Þriggja mánaða fangelsi fyrir fimm þúsund króna þjófnað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. nóvember 2018 13:18 Héraðsdómur Vestfjarða á Ísafirði dæmdi konuna. Fréttablaðið/pjetur Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt konu í þriggja mánaða fangelsi fyrir stuld á snyrtivörum að verðmæti tæplega fimm þúsund króna úr verslun Lyfju á Ísafirði. Tveir mánuðir af refsingunni eru skilorðsbundnir en konan hefur alls gert sek um átta þjófnaðarbrot. Málavextir voru þannig að þann 8. maí síðastliðinn gekk konan inn í verslun Lyfju á Ísafirði. Þar stakk hún inn á sig fjórum snyrtivörum, alls að verðmæti 4.904 krónur. Starfsfólk Lyfju grunaði konuna um þjófnað og er konan yfirgaf verslunina könnuðu starfsmennirnir hvort að einhverjar vörur vantaði í verslunina. Kom í ljós að fjórar snyrtivörur voru horfnar og við skoðun á upptökum úr öryggismyndavélum sást að konan stakk tveimur af vörunum í veskið sitt. Lyfja lagði fram kæru vegna málsins og samkvæmt lögregluskýrslu neitaði konan að hafa stolið vörunum en kannaðist þó við sjálfa sig á upptökunum úr öryggismyndavélunum. Í dómi héraðsdóms segir að ekki fari á milli mála að á upptökunum megi sjá konuna taka vörur úr hillum verslunarinnar auk þess sem að þar sjáist að konan komi upp að afgreiðslukassa án þess að greiða fyrir eða skila vörum. Miðað við það og önnur gögn málsins þótti sannað að konan hafi gerst sek um þjófnað á vörunum. Í dóminum segir einnig að þar sem konan hafi í átta skipti gerst sek um þjófnaðarbrot verði að líta svo á að hún hafi lagt slík brot í vana sinn. Þá hafi henni einnig verið veitt reynslulausn í eitt ár af eftirstöðvum refsingar fyrir þjófnaðarbrot. Miðað við það væri eðlileg refsing fyrir þjófnaðinn á snyrtivörunum þriggja mánaða fangelsi. Leit dómurinn þó einnig til þess verðmæti þess sem konan stal úr Lyfju og því þótti héraðsdómi hæfilegt að skilorðsbinda tvo mánuði refsingarinnar. Konan þarf einnig að greiða Lyfju 4.904 krónur vegna málsins, auk vaxta. Þá þarf hún að greiða málsvarnarlaun verjanda síns, alls 247.820 krónur. Dómsmál Ísafjarðarbær Lyf Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira
Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt konu í þriggja mánaða fangelsi fyrir stuld á snyrtivörum að verðmæti tæplega fimm þúsund króna úr verslun Lyfju á Ísafirði. Tveir mánuðir af refsingunni eru skilorðsbundnir en konan hefur alls gert sek um átta þjófnaðarbrot. Málavextir voru þannig að þann 8. maí síðastliðinn gekk konan inn í verslun Lyfju á Ísafirði. Þar stakk hún inn á sig fjórum snyrtivörum, alls að verðmæti 4.904 krónur. Starfsfólk Lyfju grunaði konuna um þjófnað og er konan yfirgaf verslunina könnuðu starfsmennirnir hvort að einhverjar vörur vantaði í verslunina. Kom í ljós að fjórar snyrtivörur voru horfnar og við skoðun á upptökum úr öryggismyndavélum sást að konan stakk tveimur af vörunum í veskið sitt. Lyfja lagði fram kæru vegna málsins og samkvæmt lögregluskýrslu neitaði konan að hafa stolið vörunum en kannaðist þó við sjálfa sig á upptökunum úr öryggismyndavélunum. Í dómi héraðsdóms segir að ekki fari á milli mála að á upptökunum megi sjá konuna taka vörur úr hillum verslunarinnar auk þess sem að þar sjáist að konan komi upp að afgreiðslukassa án þess að greiða fyrir eða skila vörum. Miðað við það og önnur gögn málsins þótti sannað að konan hafi gerst sek um þjófnað á vörunum. Í dóminum segir einnig að þar sem konan hafi í átta skipti gerst sek um þjófnaðarbrot verði að líta svo á að hún hafi lagt slík brot í vana sinn. Þá hafi henni einnig verið veitt reynslulausn í eitt ár af eftirstöðvum refsingar fyrir þjófnaðarbrot. Miðað við það væri eðlileg refsing fyrir þjófnaðinn á snyrtivörunum þriggja mánaða fangelsi. Leit dómurinn þó einnig til þess verðmæti þess sem konan stal úr Lyfju og því þótti héraðsdómi hæfilegt að skilorðsbinda tvo mánuði refsingarinnar. Konan þarf einnig að greiða Lyfju 4.904 krónur vegna málsins, auk vaxta. Þá þarf hún að greiða málsvarnarlaun verjanda síns, alls 247.820 krónur.
Dómsmál Ísafjarðarbær Lyf Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sjá meira