Rúmlega 100 milljónir enn ósóttar Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. nóvember 2018 10:24 Það er af sem áður var. Vísir/Vilhelm Viðskiptavinir Spalar, félagsins sem sá um rekstur Hvalfjarðarganga, hafa sótt rúmlega helming þeirra fjármuna sem þeir áttu á áskriftarreikningum sínum þegar ríkið tók við rekstri ganganna. Alls áttu þeir um 231 milljón króna á reikningum sínum þegar afhending ganganna frá Speli til ríkisins átti sér stað í lok september en hafa síðan þá sótt um 120 milljónir króna. Í tilkynningu frá félaginu eru viðskiptavinir Spalar hvattir til að skila veglyklum og áskriftarmiðum fyrir lok nóvember, enda sé stefnt að því að ljúka uppgjöri við alla þá sem skiluðu lyklum og miðum fyrir áramót. Spölur tekur fram að félagið á umrædda veglykla og endurgreiðir viðskiptavinum sínum fyrir hvern lykil sem er skilað - auk innistæðnanna á áskriftarreikningum. Þeir sem af einhverjum ástæðum skila ekki veglyklum fái þannig engu að síður innistæður sínar greiddar, en ekki skilagjald.Renna til reksturs „Afsláttarmiðar hafa skilað sér hlutfallslega verr en veglyklar, eins og við var búist. Alls voru 111.000 ónotaðir miðar útistandandi í lok september, þegar Spölur hætti innheimtu veggjalda, að verðmæti um 71 milljón króna. Nú hefur Spölur greitt á átjándu milljón króna fyrir liðlega 27.000 miða,“ segir til upplýsingar í tilkynningu Spalar. Því er þó bætt við að þessar tölur eigi einungis við um frágengin uppgjörsmál en „mun fleiri“ veglyklar og afsláttarmiðar séu komnir í hús og bíða úrvinnslu. „Nokkurn tíma tekur að vinna úr því sem safnast hefur fyrir á skrifstofu Spalar og við bætist svo allt það sem á eftir að skila sér til mánaðarmóta.“ Unnið verður að lokauppgjöri Spalar og frágangi að ýmsu tagi fram á árið 2019. Félaginu verður síðan slitið. Ef einhverjir fjármunir verða eftir í fórum Spalar, eins og ósóttar innistæður viðskiptavina, munu þeir renna til verkefna í tengslum við rekstur Hvalfjarðarganga. Neytendur Samgöngur Tengdar fréttir 36 milljónir bíla greiddu fyrir Hvalafjarðargöngin Viðskiptavinir eiga á bilinu eitt til tvö hundruð milljónir hjá fyrirtækinu. 28. september 2018 12:44 Stjórnendur Spalar: Við viljum að þið fáið það sem þið eigið Forsvarsmenn Spalar, sem rekið hafa Hvalfjarðargöng undanfarna tvo áratugi, leita nú allra leiða til að fá landsmenn til að nálgast peninga sem þeir eiga inni hjá fyrirtækinu. 9. nóvember 2018 10:02 Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Viðskiptavinir Spalar, félagsins sem sá um rekstur Hvalfjarðarganga, hafa sótt rúmlega helming þeirra fjármuna sem þeir áttu á áskriftarreikningum sínum þegar ríkið tók við rekstri ganganna. Alls áttu þeir um 231 milljón króna á reikningum sínum þegar afhending ganganna frá Speli til ríkisins átti sér stað í lok september en hafa síðan þá sótt um 120 milljónir króna. Í tilkynningu frá félaginu eru viðskiptavinir Spalar hvattir til að skila veglyklum og áskriftarmiðum fyrir lok nóvember, enda sé stefnt að því að ljúka uppgjöri við alla þá sem skiluðu lyklum og miðum fyrir áramót. Spölur tekur fram að félagið á umrædda veglykla og endurgreiðir viðskiptavinum sínum fyrir hvern lykil sem er skilað - auk innistæðnanna á áskriftarreikningum. Þeir sem af einhverjum ástæðum skila ekki veglyklum fái þannig engu að síður innistæður sínar greiddar, en ekki skilagjald.Renna til reksturs „Afsláttarmiðar hafa skilað sér hlutfallslega verr en veglyklar, eins og við var búist. Alls voru 111.000 ónotaðir miðar útistandandi í lok september, þegar Spölur hætti innheimtu veggjalda, að verðmæti um 71 milljón króna. Nú hefur Spölur greitt á átjándu milljón króna fyrir liðlega 27.000 miða,“ segir til upplýsingar í tilkynningu Spalar. Því er þó bætt við að þessar tölur eigi einungis við um frágengin uppgjörsmál en „mun fleiri“ veglyklar og afsláttarmiðar séu komnir í hús og bíða úrvinnslu. „Nokkurn tíma tekur að vinna úr því sem safnast hefur fyrir á skrifstofu Spalar og við bætist svo allt það sem á eftir að skila sér til mánaðarmóta.“ Unnið verður að lokauppgjöri Spalar og frágangi að ýmsu tagi fram á árið 2019. Félaginu verður síðan slitið. Ef einhverjir fjármunir verða eftir í fórum Spalar, eins og ósóttar innistæður viðskiptavina, munu þeir renna til verkefna í tengslum við rekstur Hvalfjarðarganga.
Neytendur Samgöngur Tengdar fréttir 36 milljónir bíla greiddu fyrir Hvalafjarðargöngin Viðskiptavinir eiga á bilinu eitt til tvö hundruð milljónir hjá fyrirtækinu. 28. september 2018 12:44 Stjórnendur Spalar: Við viljum að þið fáið það sem þið eigið Forsvarsmenn Spalar, sem rekið hafa Hvalfjarðargöng undanfarna tvo áratugi, leita nú allra leiða til að fá landsmenn til að nálgast peninga sem þeir eiga inni hjá fyrirtækinu. 9. nóvember 2018 10:02 Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
36 milljónir bíla greiddu fyrir Hvalafjarðargöngin Viðskiptavinir eiga á bilinu eitt til tvö hundruð milljónir hjá fyrirtækinu. 28. september 2018 12:44
Stjórnendur Spalar: Við viljum að þið fáið það sem þið eigið Forsvarsmenn Spalar, sem rekið hafa Hvalfjarðargöng undanfarna tvo áratugi, leita nú allra leiða til að fá landsmenn til að nálgast peninga sem þeir eiga inni hjá fyrirtækinu. 9. nóvember 2018 10:02