Stækkanlegar íbúðir ætlaðar fyrstu kaupendum í bígerð í Skerjafirði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. nóvember 2018 09:15 Hugmynd að því hvernig húsin og íbúðirnar gætu litið út. Í hægra horninu má sjá hvernig gert er ráð fyrir að hið nýja hverfi muni líta út. Myndir/Frambúð Vonir standa til að hægt verði að reisa rúmlega 70 íbúðir í Skerjafirði sem sérstaklega verði ætlaðar ungu fólki. Reiknað er með að þeir sem séu að kaupa sína fyrstu fasteign gangi fyrir í íbúðirnar. Stefnt er að því að íbúðirnar geti vaxið með eigendunum og verða þær því stækkanlegar.Það er félagið Framhús ehf. sem stendur fyrir verkefninu en félagið tók þátt í verkefni Reykjavíkurborgar um hagkvæmt hús. Borgin lagði til sjö þróunarreiti á sjö stöðum í Reykjavík og auglýst var eftir samstarfsaðilum sem töldu sig geta reist hagkvæm og ódýr hús fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur.Alls sendu 16 hópar inn tillögur og voru níu valdir en starfshópur Reykjavíkurborgar gaf hverjum hóp fyrir sig einkunn. Verkefni Frambúðar ehf. var stigahæst með 85 stig og fék hópurinn vilyrði fyrir því að byggja á reit í Skerjafirði. Á reitnum er gert ráð fyrir 72 íbúðum en í tillögu að rammaskipulagi er alls gert ráð fyrir 1.200 íbúðum í hverfinu.Pétur Hafliði Marteinsson, forsvarsmaður Frambúðar.Fréttablaðið/ValliSvar við erfiðleikum ungs fólks við að komast inn á markaðinn Knattspyrnukappinn og athafnamaðurinn Pétur Marteinsson er í forsvari fyrir Frambúð og segir hann að félagið sé nú í viðræðum við Reykjavíkurborg um framhald verkefnisins. Vinna við deiliskipulag á svæðinu stendur nú yfir og mun endanlegt fyrirkomulag og útlit á íbúðunum ráðast af viðræðum við borgina og niðurstöðu deiliskipulags.Sjá einnig: Ætlar að reisa skandinavísk hús fyrir ungt fólk í Gufunesi Í samtali við Vísi segir Pétur að með verkefninu sé verið að leitast við að finna lausnir á þeim vanda sem skapast hefur á húsnæðismarkaðinum, ekki síst fyrir ungt fólk.„Leiga hefur hækkað og ungt fólk á í erfiðleikum með að komast inn á fasteignamakaðinn,“ segir Pétur og nefnir til sögunnar Hrunið og þann skort á uppbyggingu húsnæðis sem fylgdi í kjölfarið sem eina af ástæðum þess að ungt fólk á í erfiðleikum með að kaupa sér húsnæði.„Þetta er risastór kynslóð og þetta fólk er lengur í skóla og það að safna sér fyrir íbúð er mjög erfitt,“ segir Pétur. Þá hafi verið einblínt á byggingu stærri íbúða og því lítið um ódýrar, litlar íbúðir sem henti ungi fólki og fyrstu kaupendum. Með þetta í huga hafi Pétur og félagar lagt höfuðið í bleyti og niðurstaðan er Hoos, verkefni Frambúðar í Skerjafirði.Grófur uppdráttur að því hvernig húsin á reitnum gætu raðast upp. Endanlegt útlit liggur þó ekki fyrir.Mynd/Frambúð„Okkar hugmynd er að búa til umhverfi þar sem ungt fólk getur eignast íbúðirnar sínar með tíð og tíma. Við ætlum að reyna að byggja eins lítið og hagkvæmt og mögulegt er. Íbúðirnar verða í kringum 40 fermetrar til að byrja með en stækkanlegar í allt að 80 fermetra,“ segir Pétur en það næst með því að hafa tvær svalir á íbúðunum sem hægt er að loka ef þörf er á.„Þegar það eru breyttir hagir hjá fólki þá getur íbúðin stækkað með,“ segir Pétur.Aðeins fyrir einstaklinga, ekki fyrirtækiAthygli vekur að samkvæmt hugmynd Frambúðar munu fyrirtæki ekki geta keypt þær íbúðir sem verða byggðar, aðeins einstaklingar geta sótt um og gert tilboð í íbúðirnar. Reiknað er með að fyrstu kaupendur muni ganga fyrir. Þá vill félagið einnig hjálpa þeim sem eru í brýnni þörf fyrir húsnæði en komast að öðrum kosti ekki inn á fasteignamarkaðinn. Þannig sé möguleikanum haldið opnum að umsóknir verði metnar eftir aðstæðum og hag hvers umsækjanda.„Við munum skoða það að hleypa fólki inn í húsnæðið sem þarf mest á því að halda,“ segir Pétur og nefnir það að talsverður hluti fyrstu kaupenda sem náð hafi að kaupa sér íbúð á undanförnum árum hafi einungis getað gert það með aðstoð foreldra.Fjallað var um verkefni Reykjavíkurborgar og verkefni Frambúðar í kvöldfréttum Stöðvar 2. nóvember síðastliðinn.Stækkanleikinn geti tryggt eignamyndun þeirra sem eigi ekki fyrir útborgun Auk þess er gert ráð fyrir að kynjahlutföll þeirra sem kaupi íbúðirnar sem í boði verða verði jöfn. Kaupendum stendur einnig til boða að taka lítið lán hjá félaginu til þess að brúa útborgunina sem þarf að leggja út en auk þess þurfa kaupendur að standast greiðslumat hjá viðurkenndri bankastofnun.Sjá einnig: Íbúðir á minna en 20 milljónir„Við treystum okkur til að veita seljendalán fyrir allt að tíu prósent af kaupverði sem yrði þá ekki tryggt með veði í eigninni,“ segir Pétur. Eignamyndunin verði þá til þegar möguleikar íbúa á að stækka íbúðirnar verði nýttir.„Þegar fólk flytur inn í 40 fermetra íbúð og er með brúarlán og fasteignalán áttu ekkert í íbúðinni en þegar íbúðin er stækkuð þá losna úr læðingi verðmæti. Þá er hægt að endurfjármagna lánið og þá myndast eignarhlutur,“ segir Pétur.Þetta virki þannig að reiknað sé með að kostnaður við stækkun sé minni en verðmætaaukningin sem fylgja muni hverri stækkun, enda lóðin sem Frambúð fékk miðsvæðis og í nálægð við Háskóla Íslands, Háskóla Reykjavíkur og aðra stóra vinnustaði.Þannig geti íbúar eignast allt að 20 prósent í eign sinni án þess að hafa sjálfir lagt fyrir útborguninni.Hér að neðan má sjá hvernig gert er ráð fyrir að hægt verði að stækka íbúðirnar. Bera má saman myndirnar með því að draga stikuna til vinstri eða hægri.Vonast til þess að geta byggt aðeins fleiri en 72 íbúðir Samkvæmt tillögu að rammaskipulagi er gert ráð fyrir 72 íbúðum á lóðinni en segir Pétur að rammaskipulagið geri ráð fyrir stærri íbúðum en Frambúð ætli sér að byggja. Vonir standi því til að hægt verði að reisa eitthvað fleiri en 72 íbúðir á reitnum. Það sé þó háð viðræðum við Reykjavíkurborg og niðurstöðum deiliskipulags.Segir Pétur að þegar öll pappírsvinna sé klár og samningar við Reykjavíkurborg handsalaðir verði hans menn tilbúnir til þess að hefja framkvæmdir.„Þegar lóðin verður tilbúin til þess að byggja á verður við tilbúnir. Ég vona bara að þetta verði sem fyrst og ef allt gengur upp þá ættum við að geta byrjað í sumar“.Hér má sjá kynningarglærur vegna verkefnisins. Hér fyrir neðan má einnig sjá myndband frá fundi Reykjavíkurborgar þar sem verkefnin sem urðu fyrir valinu voru kynnt. Kynning Péturs á verkefninu hefst þegar um ein klukkustund og 34 mínútur er liðnar af myndbandinu. Skipulag Tengdar fréttir Fáar íbúðir í byggingu handa þeim sem hafa lítið eigið fé Hlutfall nýrra íbúða af íbúðaviðskiptum hefur farið stöðugt vaxandi síðustu ár og er fjórtán prósent nú samkvæmt nýrri greiningu Íbúðalánasjóðs. Fermetraverð nýrra íbúða í Reykjavík er um þriðjungi hærra en eldri íbúða. Stærstur hluti nýrra íbúða sem eru 120 fermetrar og minni seljast á eða yfir ásettu verði. 21. september 2018 08:00 Lóðafermetrinn á 45.000 krónur Sextán byggingarteymi hafa sótt um að byggja á sjö þróunarreitum í Reykjavík. Af þeim verða sjö teymi valin til að byggja rúmlega fimm hundruð íbúðir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Lóðunum verður úthlutað á föstu verði að sögn formanns starfshóps um verkefnið hjá Reykjavíkurborg. 16. september 2018 21:10 Ætlar að reisa skandinavísk hús fyrir ungt fólk í Gufunesi Vonir standa til þess að hægt verði að byggja um 80-100 íbúðir að skandinavískri fyrirmynd í Gufunesi á lóð sem er hluti af verkefninu Reykjavíkurborgar um uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. 6. nóvember 2018 12:00 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Vonir standa til að hægt verði að reisa rúmlega 70 íbúðir í Skerjafirði sem sérstaklega verði ætlaðar ungu fólki. Reiknað er með að þeir sem séu að kaupa sína fyrstu fasteign gangi fyrir í íbúðirnar. Stefnt er að því að íbúðirnar geti vaxið með eigendunum og verða þær því stækkanlegar.Það er félagið Framhús ehf. sem stendur fyrir verkefninu en félagið tók þátt í verkefni Reykjavíkurborgar um hagkvæmt hús. Borgin lagði til sjö þróunarreiti á sjö stöðum í Reykjavík og auglýst var eftir samstarfsaðilum sem töldu sig geta reist hagkvæm og ódýr hús fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur.Alls sendu 16 hópar inn tillögur og voru níu valdir en starfshópur Reykjavíkurborgar gaf hverjum hóp fyrir sig einkunn. Verkefni Frambúðar ehf. var stigahæst með 85 stig og fék hópurinn vilyrði fyrir því að byggja á reit í Skerjafirði. Á reitnum er gert ráð fyrir 72 íbúðum en í tillögu að rammaskipulagi er alls gert ráð fyrir 1.200 íbúðum í hverfinu.Pétur Hafliði Marteinsson, forsvarsmaður Frambúðar.Fréttablaðið/ValliSvar við erfiðleikum ungs fólks við að komast inn á markaðinn Knattspyrnukappinn og athafnamaðurinn Pétur Marteinsson er í forsvari fyrir Frambúð og segir hann að félagið sé nú í viðræðum við Reykjavíkurborg um framhald verkefnisins. Vinna við deiliskipulag á svæðinu stendur nú yfir og mun endanlegt fyrirkomulag og útlit á íbúðunum ráðast af viðræðum við borgina og niðurstöðu deiliskipulags.Sjá einnig: Ætlar að reisa skandinavísk hús fyrir ungt fólk í Gufunesi Í samtali við Vísi segir Pétur að með verkefninu sé verið að leitast við að finna lausnir á þeim vanda sem skapast hefur á húsnæðismarkaðinum, ekki síst fyrir ungt fólk.„Leiga hefur hækkað og ungt fólk á í erfiðleikum með að komast inn á fasteignamakaðinn,“ segir Pétur og nefnir til sögunnar Hrunið og þann skort á uppbyggingu húsnæðis sem fylgdi í kjölfarið sem eina af ástæðum þess að ungt fólk á í erfiðleikum með að kaupa sér húsnæði.„Þetta er risastór kynslóð og þetta fólk er lengur í skóla og það að safna sér fyrir íbúð er mjög erfitt,“ segir Pétur. Þá hafi verið einblínt á byggingu stærri íbúða og því lítið um ódýrar, litlar íbúðir sem henti ungi fólki og fyrstu kaupendum. Með þetta í huga hafi Pétur og félagar lagt höfuðið í bleyti og niðurstaðan er Hoos, verkefni Frambúðar í Skerjafirði.Grófur uppdráttur að því hvernig húsin á reitnum gætu raðast upp. Endanlegt útlit liggur þó ekki fyrir.Mynd/Frambúð„Okkar hugmynd er að búa til umhverfi þar sem ungt fólk getur eignast íbúðirnar sínar með tíð og tíma. Við ætlum að reyna að byggja eins lítið og hagkvæmt og mögulegt er. Íbúðirnar verða í kringum 40 fermetrar til að byrja með en stækkanlegar í allt að 80 fermetra,“ segir Pétur en það næst með því að hafa tvær svalir á íbúðunum sem hægt er að loka ef þörf er á.„Þegar það eru breyttir hagir hjá fólki þá getur íbúðin stækkað með,“ segir Pétur.Aðeins fyrir einstaklinga, ekki fyrirtækiAthygli vekur að samkvæmt hugmynd Frambúðar munu fyrirtæki ekki geta keypt þær íbúðir sem verða byggðar, aðeins einstaklingar geta sótt um og gert tilboð í íbúðirnar. Reiknað er með að fyrstu kaupendur muni ganga fyrir. Þá vill félagið einnig hjálpa þeim sem eru í brýnni þörf fyrir húsnæði en komast að öðrum kosti ekki inn á fasteignamarkaðinn. Þannig sé möguleikanum haldið opnum að umsóknir verði metnar eftir aðstæðum og hag hvers umsækjanda.„Við munum skoða það að hleypa fólki inn í húsnæðið sem þarf mest á því að halda,“ segir Pétur og nefnir það að talsverður hluti fyrstu kaupenda sem náð hafi að kaupa sér íbúð á undanförnum árum hafi einungis getað gert það með aðstoð foreldra.Fjallað var um verkefni Reykjavíkurborgar og verkefni Frambúðar í kvöldfréttum Stöðvar 2. nóvember síðastliðinn.Stækkanleikinn geti tryggt eignamyndun þeirra sem eigi ekki fyrir útborgun Auk þess er gert ráð fyrir að kynjahlutföll þeirra sem kaupi íbúðirnar sem í boði verða verði jöfn. Kaupendum stendur einnig til boða að taka lítið lán hjá félaginu til þess að brúa útborgunina sem þarf að leggja út en auk þess þurfa kaupendur að standast greiðslumat hjá viðurkenndri bankastofnun.Sjá einnig: Íbúðir á minna en 20 milljónir„Við treystum okkur til að veita seljendalán fyrir allt að tíu prósent af kaupverði sem yrði þá ekki tryggt með veði í eigninni,“ segir Pétur. Eignamyndunin verði þá til þegar möguleikar íbúa á að stækka íbúðirnar verði nýttir.„Þegar fólk flytur inn í 40 fermetra íbúð og er með brúarlán og fasteignalán áttu ekkert í íbúðinni en þegar íbúðin er stækkuð þá losna úr læðingi verðmæti. Þá er hægt að endurfjármagna lánið og þá myndast eignarhlutur,“ segir Pétur.Þetta virki þannig að reiknað sé með að kostnaður við stækkun sé minni en verðmætaaukningin sem fylgja muni hverri stækkun, enda lóðin sem Frambúð fékk miðsvæðis og í nálægð við Háskóla Íslands, Háskóla Reykjavíkur og aðra stóra vinnustaði.Þannig geti íbúar eignast allt að 20 prósent í eign sinni án þess að hafa sjálfir lagt fyrir útborguninni.Hér að neðan má sjá hvernig gert er ráð fyrir að hægt verði að stækka íbúðirnar. Bera má saman myndirnar með því að draga stikuna til vinstri eða hægri.Vonast til þess að geta byggt aðeins fleiri en 72 íbúðir Samkvæmt tillögu að rammaskipulagi er gert ráð fyrir 72 íbúðum á lóðinni en segir Pétur að rammaskipulagið geri ráð fyrir stærri íbúðum en Frambúð ætli sér að byggja. Vonir standi því til að hægt verði að reisa eitthvað fleiri en 72 íbúðir á reitnum. Það sé þó háð viðræðum við Reykjavíkurborg og niðurstöðum deiliskipulags.Segir Pétur að þegar öll pappírsvinna sé klár og samningar við Reykjavíkurborg handsalaðir verði hans menn tilbúnir til þess að hefja framkvæmdir.„Þegar lóðin verður tilbúin til þess að byggja á verður við tilbúnir. Ég vona bara að þetta verði sem fyrst og ef allt gengur upp þá ættum við að geta byrjað í sumar“.Hér má sjá kynningarglærur vegna verkefnisins. Hér fyrir neðan má einnig sjá myndband frá fundi Reykjavíkurborgar þar sem verkefnin sem urðu fyrir valinu voru kynnt. Kynning Péturs á verkefninu hefst þegar um ein klukkustund og 34 mínútur er liðnar af myndbandinu.
Skipulag Tengdar fréttir Fáar íbúðir í byggingu handa þeim sem hafa lítið eigið fé Hlutfall nýrra íbúða af íbúðaviðskiptum hefur farið stöðugt vaxandi síðustu ár og er fjórtán prósent nú samkvæmt nýrri greiningu Íbúðalánasjóðs. Fermetraverð nýrra íbúða í Reykjavík er um þriðjungi hærra en eldri íbúða. Stærstur hluti nýrra íbúða sem eru 120 fermetrar og minni seljast á eða yfir ásettu verði. 21. september 2018 08:00 Lóðafermetrinn á 45.000 krónur Sextán byggingarteymi hafa sótt um að byggja á sjö þróunarreitum í Reykjavík. Af þeim verða sjö teymi valin til að byggja rúmlega fimm hundruð íbúðir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Lóðunum verður úthlutað á föstu verði að sögn formanns starfshóps um verkefnið hjá Reykjavíkurborg. 16. september 2018 21:10 Ætlar að reisa skandinavísk hús fyrir ungt fólk í Gufunesi Vonir standa til þess að hægt verði að byggja um 80-100 íbúðir að skandinavískri fyrirmynd í Gufunesi á lóð sem er hluti af verkefninu Reykjavíkurborgar um uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. 6. nóvember 2018 12:00 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Fáar íbúðir í byggingu handa þeim sem hafa lítið eigið fé Hlutfall nýrra íbúða af íbúðaviðskiptum hefur farið stöðugt vaxandi síðustu ár og er fjórtán prósent nú samkvæmt nýrri greiningu Íbúðalánasjóðs. Fermetraverð nýrra íbúða í Reykjavík er um þriðjungi hærra en eldri íbúða. Stærstur hluti nýrra íbúða sem eru 120 fermetrar og minni seljast á eða yfir ásettu verði. 21. september 2018 08:00
Lóðafermetrinn á 45.000 krónur Sextán byggingarteymi hafa sótt um að byggja á sjö þróunarreitum í Reykjavík. Af þeim verða sjö teymi valin til að byggja rúmlega fimm hundruð íbúðir fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. Lóðunum verður úthlutað á föstu verði að sögn formanns starfshóps um verkefnið hjá Reykjavíkurborg. 16. september 2018 21:10
Ætlar að reisa skandinavísk hús fyrir ungt fólk í Gufunesi Vonir standa til þess að hægt verði að byggja um 80-100 íbúðir að skandinavískri fyrirmynd í Gufunesi á lóð sem er hluti af verkefninu Reykjavíkurborgar um uppbyggingu á hagkvæmu húsnæði fyrir ungt fólk og fyrstu kaupendur. 6. nóvember 2018 12:00