Grímur bætir við sig í Bláa lóninu Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. nóvember 2018 15:41 Grímur Sæmundsen á 75% hlut í Kólfi. Fréttablaðið/Gva Samningur hefur komist á um kaup Kólfs ehf., eignarhaldsfélags í meirihlutaeigu Gríms Sæmundsen, forstjóra Bláa Lónsins hf, á hlut Horns II í Hvatningu hf. en Hvatning heldur á um 40% hlut í Bláa Lóninu hf. Fram kemur í tilkynningu vegna kaupanna að „Kólfur og Horn II haf[i] átt í góðu samstarfi um eignarhald í Bláa Lóninu í gegnum Hvatningu hf. frá árinu 2012.“ Samhliða viðskiptunum hefur núverandi hluthöfum Horns II verið veittur kaupréttur á sama viðskiptagengi til 31. janúar næstkomandi á þeim hlutum sem undir voru í viðskiptunum. Að sama skapi kemur fram í tilkynningunni að tilurð viðskiptanna megi rekja til þess að líftími Horns II mun renna sitt skeið á næsta ári.Sjá einnig: Bláa lónið í hóp stærstu hluthafa í IcelandairTekjur Bláa lónsins námu þannig rúmlega 102 milljónum evra á síðasta ári og jukust um 25 milljónir evra á milli ára. Þá var hagnaður Bláa lónsins um 31 milljón evra á árinu 2017 og hækkaði um þriðjung frá fyrra ári. Tæplega tveir milljarðar voru greiddir út í arð til hluthafa fyrr á þessu ári. Hlutafélagið Hvatning er stærsti eigandi Bláa lónsins með ríflega 39 prósenta hlut. Framtakssjóðurinn Horn II, sem er í eigu lífeyrissjóða, fjármálafyrirtækja og annarra fagfjárfesta, á 49,45 prósenta hlut í félaginu en Kólfur heldur hins vegar utan um 50,55 prósenta hlut í Hvatningu. Eigendur Kólfs eru sem fyrr segir Grímur Sæmundsen, forstjóri og stofnandi Bláa lónsins sem fer með 75 prósent hlut og Eðvard Júlíusson, sem á 25 prósent í félaginu. Þá á eignarhaldsfélagið Keila 9,2 prósenta hlut í Bláa lóninu en það er í meirihlutaeigu Hvatningar. Aðrir hluthafar í Keilu eru meðal annars Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi og varaformaður stjórnar Bláa lónsins, en hann er jafnframt stjórnarformaður Icelandair Group. HS Orka er næststærsti hluthafi Bláa lónsins með um 30 prósenta hlut. Helgi Magnússon, stjórnarformaður Bláa lónsins, og Sigurður Arngrímsson, fjárfestir og fyrrverandi starfsmaður Morgan Stanley í London, eiga einnig hvor um sig um 6,2 prósenta hlut í fyrirtækinu Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Milljón króna leyniherbergi í hóteli Bláa lónsins Eitt herbergja hótelsins við Bláa lónið er ekki auglýst. 18. júlí 2018 08:30 Bláa lónið í hóp stærstu hluthafa í Icelandair Ferðaþjónustufyrirtækið er í hópi tuttugu stærstu hluthafa Icelandair Group með um eins prósents eignarhlut. Bláa lónið hefur bætt verulega við hlut sinn undanfarið og meira en þrefaldað hlutabréfaeign sína í flugfélaginu frá áramótum. 19. september 2018 08:00 Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Samningur hefur komist á um kaup Kólfs ehf., eignarhaldsfélags í meirihlutaeigu Gríms Sæmundsen, forstjóra Bláa Lónsins hf, á hlut Horns II í Hvatningu hf. en Hvatning heldur á um 40% hlut í Bláa Lóninu hf. Fram kemur í tilkynningu vegna kaupanna að „Kólfur og Horn II haf[i] átt í góðu samstarfi um eignarhald í Bláa Lóninu í gegnum Hvatningu hf. frá árinu 2012.“ Samhliða viðskiptunum hefur núverandi hluthöfum Horns II verið veittur kaupréttur á sama viðskiptagengi til 31. janúar næstkomandi á þeim hlutum sem undir voru í viðskiptunum. Að sama skapi kemur fram í tilkynningunni að tilurð viðskiptanna megi rekja til þess að líftími Horns II mun renna sitt skeið á næsta ári.Sjá einnig: Bláa lónið í hóp stærstu hluthafa í IcelandairTekjur Bláa lónsins námu þannig rúmlega 102 milljónum evra á síðasta ári og jukust um 25 milljónir evra á milli ára. Þá var hagnaður Bláa lónsins um 31 milljón evra á árinu 2017 og hækkaði um þriðjung frá fyrra ári. Tæplega tveir milljarðar voru greiddir út í arð til hluthafa fyrr á þessu ári. Hlutafélagið Hvatning er stærsti eigandi Bláa lónsins með ríflega 39 prósenta hlut. Framtakssjóðurinn Horn II, sem er í eigu lífeyrissjóða, fjármálafyrirtækja og annarra fagfjárfesta, á 49,45 prósenta hlut í félaginu en Kólfur heldur hins vegar utan um 50,55 prósenta hlut í Hvatningu. Eigendur Kólfs eru sem fyrr segir Grímur Sæmundsen, forstjóri og stofnandi Bláa lónsins sem fer með 75 prósent hlut og Eðvard Júlíusson, sem á 25 prósent í félaginu. Þá á eignarhaldsfélagið Keila 9,2 prósenta hlut í Bláa lóninu en það er í meirihlutaeigu Hvatningar. Aðrir hluthafar í Keilu eru meðal annars Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi og varaformaður stjórnar Bláa lónsins, en hann er jafnframt stjórnarformaður Icelandair Group. HS Orka er næststærsti hluthafi Bláa lónsins með um 30 prósenta hlut. Helgi Magnússon, stjórnarformaður Bláa lónsins, og Sigurður Arngrímsson, fjárfestir og fyrrverandi starfsmaður Morgan Stanley í London, eiga einnig hvor um sig um 6,2 prósenta hlut í fyrirtækinu
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Milljón króna leyniherbergi í hóteli Bláa lónsins Eitt herbergja hótelsins við Bláa lónið er ekki auglýst. 18. júlí 2018 08:30 Bláa lónið í hóp stærstu hluthafa í Icelandair Ferðaþjónustufyrirtækið er í hópi tuttugu stærstu hluthafa Icelandair Group með um eins prósents eignarhlut. Bláa lónið hefur bætt verulega við hlut sinn undanfarið og meira en þrefaldað hlutabréfaeign sína í flugfélaginu frá áramótum. 19. september 2018 08:00 Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Milljón króna leyniherbergi í hóteli Bláa lónsins Eitt herbergja hótelsins við Bláa lónið er ekki auglýst. 18. júlí 2018 08:30
Bláa lónið í hóp stærstu hluthafa í Icelandair Ferðaþjónustufyrirtækið er í hópi tuttugu stærstu hluthafa Icelandair Group með um eins prósents eignarhlut. Bláa lónið hefur bætt verulega við hlut sinn undanfarið og meira en þrefaldað hlutabréfaeign sína í flugfélaginu frá áramótum. 19. september 2018 08:00
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent