Þriggja mánaða fangelsi fyrir fimm þúsund króna þjófnað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. nóvember 2018 13:18 Héraðsdómur Vestfjarða á Ísafirði dæmdi konuna. Fréttablaðið/pjetur Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt konu í þriggja mánaða fangelsi fyrir stuld á snyrtivörum að verðmæti tæplega fimm þúsund króna úr verslun Lyfju á Ísafirði. Tveir mánuðir af refsingunni eru skilorðsbundnir en konan hefur alls gert sek um átta þjófnaðarbrot. Málavextir voru þannig að þann 8. maí síðastliðinn gekk konan inn í verslun Lyfju á Ísafirði. Þar stakk hún inn á sig fjórum snyrtivörum, alls að verðmæti 4.904 krónur. Starfsfólk Lyfju grunaði konuna um þjófnað og er konan yfirgaf verslunina könnuðu starfsmennirnir hvort að einhverjar vörur vantaði í verslunina. Kom í ljós að fjórar snyrtivörur voru horfnar og við skoðun á upptökum úr öryggismyndavélum sást að konan stakk tveimur af vörunum í veskið sitt. Lyfja lagði fram kæru vegna málsins og samkvæmt lögregluskýrslu neitaði konan að hafa stolið vörunum en kannaðist þó við sjálfa sig á upptökunum úr öryggismyndavélunum. Í dómi héraðsdóms segir að ekki fari á milli mála að á upptökunum megi sjá konuna taka vörur úr hillum verslunarinnar auk þess sem að þar sjáist að konan komi upp að afgreiðslukassa án þess að greiða fyrir eða skila vörum. Miðað við það og önnur gögn málsins þótti sannað að konan hafi gerst sek um þjófnað á vörunum. Í dóminum segir einnig að þar sem konan hafi í átta skipti gerst sek um þjófnaðarbrot verði að líta svo á að hún hafi lagt slík brot í vana sinn. Þá hafi henni einnig verið veitt reynslulausn í eitt ár af eftirstöðvum refsingar fyrir þjófnaðarbrot. Miðað við það væri eðlileg refsing fyrir þjófnaðinn á snyrtivörunum þriggja mánaða fangelsi. Leit dómurinn þó einnig til þess verðmæti þess sem konan stal úr Lyfju og því þótti héraðsdómi hæfilegt að skilorðsbinda tvo mánuði refsingarinnar. Konan þarf einnig að greiða Lyfju 4.904 krónur vegna málsins, auk vaxta. Þá þarf hún að greiða málsvarnarlaun verjanda síns, alls 247.820 krónur. Dómsmál Ísafjarðarbær Lyf Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira
Héraðsdómur Vestfjarða hefur dæmt konu í þriggja mánaða fangelsi fyrir stuld á snyrtivörum að verðmæti tæplega fimm þúsund króna úr verslun Lyfju á Ísafirði. Tveir mánuðir af refsingunni eru skilorðsbundnir en konan hefur alls gert sek um átta þjófnaðarbrot. Málavextir voru þannig að þann 8. maí síðastliðinn gekk konan inn í verslun Lyfju á Ísafirði. Þar stakk hún inn á sig fjórum snyrtivörum, alls að verðmæti 4.904 krónur. Starfsfólk Lyfju grunaði konuna um þjófnað og er konan yfirgaf verslunina könnuðu starfsmennirnir hvort að einhverjar vörur vantaði í verslunina. Kom í ljós að fjórar snyrtivörur voru horfnar og við skoðun á upptökum úr öryggismyndavélum sást að konan stakk tveimur af vörunum í veskið sitt. Lyfja lagði fram kæru vegna málsins og samkvæmt lögregluskýrslu neitaði konan að hafa stolið vörunum en kannaðist þó við sjálfa sig á upptökunum úr öryggismyndavélunum. Í dómi héraðsdóms segir að ekki fari á milli mála að á upptökunum megi sjá konuna taka vörur úr hillum verslunarinnar auk þess sem að þar sjáist að konan komi upp að afgreiðslukassa án þess að greiða fyrir eða skila vörum. Miðað við það og önnur gögn málsins þótti sannað að konan hafi gerst sek um þjófnað á vörunum. Í dóminum segir einnig að þar sem konan hafi í átta skipti gerst sek um þjófnaðarbrot verði að líta svo á að hún hafi lagt slík brot í vana sinn. Þá hafi henni einnig verið veitt reynslulausn í eitt ár af eftirstöðvum refsingar fyrir þjófnaðarbrot. Miðað við það væri eðlileg refsing fyrir þjófnaðinn á snyrtivörunum þriggja mánaða fangelsi. Leit dómurinn þó einnig til þess verðmæti þess sem konan stal úr Lyfju og því þótti héraðsdómi hæfilegt að skilorðsbinda tvo mánuði refsingarinnar. Konan þarf einnig að greiða Lyfju 4.904 krónur vegna málsins, auk vaxta. Þá þarf hún að greiða málsvarnarlaun verjanda síns, alls 247.820 krónur.
Dómsmál Ísafjarðarbær Lyf Mest lesið Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Svik og prettir reyndust falsfréttir Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira