Kveðst hafa verið í geðshræringu og ekki að hóta Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. nóvember 2018 11:47 Einar Bárðarson segist ekki hafa verið að hóta í tölvupósti sem hann sendi stjórnendum OR í september síðastliðnum. Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, segir að tölvupóstur sem hann sendi til stjórnenda hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) skömmu eftir að Áslaugu var sagt upp störfum í september síðastliðnum hafi ekki verið hugsaður sem hótun. Hann hafi verið í mikilli geðshræringu þegar hann sendi póstinn eftir mikið áfall og það skýri að hann hafi orðað hlutina óheppilega. Frá þessu er greint á vef Ríkisútvarpsins en komið hefur fram að Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri OR, hafi upplifað tölvupóst Einars sem hótun. Í honum sagði meðal annars: „Ég og Áslaug Thelma konan mín erum að fara að hitta Ragnar Þór Ingólfsson vin okkar og framkvæmdastjóra VR núna klukkan þrjú. Ég og Ragnar Þór ætluðum að hittast í dag og fundurinn var settur á í síðustu viku en hann hefur beðið mig að taka það að mér að halda utan um og kynna nokkra opna fundi sem honum langar að VR standi fyrir núna í haust. Einn fundanna ber yfirskriftina “Me Too byltingin: hvað hefur áunnist hjá opinberum stofnunum og fyrirtækjum í opinberri eigu”. Mér datt þess vegna í hug að fá Áslaugu til að segja frá reynslunni sinni hjá ON sérstaklega í ljósi nýskeðinna atburða. Spurning hvort annað hvort ykkar væri svo til í að koma og ræða hlið OR og þá ON á því af hverju karl stjórnendur sem senda kvenstjórnendum pósta eins og þennan hér að neðan fái að halda starfi ? Það gæti verið áhugaverð umræða ? En svo ætlum við auðvitað að ræða framgöngu ykkar beggja í jafnréttismálum og Me Too málum út á við það sem þið segið öðrum hvað þið standið ykkur vel og hversu aðdáunarverður árangur ykkur í þeim efnum hefur verið.“Sjá einnig:Afþökkuðu skýringarnar en kölluðu ítrekað eftir þeim á Facebook Þá fór Einar fram á það að OR myndi endurskoða uppsögnina og að fyrirtækið myndi greiða Áslaugu Thelmu laun í tvö ár í miska- og réttlætisbætur vegna málsins. Sagði hann síðan í póstinum: „Ég mun ekki linna látum fyrr en Áslaug hefur fengið réttlát málalok. Við getum klárað það okkar á milli eða blandað mun fleirum í þá baráttu mína.“ Eru það þessi skrif Einars sem vísað er til þegar rætt er um hótun hans gagnvart OR en í samtali við fréttastofu sagðist Helga Jónsdóttir ekki útiloka kæru vegna þessara skrifa. Í samtali við RÚV segir Einar að orðalagið að leysa málið sín á milli eða blandað mun fleirum í það hafi þýtt að málið færi fyrir dómstóla ef að lausn fyndist ekki á því með öðrum hætti. „Ef að Helga ætlar að kæra mig þá verður hún bara að gera það,“ segir Einar við RÚV og kveðst einungis hafa ritað tölvupóstinn til að vekja athygli Bjarna Bjarnasonar, forstjóra OR, á málum eiginkonu sinnar.Bréf Einars Bárðarsonar til forstjóra OR og starfsmannastjórans 11. septemberÁgætu Bjarni og SólrúnÉg og Áslaug Thelma konan mín erum að fara að hitta Ragnar Þór Ingólfsson vin okkar og framkvæmdastjóra VR núna klukkan þrjú.Ég og Ragnar Þór ætluðum að hittast í dag og fundurinn var settur á í síðustu viku en hann hefur beðið mig að taka það að mér að halda utan um og kynna nokkra opna fundi sem honum langar að VR standi fyrir núna í haust.Einn fundanna ber yfirskriftina “Me Too byltingin: hvað hefur áunnist hjá opinberum stofnunum og fyrirtækjum í opinberri eigu”. Mér datt þess vegna í hug að fá Áslaugu til að segja frá reynslunni sinni hjá ON sérstaklega í ljósi nýskeðinna atburða. Spurning hvort annað hvort ykkar væri svo til í að koma og ræða hlið OR og þá ON á því af hverju karl stjórnendur sem senda kvenstjórnendum pósta eins og þennan hér að neðan fái að halda starfi ? Það gæti verið áhugaverð umræða ?En svo ætlum við auðvitað að ræða framgöngu ykkar beggja í jafnréttismálum og Me Too málum út á við það sem þið segið öðrum hvað þið standið ykkur vel og hversu aðdáunarverður árangur ykkur í þeim efnum hefur verið.Síðasta umræðuefnið á fundinum væri svo hvernig Áslaug getur best leitað réttar síns eftir þessa fyrirvaralausu og órökstuddu uppsögn sem hún fékk í hausinn í gærmorgun. Bjarni Már gekk um allt fyrirtækið í gær og sagði beinum orðum að hún hefði verið rekinn. Í þessum hugmyndum hans að starfslokum eru henni boðin starfslok sem eru óhugsandi við þessar aðstæður og við munum leynt og ljóst leita réttar hennar til fulls.Ég er einnig að skrifa Degi Eggertssyni tölvupóst um þetta og sendi honum hann í lok dags þegar ég hef fíniserað hann. En þar bið ég hann að skoða mál Áslaugar því það er á hans ábyrgð á hans vakt. Konan mín er kölluð, grýla, járnfrú, frekja og pempía af Bjarna Má og listi óviðeigandi, særandi og meiðandi ummæla er langur og ljótur. Bjarni sakaði hana um að hafa blikkað sig upp í launum við fyrrum framkvæmdastjóra eða með öðrum kallar konuna mína mellu. Þetta gerði hann sama dag og Áslaug sat hálfsdags vinnustofu hjá OR um Me Too byltinguna og hvað átti að gera í málum. Bjarni Már spurði einnig einhleypa samstarfskonu og undirmann Áslaugar “að einhleypar konur þyrftu bara að vera skipulagðar og graðar og þá nái þær sér í karl” Allt þetta hefur verið tilkynnt til þín Sólrún og vonandi áttu það skjalfest einhversstaðar Sólrún, eins og þér ber skylda til þegar svona alvarlegir hlutir eru ræddir við þig.Þegar Áslaug fékk að kveðja lykilstjórnendur sína þá þakkaði einn henni fyrir samstarfið þó stutt hafi verið. Viðbrögð Bjarna Más við því voru þau að segja “þetta voru svona skyndikynni”Áslaug var ráðin úr hópi yfir 150 umsækjenda og hefur náð sýnilegum árangri í starfi. Á hana hefur verið hlaðið aukaverkefnum, störfum og jafnvel deildum sem hvergi er tekið á í starfslýsingu á sama tíma.Ég krefst þess að þið endurskoðið afstöðu ykkar til hennar starfsloka.Mér fyndist eðlilegt í ljósi framgöngu ykkar sem stjórnenda innandyra og svo hróplegs ósamræmis þess opinberlega að þið greiðið henni 2 ár í launum frá og með 30. september í miska og réttlætisbætur fyrir þessa framkomu og borgið einnig fyrir alla þá sérfræðiaðstoð sem hún kann að þurfa að leita sér fyrir sál og líkama eftir þetta áfall.Þar sem hún lá í fanginu á mér í gærkvöldi grátandi yfir því hvernig svona ógeðflelldur stjórnandi með alla þessa sögu af meiðandi og óviðeigandi framgöngu, getur fengið að halda starfinu sínu á meðan hún hrökklast út og er rekinn fyrirvaralaust eftir það eitt að hafa ítrekað tilkynnt þessa ömurlegu framkomu, þá sór ég þess eið að leita réttar hennar að fullu. Þetta er ykkur til skammar ... ekki henni.Ég mun ekki linna látum fyrr en Áslaug hefur fengið réttlát málalok. Við getum klárað það okkar á milli eða blandað mun fleirum í þá baráttu mína.Ég vænti þess að heyra frá ykkur skriflega fyrir klukkan 15:00Einar BárðarsonEspilundi 5210 GarðabæFréttin hefur verið uppfærð með ítarlegri upplýsingum úr tölvupósti Einars til stjórnenda OR og póstinum í heild sinni. Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Frammistöðuvandi ástæða uppsagnar Áslaugar Thelmu Þetta hefur RÚV upp úr tölvupóstsamskiptum lögmanns hennar, Sigurðar G. Guðjónssonar, og Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, frá því í morgun. 20. nóvember 2018 12:35 Ekki sammála um réttmæti uppsagnar Skýrsla innri endurskoðunar um Orkuveitu Reykjavíkur var kynnt í gær. Stjórnarformaður og starfandi forstjóri OR sáttir við niðurstöðurnar. 20. nóvember 2018 07:30 Nafnlausar ásakanir og engar kærur komið fram gegn Þórði Engar kærur um alvarlegt kynferðisofbeldi hafa borist gegn Þórði Ásmundssyni sem átti að taka við sem framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar (ON) eftir að Bjarna Má Júlíussyni var sagt upp sem störfum í september. 20. nóvember 2018 08:45 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira
Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, segir að tölvupóstur sem hann sendi til stjórnenda hjá Orkuveitu Reykjavíkur (OR) skömmu eftir að Áslaugu var sagt upp störfum í september síðastliðnum hafi ekki verið hugsaður sem hótun. Hann hafi verið í mikilli geðshræringu þegar hann sendi póstinn eftir mikið áfall og það skýri að hann hafi orðað hlutina óheppilega. Frá þessu er greint á vef Ríkisútvarpsins en komið hefur fram að Helga Jónsdóttir, starfandi forstjóri OR, hafi upplifað tölvupóst Einars sem hótun. Í honum sagði meðal annars: „Ég og Áslaug Thelma konan mín erum að fara að hitta Ragnar Þór Ingólfsson vin okkar og framkvæmdastjóra VR núna klukkan þrjú. Ég og Ragnar Þór ætluðum að hittast í dag og fundurinn var settur á í síðustu viku en hann hefur beðið mig að taka það að mér að halda utan um og kynna nokkra opna fundi sem honum langar að VR standi fyrir núna í haust. Einn fundanna ber yfirskriftina “Me Too byltingin: hvað hefur áunnist hjá opinberum stofnunum og fyrirtækjum í opinberri eigu”. Mér datt þess vegna í hug að fá Áslaugu til að segja frá reynslunni sinni hjá ON sérstaklega í ljósi nýskeðinna atburða. Spurning hvort annað hvort ykkar væri svo til í að koma og ræða hlið OR og þá ON á því af hverju karl stjórnendur sem senda kvenstjórnendum pósta eins og þennan hér að neðan fái að halda starfi ? Það gæti verið áhugaverð umræða ? En svo ætlum við auðvitað að ræða framgöngu ykkar beggja í jafnréttismálum og Me Too málum út á við það sem þið segið öðrum hvað þið standið ykkur vel og hversu aðdáunarverður árangur ykkur í þeim efnum hefur verið.“Sjá einnig:Afþökkuðu skýringarnar en kölluðu ítrekað eftir þeim á Facebook Þá fór Einar fram á það að OR myndi endurskoða uppsögnina og að fyrirtækið myndi greiða Áslaugu Thelmu laun í tvö ár í miska- og réttlætisbætur vegna málsins. Sagði hann síðan í póstinum: „Ég mun ekki linna látum fyrr en Áslaug hefur fengið réttlát málalok. Við getum klárað það okkar á milli eða blandað mun fleirum í þá baráttu mína.“ Eru það þessi skrif Einars sem vísað er til þegar rætt er um hótun hans gagnvart OR en í samtali við fréttastofu sagðist Helga Jónsdóttir ekki útiloka kæru vegna þessara skrifa. Í samtali við RÚV segir Einar að orðalagið að leysa málið sín á milli eða blandað mun fleirum í það hafi þýtt að málið færi fyrir dómstóla ef að lausn fyndist ekki á því með öðrum hætti. „Ef að Helga ætlar að kæra mig þá verður hún bara að gera það,“ segir Einar við RÚV og kveðst einungis hafa ritað tölvupóstinn til að vekja athygli Bjarna Bjarnasonar, forstjóra OR, á málum eiginkonu sinnar.Bréf Einars Bárðarsonar til forstjóra OR og starfsmannastjórans 11. septemberÁgætu Bjarni og SólrúnÉg og Áslaug Thelma konan mín erum að fara að hitta Ragnar Þór Ingólfsson vin okkar og framkvæmdastjóra VR núna klukkan þrjú.Ég og Ragnar Þór ætluðum að hittast í dag og fundurinn var settur á í síðustu viku en hann hefur beðið mig að taka það að mér að halda utan um og kynna nokkra opna fundi sem honum langar að VR standi fyrir núna í haust.Einn fundanna ber yfirskriftina “Me Too byltingin: hvað hefur áunnist hjá opinberum stofnunum og fyrirtækjum í opinberri eigu”. Mér datt þess vegna í hug að fá Áslaugu til að segja frá reynslunni sinni hjá ON sérstaklega í ljósi nýskeðinna atburða. Spurning hvort annað hvort ykkar væri svo til í að koma og ræða hlið OR og þá ON á því af hverju karl stjórnendur sem senda kvenstjórnendum pósta eins og þennan hér að neðan fái að halda starfi ? Það gæti verið áhugaverð umræða ?En svo ætlum við auðvitað að ræða framgöngu ykkar beggja í jafnréttismálum og Me Too málum út á við það sem þið segið öðrum hvað þið standið ykkur vel og hversu aðdáunarverður árangur ykkur í þeim efnum hefur verið.Síðasta umræðuefnið á fundinum væri svo hvernig Áslaug getur best leitað réttar síns eftir þessa fyrirvaralausu og órökstuddu uppsögn sem hún fékk í hausinn í gærmorgun. Bjarni Már gekk um allt fyrirtækið í gær og sagði beinum orðum að hún hefði verið rekinn. Í þessum hugmyndum hans að starfslokum eru henni boðin starfslok sem eru óhugsandi við þessar aðstæður og við munum leynt og ljóst leita réttar hennar til fulls.Ég er einnig að skrifa Degi Eggertssyni tölvupóst um þetta og sendi honum hann í lok dags þegar ég hef fíniserað hann. En þar bið ég hann að skoða mál Áslaugar því það er á hans ábyrgð á hans vakt. Konan mín er kölluð, grýla, járnfrú, frekja og pempía af Bjarna Má og listi óviðeigandi, særandi og meiðandi ummæla er langur og ljótur. Bjarni sakaði hana um að hafa blikkað sig upp í launum við fyrrum framkvæmdastjóra eða með öðrum kallar konuna mína mellu. Þetta gerði hann sama dag og Áslaug sat hálfsdags vinnustofu hjá OR um Me Too byltinguna og hvað átti að gera í málum. Bjarni Már spurði einnig einhleypa samstarfskonu og undirmann Áslaugar “að einhleypar konur þyrftu bara að vera skipulagðar og graðar og þá nái þær sér í karl” Allt þetta hefur verið tilkynnt til þín Sólrún og vonandi áttu það skjalfest einhversstaðar Sólrún, eins og þér ber skylda til þegar svona alvarlegir hlutir eru ræddir við þig.Þegar Áslaug fékk að kveðja lykilstjórnendur sína þá þakkaði einn henni fyrir samstarfið þó stutt hafi verið. Viðbrögð Bjarna Más við því voru þau að segja “þetta voru svona skyndikynni”Áslaug var ráðin úr hópi yfir 150 umsækjenda og hefur náð sýnilegum árangri í starfi. Á hana hefur verið hlaðið aukaverkefnum, störfum og jafnvel deildum sem hvergi er tekið á í starfslýsingu á sama tíma.Ég krefst þess að þið endurskoðið afstöðu ykkar til hennar starfsloka.Mér fyndist eðlilegt í ljósi framgöngu ykkar sem stjórnenda innandyra og svo hróplegs ósamræmis þess opinberlega að þið greiðið henni 2 ár í launum frá og með 30. september í miska og réttlætisbætur fyrir þessa framkomu og borgið einnig fyrir alla þá sérfræðiaðstoð sem hún kann að þurfa að leita sér fyrir sál og líkama eftir þetta áfall.Þar sem hún lá í fanginu á mér í gærkvöldi grátandi yfir því hvernig svona ógeðflelldur stjórnandi með alla þessa sögu af meiðandi og óviðeigandi framgöngu, getur fengið að halda starfinu sínu á meðan hún hrökklast út og er rekinn fyrirvaralaust eftir það eitt að hafa ítrekað tilkynnt þessa ömurlegu framkomu, þá sór ég þess eið að leita réttar hennar að fullu. Þetta er ykkur til skammar ... ekki henni.Ég mun ekki linna látum fyrr en Áslaug hefur fengið réttlát málalok. Við getum klárað það okkar á milli eða blandað mun fleirum í þá baráttu mína.Ég vænti þess að heyra frá ykkur skriflega fyrir klukkan 15:00Einar BárðarsonEspilundi 5210 GarðabæFréttin hefur verið uppfærð með ítarlegri upplýsingum úr tölvupósti Einars til stjórnenda OR og póstinum í heild sinni.
Úttekt á uppsögnum hjá OR Tengdar fréttir Frammistöðuvandi ástæða uppsagnar Áslaugar Thelmu Þetta hefur RÚV upp úr tölvupóstsamskiptum lögmanns hennar, Sigurðar G. Guðjónssonar, og Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, frá því í morgun. 20. nóvember 2018 12:35 Ekki sammála um réttmæti uppsagnar Skýrsla innri endurskoðunar um Orkuveitu Reykjavíkur var kynnt í gær. Stjórnarformaður og starfandi forstjóri OR sáttir við niðurstöðurnar. 20. nóvember 2018 07:30 Nafnlausar ásakanir og engar kærur komið fram gegn Þórði Engar kærur um alvarlegt kynferðisofbeldi hafa borist gegn Þórði Ásmundssyni sem átti að taka við sem framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar (ON) eftir að Bjarna Má Júlíussyni var sagt upp sem störfum í september. 20. nóvember 2018 08:45 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira
Frammistöðuvandi ástæða uppsagnar Áslaugar Thelmu Þetta hefur RÚV upp úr tölvupóstsamskiptum lögmanns hennar, Sigurðar G. Guðjónssonar, og Helgu Jónsdóttur, starfandi forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, frá því í morgun. 20. nóvember 2018 12:35
Ekki sammála um réttmæti uppsagnar Skýrsla innri endurskoðunar um Orkuveitu Reykjavíkur var kynnt í gær. Stjórnarformaður og starfandi forstjóri OR sáttir við niðurstöðurnar. 20. nóvember 2018 07:30
Nafnlausar ásakanir og engar kærur komið fram gegn Þórði Engar kærur um alvarlegt kynferðisofbeldi hafa borist gegn Þórði Ásmundssyni sem átti að taka við sem framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar (ON) eftir að Bjarna Má Júlíussyni var sagt upp sem störfum í september. 20. nóvember 2018 08:45