Rússar ósáttir við afskipti af kosningum í Interpol Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 22. nóvember 2018 07:30 Kim Jong-yang, nýkjörinn forseti Interpol. Nordicphotos/AFP Öllum að óvörum var Suður-Kóreumaðurinn Kim Jong-yang kjörinn forseti Interpol á árlegu þingi stofnunarinnar sem fór fram í borginni Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í gær. Kjör Kim kom á óvart þar sem talið var nærri öruggt að Rússinn Alexander Prokoptsjúk myndi verða fyrir valinu. Prokoptsjúk hefur verið varaforseti Interpol frá árinu 2016. Hann hefur hins vegar verið sakaður um að beita handtökuskipanavaldi sínu sérstaklega gegn gagnrýnendum rússneskra stjórnvalda á meðan hann var yfir Interpol í Moskvu. Engar slíkar ásakanir hafa hins vegar verið settar fram á meðan hann hefur verið varaforseti. Samkvæmt úttekt BBC má meðal annars kenna ótta rússneskra mannréttindabaráttusamtaka og embættismanna annarra ríkja um að hann myndi nýta stöðu sína til þess að hjálpa stjórn Vladimírs Pútín forseta. Þá er vert að taka fram að hópur bandarískra öldungadeildarþingmanna úr báðum flokkum sendi frá sér yfirlýsingu sem sagði að það væri líkt og að troða minki í hænsnabú að kjósa Prokoptsjúk. Yfirvöld í Moskvu brugðust illa við ósigrinum. Í yfirlýsingu frá Kreml sagði að orð öldungadeildarþingmannanna teldust óeðlileg afskipti af kosningum. Setja má það í samhengi við meint áhrif Rússa á forsetakosningar Bandaríkjanna 2016. Suður-Kóreumenn fögnuðu niðurstöðunum hins vegar. „Við erum ofboðslega stolt. Ég, og vitaskuld þjóðin öll, sendi hamingjuóskir,“ tísti Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu. Asía Birtist í Fréttablaðinu Evrópa Rússland Sameinuðu arabísku furstadæmin Suður-Kórea Tengdar fréttir Óvænt tap Rússa í forsetakjöri Interpol Suður-Kóreubúinn Kim Jong-yang bar óvænt sigur úr bítum í kosningum um forseta alþjóðalögreglunnar Interpol á ársþingi lögreglunnar í Dubai. Flestir höfðu talið líklegt að mótframbjóðandi hans, Rússinn Alexander Prokopchuk, yrði kjörinn forseti. 21. nóvember 2018 07:56 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu slasaðir eftir drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Sjá meira
Öllum að óvörum var Suður-Kóreumaðurinn Kim Jong-yang kjörinn forseti Interpol á árlegu þingi stofnunarinnar sem fór fram í borginni Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í gær. Kjör Kim kom á óvart þar sem talið var nærri öruggt að Rússinn Alexander Prokoptsjúk myndi verða fyrir valinu. Prokoptsjúk hefur verið varaforseti Interpol frá árinu 2016. Hann hefur hins vegar verið sakaður um að beita handtökuskipanavaldi sínu sérstaklega gegn gagnrýnendum rússneskra stjórnvalda á meðan hann var yfir Interpol í Moskvu. Engar slíkar ásakanir hafa hins vegar verið settar fram á meðan hann hefur verið varaforseti. Samkvæmt úttekt BBC má meðal annars kenna ótta rússneskra mannréttindabaráttusamtaka og embættismanna annarra ríkja um að hann myndi nýta stöðu sína til þess að hjálpa stjórn Vladimírs Pútín forseta. Þá er vert að taka fram að hópur bandarískra öldungadeildarþingmanna úr báðum flokkum sendi frá sér yfirlýsingu sem sagði að það væri líkt og að troða minki í hænsnabú að kjósa Prokoptsjúk. Yfirvöld í Moskvu brugðust illa við ósigrinum. Í yfirlýsingu frá Kreml sagði að orð öldungadeildarþingmannanna teldust óeðlileg afskipti af kosningum. Setja má það í samhengi við meint áhrif Rússa á forsetakosningar Bandaríkjanna 2016. Suður-Kóreumenn fögnuðu niðurstöðunum hins vegar. „Við erum ofboðslega stolt. Ég, og vitaskuld þjóðin öll, sendi hamingjuóskir,“ tísti Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu.
Asía Birtist í Fréttablaðinu Evrópa Rússland Sameinuðu arabísku furstadæmin Suður-Kórea Tengdar fréttir Óvænt tap Rússa í forsetakjöri Interpol Suður-Kóreubúinn Kim Jong-yang bar óvænt sigur úr bítum í kosningum um forseta alþjóðalögreglunnar Interpol á ársþingi lögreglunnar í Dubai. Flestir höfðu talið líklegt að mótframbjóðandi hans, Rússinn Alexander Prokopchuk, yrði kjörinn forseti. 21. nóvember 2018 07:56 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu slasaðir eftir drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Sjá meira
Óvænt tap Rússa í forsetakjöri Interpol Suður-Kóreubúinn Kim Jong-yang bar óvænt sigur úr bítum í kosningum um forseta alþjóðalögreglunnar Interpol á ársþingi lögreglunnar í Dubai. Flestir höfðu talið líklegt að mótframbjóðandi hans, Rússinn Alexander Prokopchuk, yrði kjörinn forseti. 21. nóvember 2018 07:56