Fáar íbúðir í byggingu handa þeim sem hafa lítið eigið fé Sighvatur Arnmundsson skrifar 21. september 2018 08:00 Stór hluti nýrra íbúða sem eru 120 fermetrar að flatarmáli eða minni selst á eða yfir ásettu verði. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Fjórtán prósent allra íbúðaviðskipta á almennum markaði fyrstu sjö mánuði ársins voru vegna nýbygginga. Þetta kemur fram í nýrri greiningu húsnæðissviðs Íbúðalánasjóðs um markað með nýjar íbúðir. Hefur þetta hlutfall farið stöðugt vaxandi frá árinu 2010 þegar það var aðeins þrjú prósent. Í hámarki uppsveiflunnar 2007 var hlutfallið 18 prósent. Afar misjafnt er milli sveitarfélaga hversu stór hluti seldra íbúða á tímabilinu var nýjar íbúðir. Í Reykjavík var hlutfallið aðeins sex prósent en 56 prósent í Mosfellsbæ og 45 prósent í Garðabæ. Hagdeild Íbúðalánasjóðs hefur bent á að miklu skipti að þær íbúðir sem byggðar verða á yfirstandandi uppbyggingarskeiði henti þörfum landsmanna. Margt bendi til þess að sérstakur skortur sé á minni og hagkvæmari íbúðum og að eftirspurnin beinist ekki síður að nýjum íbúðum. Þrátt fyrir það sé ljóst að fáar nýjar íbúðir sem komið hafa á markaðinn að undanförnu henti tekjulægstu hópunum. Þannig hafa fyrstu sjö mánuði ársins innan við tvö prósent nýrra íbúða verið auglýst undir 25 milljónum og um fimm prósent undir 30 milljónum. Af eldri íbúðum voru sex prósent auglýst undir 25 milljónum og um 13 prósent undir 30 milljónum. Í Reykjavík var fermetraverð nýrra íbúða 32 prósentum hærra en eldri íbúða. Var fermetraverð nýrra íbúða að meðaltali 586 þúsund krónur en meðaltal eldri íbúða 445 þúsund. Þessi munur var minni í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, þar sem hann var tólf prósent, og í nágrannasveitarfélögum, þar sem hann var 17 prósent. Á landsbyggðinni var þessi munur hins vegar 75 prósent. Þegar söluverð er skoðað í samanburði við ásett verð kemur í ljós að tæplega þrír fjórðuhlutar nýrra íbúða sem eru innan við 80 fermetrar seljast á eða yfir ásettu verði. Innan við þriðjungur eldri íbúða í þessum stærðarflokki selst á eða yfir ásettu verði. Svipaða sögu er að segja um íbúðir 80-120 fermetra. Mun færri nýjar íbúðir stærri en 120 fermetrar seljast á eða yfir ásettu verði, eða tæpur þriðjungur. Hlutfall tveggja og þriggja herbergja íbúða sem voru seldar á tímabilinu var hærra af nýjum íbúðum en þeim eldri. Þannig voru tveggja herbergja íbúðir 23 prósent seldra nýrra íbúða en 16 prósent þeirra eldri. Um 35 prósent nýrra íbúða sem seldust voru þriggja herbergja en hlutfallið fyrir eldri íbúðir var um 30 prósent. Um þriðjungur þeirra íbúða sem nú eru skráðar í byggingu samkvæmt Þjóðskrá er í Reykjavík, 14 prósent í Kópavogi, 8 prósent í Reykjanesbæ og 7 prósent bæði í Árborg og Mosfellsbæ. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Fjórtán prósent allra íbúðaviðskipta á almennum markaði fyrstu sjö mánuði ársins voru vegna nýbygginga. Þetta kemur fram í nýrri greiningu húsnæðissviðs Íbúðalánasjóðs um markað með nýjar íbúðir. Hefur þetta hlutfall farið stöðugt vaxandi frá árinu 2010 þegar það var aðeins þrjú prósent. Í hámarki uppsveiflunnar 2007 var hlutfallið 18 prósent. Afar misjafnt er milli sveitarfélaga hversu stór hluti seldra íbúða á tímabilinu var nýjar íbúðir. Í Reykjavík var hlutfallið aðeins sex prósent en 56 prósent í Mosfellsbæ og 45 prósent í Garðabæ. Hagdeild Íbúðalánasjóðs hefur bent á að miklu skipti að þær íbúðir sem byggðar verða á yfirstandandi uppbyggingarskeiði henti þörfum landsmanna. Margt bendi til þess að sérstakur skortur sé á minni og hagkvæmari íbúðum og að eftirspurnin beinist ekki síður að nýjum íbúðum. Þrátt fyrir það sé ljóst að fáar nýjar íbúðir sem komið hafa á markaðinn að undanförnu henti tekjulægstu hópunum. Þannig hafa fyrstu sjö mánuði ársins innan við tvö prósent nýrra íbúða verið auglýst undir 25 milljónum og um fimm prósent undir 30 milljónum. Af eldri íbúðum voru sex prósent auglýst undir 25 milljónum og um 13 prósent undir 30 milljónum. Í Reykjavík var fermetraverð nýrra íbúða 32 prósentum hærra en eldri íbúða. Var fermetraverð nýrra íbúða að meðaltali 586 þúsund krónur en meðaltal eldri íbúða 445 þúsund. Þessi munur var minni í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, þar sem hann var tólf prósent, og í nágrannasveitarfélögum, þar sem hann var 17 prósent. Á landsbyggðinni var þessi munur hins vegar 75 prósent. Þegar söluverð er skoðað í samanburði við ásett verð kemur í ljós að tæplega þrír fjórðuhlutar nýrra íbúða sem eru innan við 80 fermetrar seljast á eða yfir ásettu verði. Innan við þriðjungur eldri íbúða í þessum stærðarflokki selst á eða yfir ásettu verði. Svipaða sögu er að segja um íbúðir 80-120 fermetra. Mun færri nýjar íbúðir stærri en 120 fermetrar seljast á eða yfir ásettu verði, eða tæpur þriðjungur. Hlutfall tveggja og þriggja herbergja íbúða sem voru seldar á tímabilinu var hærra af nýjum íbúðum en þeim eldri. Þannig voru tveggja herbergja íbúðir 23 prósent seldra nýrra íbúða en 16 prósent þeirra eldri. Um 35 prósent nýrra íbúða sem seldust voru þriggja herbergja en hlutfallið fyrir eldri íbúðir var um 30 prósent. Um þriðjungur þeirra íbúða sem nú eru skráðar í byggingu samkvæmt Þjóðskrá er í Reykjavík, 14 prósent í Kópavogi, 8 prósent í Reykjanesbæ og 7 prósent bæði í Árborg og Mosfellsbæ.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira