Um þriðjungur upplifði einelti hjá OR Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 21. nóvember 2018 06:00 Frá fundi í Orkuveitunni þar sem niðurstaða innri endurskoðunar var kynnt. Hellga Jónsdóttir forstjóri, Brynhildur Davíðsdóttir stjórnarformaður og Berglind Rán Ólafsdóttir, framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar. visir/vilhelm Yfir þrjátíu prósent fyrrverandi starfsmanna Orkuveitu Reykjavíkur sem tóku þátt í könnun Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar upplifðu einelti á vinnustað meðan þeir störfuðu hjá fyrirtækinu. Töluverður munur er á svörum núverandi og fyrrverandi starfsmanna fyrirtækisins þegar spurt er um einelti en einungis sjö prósent núverandi starfsmanna segjast hafa upplifað einelti á vinnustaðnum. Þrátt fyrir þetta háa hlutfall var því viðhorfi lýst af hálfu Orkuveitunnar, með vísan til niðurstöðu úttektarinnar, að vinnustaðamenning væri betri hjá fyrirtækinu en gengur og gerist á vinnumarkaði. Fréttablaðið sendi Helgu Jónsdóttur, sitjandi forstjóra Orkuveitunnar, fyrirspurn um hvernig yfirlýsingin samræmdist fyrrgreindri upplifun fyrrverandi starfsmanna en fékk ekki svar. Aðspurður segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, að niðurstöður könnunar eldri starfsmanna séu vitaskuld meðal þeirra gagna sem verið sé að rýna hjá fyrirtækinu í þágu úrbótastarfs. Máls Ingvars Stefánssonar, framkvæmdastjóra fjármála, sem var veitt formleg áminning vegna kynferðislegrar áreitni árið 2015, er hvergi getið í skýrslu Innri endurskoðunar um vinnustaðamenningu hjá Orkuveitunni. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að mál Ingvars hafi verið tekið til skoðunar hjá Innri endurskoðun eftir að yfirlýsing frá honum barst fjölmiðlum. Eftir viðtal við hann sjálfan, samstarfsmenn og fulltrúa starfsmannahalds, var ekki talin ástæða til að fjalla frekar um mál hans og því talið lokið enda hefði hvorki Ingvar sjálfur né fyrirtækið gert athugasemd við málsmeðferðina sem málið hlaut á sínum tíma. Ekki var rætt við þolendur áreitninnar en kvartanir kvennanna tveggja sem áminningin laut að voru nafnlausar. Birtist í Fréttablaðinu Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Frammistöðuvandi ástæða uppsagnar Áslaugar Thelmu Þetta hefur RÚV upp úr tölvupóstsamskiptum lögmanns hennar, Sigurðar G. Guðjónssonar, og Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, frá því í morgun. 20. nóvember 2018 12:35 Afþökkuðu skýringarnar en kölluðu ítrekað eftir þeim á Facebook Uppsagnir Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar, og Bjarna Más Júlíussonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar, hafa vakið mikla athygli frá því að þær rötuðu í fjölmiðla í september. 20. nóvember 2018 17:15 Nafnlausar ásakanir og engar kærur komið fram gegn Þórði Engar kærur um alvarlegt kynferðisofbeldi hafa borist gegn Þórði Ásmundssyni sem átti að taka við sem framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar (ON) eftir að Bjarna Má Júlíussyni var sagt upp sem störfum í september. 20. nóvember 2018 08:45 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Yfir þrjátíu prósent fyrrverandi starfsmanna Orkuveitu Reykjavíkur sem tóku þátt í könnun Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar upplifðu einelti á vinnustað meðan þeir störfuðu hjá fyrirtækinu. Töluverður munur er á svörum núverandi og fyrrverandi starfsmanna fyrirtækisins þegar spurt er um einelti en einungis sjö prósent núverandi starfsmanna segjast hafa upplifað einelti á vinnustaðnum. Þrátt fyrir þetta háa hlutfall var því viðhorfi lýst af hálfu Orkuveitunnar, með vísan til niðurstöðu úttektarinnar, að vinnustaðamenning væri betri hjá fyrirtækinu en gengur og gerist á vinnumarkaði. Fréttablaðið sendi Helgu Jónsdóttur, sitjandi forstjóra Orkuveitunnar, fyrirspurn um hvernig yfirlýsingin samræmdist fyrrgreindri upplifun fyrrverandi starfsmanna en fékk ekki svar. Aðspurður segir Eiríkur Hjálmarsson, upplýsingafulltrúi Orkuveitunnar, að niðurstöður könnunar eldri starfsmanna séu vitaskuld meðal þeirra gagna sem verið sé að rýna hjá fyrirtækinu í þágu úrbótastarfs. Máls Ingvars Stefánssonar, framkvæmdastjóra fjármála, sem var veitt formleg áminning vegna kynferðislegrar áreitni árið 2015, er hvergi getið í skýrslu Innri endurskoðunar um vinnustaðamenningu hjá Orkuveitunni. Í svari við fyrirspurn Fréttablaðsins kemur fram að mál Ingvars hafi verið tekið til skoðunar hjá Innri endurskoðun eftir að yfirlýsing frá honum barst fjölmiðlum. Eftir viðtal við hann sjálfan, samstarfsmenn og fulltrúa starfsmannahalds, var ekki talin ástæða til að fjalla frekar um mál hans og því talið lokið enda hefði hvorki Ingvar sjálfur né fyrirtækið gert athugasemd við málsmeðferðina sem málið hlaut á sínum tíma. Ekki var rætt við þolendur áreitninnar en kvartanir kvennanna tveggja sem áminningin laut að voru nafnlausar.
Birtist í Fréttablaðinu Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Frammistöðuvandi ástæða uppsagnar Áslaugar Thelmu Þetta hefur RÚV upp úr tölvupóstsamskiptum lögmanns hennar, Sigurðar G. Guðjónssonar, og Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, frá því í morgun. 20. nóvember 2018 12:35 Afþökkuðu skýringarnar en kölluðu ítrekað eftir þeim á Facebook Uppsagnir Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar, og Bjarna Más Júlíussonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar, hafa vakið mikla athygli frá því að þær rötuðu í fjölmiðla í september. 20. nóvember 2018 17:15 Nafnlausar ásakanir og engar kærur komið fram gegn Þórði Engar kærur um alvarlegt kynferðisofbeldi hafa borist gegn Þórði Ásmundssyni sem átti að taka við sem framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar (ON) eftir að Bjarna Má Júlíussyni var sagt upp sem störfum í september. 20. nóvember 2018 08:45 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ Segir ESB stærstu ógnina við viðskiptahagsmuni landsins Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Sjá meira
Frammistöðuvandi ástæða uppsagnar Áslaugar Thelmu Þetta hefur RÚV upp úr tölvupóstsamskiptum lögmanns hennar, Sigurðar G. Guðjónssonar, og Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, frá því í morgun. 20. nóvember 2018 12:35
Afþökkuðu skýringarnar en kölluðu ítrekað eftir þeim á Facebook Uppsagnir Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns hjá Orku náttúrunnar, og Bjarna Más Júlíussonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Orku náttúrunnar, hafa vakið mikla athygli frá því að þær rötuðu í fjölmiðla í september. 20. nóvember 2018 17:15
Nafnlausar ásakanir og engar kærur komið fram gegn Þórði Engar kærur um alvarlegt kynferðisofbeldi hafa borist gegn Þórði Ásmundssyni sem átti að taka við sem framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar (ON) eftir að Bjarna Má Júlíussyni var sagt upp sem störfum í september. 20. nóvember 2018 08:45