Er lífskjarastefnan að líða undir lok á Íslandi? Halldór Benjamín Þorbergsson skrifar 21. nóvember 2018 07:00 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði á fundi Vinstri grænna og verkalýðshreyfingarinnar á laugardaginn: „Sú hagfræðikenning sem hefur mótað efnahagsstefnu 20. aldarinnar, efnahagsstefna sem byggir fyrst og fremst á því að halda áfram hagvexti út í eitt, sú efnahagsstefna er að líða undir lok.“ Hagvöxtur er vöxtur landsframleiðslunnar á föstu verðlagi á ársgrundvelli. Verg landsframleiðsla er verðmæti allrar vöru og þjónustu sem við framleiðum á einu ári. Sú framleiðsla er grundvöllur allra launa sem eru greidd í landinu, allra skatttekna hins opinbera og þar með allrar þjónustu hins opinbera og bóta sem það greiðir. Landsframleiðslan er því forsenda lífskjara okkar og vöxtur hennar, hagvöxturinn, besti mælikvarðinn á það hvernig þau þróast. Ekki eini mælikvarðinn, en samt besti mælikvarðinn.Besti mælikvarðinn Þegar vel gengur gleyma menn oft uppsprettu verðmætasköpunar. Það er hættuleg þróun. Efnahagsleg lífskjör eru mikilvæg en auðvitað vega aðrir þættir þungt. Ekkert verður til úr engu og það eyðist sem af er tekið. Miðað við 1% árlegan hagvöxt tekur 70 ár að tvöfalda efnahagsleg lífsgæði þjóðarinnar. Miðað við 6% hagvöxt tvöfaldast efnahagsleg lífsgæði á 12 árum. Landsframleiðslan er besti mælikvarðinn vegna fylgni á milli hennar og nær allra annarra mælikvarða á lífsgæði. Í löndum þar sem landsframleiðslan er mikil er alla jafna meira jafnrétti, meiri jöfnuður, minna atvinnuleysi, minni fátækt, betri heilsa, minni spilling og færri glæpir. Hagvöxtur gerir þjóðfélögum fært að bjóða upp á ódýra eða ókeypis heilbrigðisþjónustu og menntun og styðja við þá sem á þurfa að halda, svo sem öryrkja, atvinnulausa og eldri borgara.Hvorki úrelt né gamaldags Til lengri tíma helst hagvöxtur í hendur við framleiðni þjóðarbúsins. Meðalhagvöxtur á mann var um 3% á 20. öldinni og það sem af er 21. öldinni hefur hann verið ríflega 2%. Það er mikill vöxtur í alþjóðlegum samanburði, enda eru efnahagsleg lífskjör á Íslandi ein þau bestu í heimi. Hvergi er meiri tekjujöfnuður en á Íslandi og atvinnuleysi óvíða minna. Meðallaun eru ein þau hæstu í heimi og lágmarslaun einnig – jafnvel þó leiðrétt sé fyrir háu verðlagi á Íslandi. Það blasir við að sú efnahagsstefna sem við viljum áfram framfylgja er einmitt sú að tryggja sem mestan hagvöxt landsmönnum öllum til hagbóta. Forgangsverkefni stjórnvalda er því að tryggja samkeppnishæft rekstrarumhverfi sem stuðlar að aukinni framleiðni í þjóðarbúinu með langtímasýn að leiðarljósi þar sem sköttum og íþyngjandi regluverki er haldið í lágmarki. Sú efnahagsstefna mun tryggja Íslandi áfram sæti í fremstu röð. Það ætti að vera sameiginlegt verkefni stjórnmálamanna og aðila vinnumarkaðarins að bæta lífskjör allra sem allra mest til langs tíma. Með öðrum orðum, að auka hagvöxt sem mest. Það kann að vera gömul hugmynd, en hún er svo sannarlega hvorki úrelt né gamaldags. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Halldór Benjamín Þorbergsson Mest lesið Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Vonin er vonarstjarna sálfræðinnar Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Mikilvæg „ófemínísk“ tillaga og fleira gott Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Lilju Dögg Alfreðsdóttur á Alþingi Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Samfélag fyrir okkur öll Alexandra Briem skrifar Skoðun Pólitíska umhverfið í dag – sviðsett leiksýning Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Reddarinn Geiri í Glaumbæ - gömul saga og ný Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson skrifar Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Skoðun Varist eftirlíkingar Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Íslenskan okkar allra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagði á fundi Vinstri grænna og verkalýðshreyfingarinnar á laugardaginn: „Sú hagfræðikenning sem hefur mótað efnahagsstefnu 20. aldarinnar, efnahagsstefna sem byggir fyrst og fremst á því að halda áfram hagvexti út í eitt, sú efnahagsstefna er að líða undir lok.“ Hagvöxtur er vöxtur landsframleiðslunnar á föstu verðlagi á ársgrundvelli. Verg landsframleiðsla er verðmæti allrar vöru og þjónustu sem við framleiðum á einu ári. Sú framleiðsla er grundvöllur allra launa sem eru greidd í landinu, allra skatttekna hins opinbera og þar með allrar þjónustu hins opinbera og bóta sem það greiðir. Landsframleiðslan er því forsenda lífskjara okkar og vöxtur hennar, hagvöxturinn, besti mælikvarðinn á það hvernig þau þróast. Ekki eini mælikvarðinn, en samt besti mælikvarðinn.Besti mælikvarðinn Þegar vel gengur gleyma menn oft uppsprettu verðmætasköpunar. Það er hættuleg þróun. Efnahagsleg lífskjör eru mikilvæg en auðvitað vega aðrir þættir þungt. Ekkert verður til úr engu og það eyðist sem af er tekið. Miðað við 1% árlegan hagvöxt tekur 70 ár að tvöfalda efnahagsleg lífsgæði þjóðarinnar. Miðað við 6% hagvöxt tvöfaldast efnahagsleg lífsgæði á 12 árum. Landsframleiðslan er besti mælikvarðinn vegna fylgni á milli hennar og nær allra annarra mælikvarða á lífsgæði. Í löndum þar sem landsframleiðslan er mikil er alla jafna meira jafnrétti, meiri jöfnuður, minna atvinnuleysi, minni fátækt, betri heilsa, minni spilling og færri glæpir. Hagvöxtur gerir þjóðfélögum fært að bjóða upp á ódýra eða ókeypis heilbrigðisþjónustu og menntun og styðja við þá sem á þurfa að halda, svo sem öryrkja, atvinnulausa og eldri borgara.Hvorki úrelt né gamaldags Til lengri tíma helst hagvöxtur í hendur við framleiðni þjóðarbúsins. Meðalhagvöxtur á mann var um 3% á 20. öldinni og það sem af er 21. öldinni hefur hann verið ríflega 2%. Það er mikill vöxtur í alþjóðlegum samanburði, enda eru efnahagsleg lífskjör á Íslandi ein þau bestu í heimi. Hvergi er meiri tekjujöfnuður en á Íslandi og atvinnuleysi óvíða minna. Meðallaun eru ein þau hæstu í heimi og lágmarslaun einnig – jafnvel þó leiðrétt sé fyrir háu verðlagi á Íslandi. Það blasir við að sú efnahagsstefna sem við viljum áfram framfylgja er einmitt sú að tryggja sem mestan hagvöxt landsmönnum öllum til hagbóta. Forgangsverkefni stjórnvalda er því að tryggja samkeppnishæft rekstrarumhverfi sem stuðlar að aukinni framleiðni í þjóðarbúinu með langtímasýn að leiðarljósi þar sem sköttum og íþyngjandi regluverki er haldið í lágmarki. Sú efnahagsstefna mun tryggja Íslandi áfram sæti í fremstu röð. Það ætti að vera sameiginlegt verkefni stjórnmálamanna og aðila vinnumarkaðarins að bæta lífskjör allra sem allra mest til langs tíma. Með öðrum orðum, að auka hagvöxt sem mest. Það kann að vera gömul hugmynd, en hún er svo sannarlega hvorki úrelt né gamaldags.
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun
Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen skrifar
Opið bréf til Bjarna Benediktssonar: Bruninn á Stuðlum: Hver ber ábyrgð? Anna María Ingveldur Larsen Skoðun