Mathús Garðabæjar fari burt vegna hávaða Jóhann Óli Eiðsson skrifar 11. september 2017 05:00 Íbúðirnar tvær eru staðsettar fyrir ofan veitingastaðinn. vísir/ernir Eigendur tveggja íbúða að Garðatorgi 4b vilja að starfsleyfi Mathúss Garðabæjar verði afturkallað. Þá fara þeir einnig fram á skaðabætur úr hendi rekstraraðila veitingahússins, eiganda og byggingarstjóra fasteignarinnar auk sveitarfélagsins. Mathús Garðabæjar var opnað í maíbyrjun 2016. Skömmu síðar flutti par í íbúð á efri hæð hússins en taldi galla vera á fasteigninni og hljóðvist mjög ábótavant. Fimm mánuðum síðar urðu aðrir nýir kaupendur varir við sömu galla. Segja þeir meðal annars að mikill hávaði berist frá Mathúsinu inn í íbúð þeirra. Hafa þeir lagt fram beiðni þess efnis að dómkvaddur verði matsmaður til að meta tjón þeirra. „Veitingastaðurinn er opinn langt fram á kvöld […] og er hávaði frá rekstrinum oft svo mikill að ekki er svefnfriður í íbúðum matsbeiðenda,“ segir meðal annars í beiðni þeirra um matsgerð. Einnig kemur þar fram að í apríl á þessu ári hafi seljandi íbúðanna, ÞG verktakar, látið verkfræðistofuna Eflu gera högghljóðmælingu í fasteigninni. Niðurstaða Eflu var á þann veg að högghljóðvist væri yfir mörkum, hljóðeinangrun Mathússins ófullnægjandi og í andstöðu við byggingarreglugerð. Eigendur íbúðanna telja að sveitarfélagið Garðabær beri ábyrgð gagnvart þeim á tjóninu sem þeir telja sig hafa orðið fyrir. Telja þeir að Garðabæ hafi borið að synja Mathúsi Garðabæjar um rekstrarleyfi sökum ófullnægjandi hljóðvistar. Fara þeir því fram á bætur úr hendi bæjarins og að rekstrarleyfi Mathússins verði afturkallað. „Við höfðum verið með rekstur í átta mánuði og enginn heyrt neitt. Svo komu nýir eigendur og þá var allt önnur staða komin upp allt í einu,“ segir Stefán Magnússon, eigandi Mathúss Garðabæjar. „Þetta veltur svolítið á því hvað fólki finnst vera hávaði. Við erum í miðbæ Garðabæjar og það er umferð hér í kring. Svo er Domino’s í nágrenninu og með opið jafn lengi og við.“ Stefán leigir húsnæðið af fasteignafélaginu Regin. Segir hann að lagt hafi verið í mikla vinnu á húsnæðinu til að tryggja að sem minnst hljóð bærist frá veitingastaðnum. Meðal annars hafi sérstakri hljóðeinangrunarkvoðu verið sprautað í loft staðarins. „Við lögðum okkur mjög fram við að tryggja að allt væri í lagi,“ segir Stefán. „Það er náttúrulega mikið í húfi fyrir mig. Aleigan fór í það að opna staðinn.“ Matsgerðarbeiðendur vildu ekki veita viðtal þegar eftir því var falast. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira
Eigendur tveggja íbúða að Garðatorgi 4b vilja að starfsleyfi Mathúss Garðabæjar verði afturkallað. Þá fara þeir einnig fram á skaðabætur úr hendi rekstraraðila veitingahússins, eiganda og byggingarstjóra fasteignarinnar auk sveitarfélagsins. Mathús Garðabæjar var opnað í maíbyrjun 2016. Skömmu síðar flutti par í íbúð á efri hæð hússins en taldi galla vera á fasteigninni og hljóðvist mjög ábótavant. Fimm mánuðum síðar urðu aðrir nýir kaupendur varir við sömu galla. Segja þeir meðal annars að mikill hávaði berist frá Mathúsinu inn í íbúð þeirra. Hafa þeir lagt fram beiðni þess efnis að dómkvaddur verði matsmaður til að meta tjón þeirra. „Veitingastaðurinn er opinn langt fram á kvöld […] og er hávaði frá rekstrinum oft svo mikill að ekki er svefnfriður í íbúðum matsbeiðenda,“ segir meðal annars í beiðni þeirra um matsgerð. Einnig kemur þar fram að í apríl á þessu ári hafi seljandi íbúðanna, ÞG verktakar, látið verkfræðistofuna Eflu gera högghljóðmælingu í fasteigninni. Niðurstaða Eflu var á þann veg að högghljóðvist væri yfir mörkum, hljóðeinangrun Mathússins ófullnægjandi og í andstöðu við byggingarreglugerð. Eigendur íbúðanna telja að sveitarfélagið Garðabær beri ábyrgð gagnvart þeim á tjóninu sem þeir telja sig hafa orðið fyrir. Telja þeir að Garðabæ hafi borið að synja Mathúsi Garðabæjar um rekstrarleyfi sökum ófullnægjandi hljóðvistar. Fara þeir því fram á bætur úr hendi bæjarins og að rekstrarleyfi Mathússins verði afturkallað. „Við höfðum verið með rekstur í átta mánuði og enginn heyrt neitt. Svo komu nýir eigendur og þá var allt önnur staða komin upp allt í einu,“ segir Stefán Magnússon, eigandi Mathúss Garðabæjar. „Þetta veltur svolítið á því hvað fólki finnst vera hávaði. Við erum í miðbæ Garðabæjar og það er umferð hér í kring. Svo er Domino’s í nágrenninu og með opið jafn lengi og við.“ Stefán leigir húsnæðið af fasteignafélaginu Regin. Segir hann að lagt hafi verið í mikla vinnu á húsnæðinu til að tryggja að sem minnst hljóð bærist frá veitingastaðnum. Meðal annars hafi sérstakri hljóðeinangrunarkvoðu verið sprautað í loft staðarins. „Við lögðum okkur mjög fram við að tryggja að allt væri í lagi,“ segir Stefán. „Það er náttúrulega mikið í húfi fyrir mig. Aleigan fór í það að opna staðinn.“ Matsgerðarbeiðendur vildu ekki veita viðtal þegar eftir því var falast.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Vill drónavarnir á Íslandi Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Ölvaðir og í annarlegu ástandi Innlent Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Innlent Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Fleiri fréttir Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks Sjá meira