Komin á einkastofu eftir nótt á salerninu Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. nóvember 2018 12:45 Systir Berglindar tók þessa mynd er hún vitjaði móður sinnar í morgun. Þá lá hún enn inni á salerninu. Mynd/Aðsend Níutíu og tveggja ára kona sem gisti í nótt inni á salerni á öldrunardeild Landspítalans er nú komin inn á einkastofu á deildinni, að sögn dóttur hennar. Aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans staðfestir að konan hafi verið flutt fyrir hádegi í dag.Greint var frá því í morgun að Dóru Maríu Ingólfsdóttur, konu á tíræðisaldri, hefði verið komið fyrir inni á salerni spítalans og gist þar næturlangt þegar ekki var lengur pláss fyrir hana á lyflækningadeild. Berglind Stefánsdóttir, dóttir Dóru, vakti athygli á málinu á Facebook og tjáði Vísi í kjölfarið að ástand móður sinnar færi hríðversnandi, eftir að hún hafði tekið að braggast verulega í kjölfar slæmrar byltu á heimili sínu um þarsíðustu helgi.Berglind Stefánsdóttir ásamt móður sinni, Dóru Maríu Ingólfsdóttur.Mynd/AðsendBerglind segir í samtali við Vísi nú eftir hádegi að móðir hennar sé komin á einkastofu á öldrunardeild. Hún segist ekki hafa búist við þeim miklu viðbrögðum sem færsla hennar vakti, en fjallað hefur verið um hana í fjölmörgum íslenskum fjölmiðlum í dag. „Henni var rúllað inn á einkastofu en okkur var líka sagt að ef það kæmi annar sjúklingur sem þyrfti þessa stofu, þá yrði henni vísað annað.“ Aðspurð segir Berglind móður sína enn sýna merki um nokkra vanlíðan. „Hún er dauf í dálkinn. Ég er ekki búin að hitta hana sjálf en hún var enn rugluð í morgun, dettur inn og út.“Starfsmenn gerðu athugasemdir við myndatökur Berglind hefur jafnframt eftir systur sinni, sem hefur verið hjá móður þeirra í morgun, að starfsmenn spítalans hafi komið og rætt sérstaklega við hana um birtingu mynda sem teknar voru af Dóru inni á salerninu. Þeir hafi gert athugasemdir við myndatökurnar, sem þeir segja ekki samræmast reglum spítalans. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður Páls Matthíassonar forstjóra Landspítalans, segir í samtali við Vísi að á öllum deildum spítalans gildi almennt bann við myndatökum. Slíkar reglur grundvallist á persónuvernd sjúklinga. Þá staðfestir hún jafnframt að Dóra hafi verið flutt af salerninu á einkastofu fyrir hádegi í dag. „Um leið leið og við getum fært fólk þá gerum við það, að sjálfsögðu,“ segir Anna Sigrún. Ekki sé þó víst hversu lengi Dóra mun geta legið á stofunni. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Níutíu og tveggja ára liggur inni á salerni á Landspítalanum Berglind segir aðbúnaðinn óásættanlegan og þá hafi móður hennar hrakað mjög eftir að henni var komið fyrir á salerninu. 22. nóvember 2018 10:11 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Níutíu og tveggja ára kona sem gisti í nótt inni á salerni á öldrunardeild Landspítalans er nú komin inn á einkastofu á deildinni, að sögn dóttur hennar. Aðstoðarmaður forstjóra Landspítalans staðfestir að konan hafi verið flutt fyrir hádegi í dag.Greint var frá því í morgun að Dóru Maríu Ingólfsdóttur, konu á tíræðisaldri, hefði verið komið fyrir inni á salerni spítalans og gist þar næturlangt þegar ekki var lengur pláss fyrir hana á lyflækningadeild. Berglind Stefánsdóttir, dóttir Dóru, vakti athygli á málinu á Facebook og tjáði Vísi í kjölfarið að ástand móður sinnar færi hríðversnandi, eftir að hún hafði tekið að braggast verulega í kjölfar slæmrar byltu á heimili sínu um þarsíðustu helgi.Berglind Stefánsdóttir ásamt móður sinni, Dóru Maríu Ingólfsdóttur.Mynd/AðsendBerglind segir í samtali við Vísi nú eftir hádegi að móðir hennar sé komin á einkastofu á öldrunardeild. Hún segist ekki hafa búist við þeim miklu viðbrögðum sem færsla hennar vakti, en fjallað hefur verið um hana í fjölmörgum íslenskum fjölmiðlum í dag. „Henni var rúllað inn á einkastofu en okkur var líka sagt að ef það kæmi annar sjúklingur sem þyrfti þessa stofu, þá yrði henni vísað annað.“ Aðspurð segir Berglind móður sína enn sýna merki um nokkra vanlíðan. „Hún er dauf í dálkinn. Ég er ekki búin að hitta hana sjálf en hún var enn rugluð í morgun, dettur inn og út.“Starfsmenn gerðu athugasemdir við myndatökur Berglind hefur jafnframt eftir systur sinni, sem hefur verið hjá móður þeirra í morgun, að starfsmenn spítalans hafi komið og rætt sérstaklega við hana um birtingu mynda sem teknar voru af Dóru inni á salerninu. Þeir hafi gert athugasemdir við myndatökurnar, sem þeir segja ekki samræmast reglum spítalans. Anna Sigrún Baldursdóttir, aðstoðarmaður Páls Matthíassonar forstjóra Landspítalans, segir í samtali við Vísi að á öllum deildum spítalans gildi almennt bann við myndatökum. Slíkar reglur grundvallist á persónuvernd sjúklinga. Þá staðfestir hún jafnframt að Dóra hafi verið flutt af salerninu á einkastofu fyrir hádegi í dag. „Um leið leið og við getum fært fólk þá gerum við það, að sjálfsögðu,“ segir Anna Sigrún. Ekki sé þó víst hversu lengi Dóra mun geta legið á stofunni.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Níutíu og tveggja ára liggur inni á salerni á Landspítalanum Berglind segir aðbúnaðinn óásættanlegan og þá hafi móður hennar hrakað mjög eftir að henni var komið fyrir á salerninu. 22. nóvember 2018 10:11 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Sjá meira
Níutíu og tveggja ára liggur inni á salerni á Landspítalanum Berglind segir aðbúnaðinn óásættanlegan og þá hafi móður hennar hrakað mjög eftir að henni var komið fyrir á salerninu. 22. nóvember 2018 10:11