Fimmtán mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórtán ára stúlku Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. nóvember 2018 22:30 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. vísir/hanna Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag 39 ára karlmann í fimmtán mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barni. Maðurinn fór tvisvar frá mars til maí 2016 með stúlku sem þá var fjórtán ára heim til sín þar sem stúlkan veitti manninum munnmök og þau höfðu samræði. Móðir stúlkunnar mætti á lögreglustöð þann 11. maí 2016 og lagði fram kærðu gegn manninum fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni. Sagði konan að hún hefði tekið eftir því að stúlkunni hafi liðið illa 7-10 daga á undan. Fór hún inn á Facebook síðu dóttur sinnar og áttað sig á því á því á spjallþráðum að stúlkan hafi sofið hjá manninum og hafi hún séð að maðurinn er fæddur árið 1979. Konan ræddi við dóttur sína það kvöld og lýsti stúlkan því að hafa kynnst manninum í æfingastöð World Class. Þau hafi ákveðið að hittast og hann sótt hana í líkamsræktarstöðina og farið með hana heim til sín þar sem hann hafi fengið hana til að hafa við sig munnmök og síðan haft „harkalegar“ samfarir við hana. Lýsti konan því hjá lögreglu að stúlkan hafi í kjölfar þessa samtals tekið inn of stóran skammt af lyfjum og í kjölfarið verið lögð inn á Landspítala.Maðurinn hafi vitað að stúlkan var ólögráða Meðal gagna í málinu eru samskipti mannsins og stúlkunnar á Facebook þar sem fram koma áhyggjur mannsins af því að stúlkan sé að segja frá því hvað þeim fari á milli og hverjum hún segi það. Hann hafi heyrt það á förnum vegi að stúlkan hafi grobbað sig af því að vera „búin með eldri dyravörð“ og sagt að hún og mamma vinkonu sinnar væru „kviðsystur.“ Maðurinn neitaði sök fyrir dómi. Sagðist hann hafa hitt stúlkuna í tvígang og þau hafi farið heim til hans. Honum hafi orðið ljóst hve ung stúlkan væri og því ekki viljað stofna til kynferðislegra athafna með henni. Sagðist hann hafa talið að stúlkan væri á bilinu 17 til 24 ára. Stúlkan sagði að maðurinn hafi alltaf vitað hve gömul hún væri, það hafi komið fram í samskiptum þeirra á samfélagsmiðlum, auk þess sem hún hafi sagt honum hve gömul hún var þegar þau hittust. Hann hafi lagt áherslu á að hún segði engum frá því að þau hefðu stundað kynlíf saman en honum hafi verið ljóst að hann væri að stunda kynferðislegar athafnir með ólögráða stúlku.Sem fyrr segir var maðurinn dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi. Honum var einnig gert að greiða móður stúlkunnar 1, 2 milljónir króna ásamt því að greiða allan málskostnað. Dómsmál Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag 39 ára karlmann í fimmtán mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barni. Maðurinn fór tvisvar frá mars til maí 2016 með stúlku sem þá var fjórtán ára heim til sín þar sem stúlkan veitti manninum munnmök og þau höfðu samræði. Móðir stúlkunnar mætti á lögreglustöð þann 11. maí 2016 og lagði fram kærðu gegn manninum fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni. Sagði konan að hún hefði tekið eftir því að stúlkunni hafi liðið illa 7-10 daga á undan. Fór hún inn á Facebook síðu dóttur sinnar og áttað sig á því á því á spjallþráðum að stúlkan hafi sofið hjá manninum og hafi hún séð að maðurinn er fæddur árið 1979. Konan ræddi við dóttur sína það kvöld og lýsti stúlkan því að hafa kynnst manninum í æfingastöð World Class. Þau hafi ákveðið að hittast og hann sótt hana í líkamsræktarstöðina og farið með hana heim til sín þar sem hann hafi fengið hana til að hafa við sig munnmök og síðan haft „harkalegar“ samfarir við hana. Lýsti konan því hjá lögreglu að stúlkan hafi í kjölfar þessa samtals tekið inn of stóran skammt af lyfjum og í kjölfarið verið lögð inn á Landspítala.Maðurinn hafi vitað að stúlkan var ólögráða Meðal gagna í málinu eru samskipti mannsins og stúlkunnar á Facebook þar sem fram koma áhyggjur mannsins af því að stúlkan sé að segja frá því hvað þeim fari á milli og hverjum hún segi það. Hann hafi heyrt það á förnum vegi að stúlkan hafi grobbað sig af því að vera „búin með eldri dyravörð“ og sagt að hún og mamma vinkonu sinnar væru „kviðsystur.“ Maðurinn neitaði sök fyrir dómi. Sagðist hann hafa hitt stúlkuna í tvígang og þau hafi farið heim til hans. Honum hafi orðið ljóst hve ung stúlkan væri og því ekki viljað stofna til kynferðislegra athafna með henni. Sagðist hann hafa talið að stúlkan væri á bilinu 17 til 24 ára. Stúlkan sagði að maðurinn hafi alltaf vitað hve gömul hún væri, það hafi komið fram í samskiptum þeirra á samfélagsmiðlum, auk þess sem hún hafi sagt honum hve gömul hún var þegar þau hittust. Hann hafi lagt áherslu á að hún segði engum frá því að þau hefðu stundað kynlíf saman en honum hafi verið ljóst að hann væri að stunda kynferðislegar athafnir með ólögráða stúlku.Sem fyrr segir var maðurinn dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi. Honum var einnig gert að greiða móður stúlkunnar 1, 2 milljónir króna ásamt því að greiða allan málskostnað.
Dómsmál Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Innlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Líkamsárás í miðbænum Innlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Innlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Fleiri fréttir Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Sjá meira