni ofan við veitingastaðinn.Niðurstöður hljóðmælingarinnar voru á þá leið að bæði mæld högg- og lofthljóðeinangrun voru innan tilskilinna marka frá eldhúsi upp í aðliggjandi íbúðir samkvæmt ákvæðum núgildandi og þágildandi hljóðstaðla.„Með vísan til niðurstaðna hljóðmælinga getur bæjarráð ekki séð að fyrir hendi séu ástæður til að mæla með afturköllun rekstrarleyfis Mathúss Garðabæjar,“ segir í fundargerð ráðsins frá því fyrr í dag. Garðabær Veitingastaðir Tengdar fréttir Mathús Garðabæjar fari burt vegna hávaða Íbúar á Garðatorgi segja hávaðann frá Mathúsi Garðabæjar slíkan að þeir eigi erfitt með svefn. Hafa þeir farið fram á að fá dómkvaddan matsmann til að meta tjón þeirra. 11. september 2017 05:00 Mest lesið Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira
Bæjarráð Garðabæjar telur að ekki sé ástæða til þess afturkalla starfsleyfi Mathúss Garðabæjar við Garðatorg í Garðabæ. Íbúar í nærliggjandi íbúðum höfðu kvartað yfir því að mikill hávaði bærist frá veitingastaðnum yfir í íbúðir þeirra.Málið má rekja til þess að skömmu eftir opnun Mathússins flutti par í íbúð á hæðinni fyrir ofan veitingastaðinn. Töldu þau galla vera á fasteigninni þar sem hljóðvist væri mjög ábótavant. Nokkrum mánuðum síðar fluttu nýjir eigendur inn í íbúðina og urðu þeir einnig varir við að mikill hávaði bærist frá veitingahúsinu.Sendu íbúarnir, ásamt eigendum annarrar íbúðar í húsinu, kvörtun til Garðabæjarþar sem farið var fram á að starfsleyfi veitingahússins yrði afturkallað. Einnig var farið fram á skaðabætur úr hendi rekstraraðila veitingahússins, eiganda og byggingarstjóra fasteignarinnar auk sveitarfélagsins.Í kvörtuninni kom fram að samkvæmt hljóðmælingum sem gerðar voru í apríl á síðasta ári að beiðni ÞG verktaka, seljanda íbúðanna sem um ræðir, væri högghljóðvist yfir mörkum, hljóðeinangrun Mathússins ófullnægjandi og í andstöðu við byggingarreglugerð.Á þessum grundvelli töldu eigendur íbúðanna að Garðabær bæri ábyrð á því tjóni sem þeir töldu sig hafa orðið fyrir, bænum hefði borið að synja Mathúsi Garðabæjar um rekstrarleyfi þar sem hljóðvist væri ekki fullnægjandi.Samkvæmt stöðlum miðað við nýja mælingu Málið var tekið fyrir á fundi bæjarráðs Garðabæjar í morgun. Þar segir að fyrir liggi ný hljóðmæling sem framkvæmd hafi verið 18. október síðastliðinn. Var hún framkvæmd til þess að ákvarða loft- og högghljóðeinangrun á milli Mathúss Garðabæjar að Garðatorgi 4b og aðlægra íbúða á hæðinni ofan við veitingastaðinn.Niðurstöður hljóðmælingarinnar voru á þá leið að bæði mæld högg- og lofthljóðeinangrun voru innan tilskilinna marka frá eldhúsi upp í aðliggjandi íbúðir samkvæmt ákvæðum núgildandi og þágildandi hljóðstaðla.„Með vísan til niðurstaðna hljóðmælinga getur bæjarráð ekki séð að fyrir hendi séu ástæður til að mæla með afturköllun rekstrarleyfis Mathúss Garðabæjar,“ segir í fundargerð ráðsins frá því fyrr í dag.
Garðabær Veitingastaðir Tengdar fréttir Mathús Garðabæjar fari burt vegna hávaða Íbúar á Garðatorgi segja hávaðann frá Mathúsi Garðabæjar slíkan að þeir eigi erfitt með svefn. Hafa þeir farið fram á að fá dómkvaddan matsmann til að meta tjón þeirra. 11. september 2017 05:00 Mest lesið Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira
Mathús Garðabæjar fari burt vegna hávaða Íbúar á Garðatorgi segja hávaðann frá Mathúsi Garðabæjar slíkan að þeir eigi erfitt með svefn. Hafa þeir farið fram á að fá dómkvaddan matsmann til að meta tjón þeirra. 11. september 2017 05:00