Fimmtán mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn fjórtán ára stúlku Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 23. nóvember 2018 22:30 Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. vísir/hanna Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag 39 ára karlmann í fimmtán mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barni. Maðurinn fór tvisvar frá mars til maí 2016 með stúlku sem þá var fjórtán ára heim til sín þar sem stúlkan veitti manninum munnmök og þau höfðu samræði. Móðir stúlkunnar mætti á lögreglustöð þann 11. maí 2016 og lagði fram kærðu gegn manninum fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni. Sagði konan að hún hefði tekið eftir því að stúlkunni hafi liðið illa 7-10 daga á undan. Fór hún inn á Facebook síðu dóttur sinnar og áttað sig á því á því á spjallþráðum að stúlkan hafi sofið hjá manninum og hafi hún séð að maðurinn er fæddur árið 1979. Konan ræddi við dóttur sína það kvöld og lýsti stúlkan því að hafa kynnst manninum í æfingastöð World Class. Þau hafi ákveðið að hittast og hann sótt hana í líkamsræktarstöðina og farið með hana heim til sín þar sem hann hafi fengið hana til að hafa við sig munnmök og síðan haft „harkalegar“ samfarir við hana. Lýsti konan því hjá lögreglu að stúlkan hafi í kjölfar þessa samtals tekið inn of stóran skammt af lyfjum og í kjölfarið verið lögð inn á Landspítala.Maðurinn hafi vitað að stúlkan var ólögráða Meðal gagna í málinu eru samskipti mannsins og stúlkunnar á Facebook þar sem fram koma áhyggjur mannsins af því að stúlkan sé að segja frá því hvað þeim fari á milli og hverjum hún segi það. Hann hafi heyrt það á förnum vegi að stúlkan hafi grobbað sig af því að vera „búin með eldri dyravörð“ og sagt að hún og mamma vinkonu sinnar væru „kviðsystur.“ Maðurinn neitaði sök fyrir dómi. Sagðist hann hafa hitt stúlkuna í tvígang og þau hafi farið heim til hans. Honum hafi orðið ljóst hve ung stúlkan væri og því ekki viljað stofna til kynferðislegra athafna með henni. Sagðist hann hafa talið að stúlkan væri á bilinu 17 til 24 ára. Stúlkan sagði að maðurinn hafi alltaf vitað hve gömul hún væri, það hafi komið fram í samskiptum þeirra á samfélagsmiðlum, auk þess sem hún hafi sagt honum hve gömul hún var þegar þau hittust. Hann hafi lagt áherslu á að hún segði engum frá því að þau hefðu stundað kynlíf saman en honum hafi verið ljóst að hann væri að stunda kynferðislegar athafnir með ólögráða stúlku.Sem fyrr segir var maðurinn dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi. Honum var einnig gert að greiða móður stúlkunnar 1, 2 milljónir króna ásamt því að greiða allan málskostnað. Dómsmál Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag 39 ára karlmann í fimmtán mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn barni. Maðurinn fór tvisvar frá mars til maí 2016 með stúlku sem þá var fjórtán ára heim til sín þar sem stúlkan veitti manninum munnmök og þau höfðu samræði. Móðir stúlkunnar mætti á lögreglustöð þann 11. maí 2016 og lagði fram kærðu gegn manninum fyrir kynferðisbrot gegn dóttur sinni. Sagði konan að hún hefði tekið eftir því að stúlkunni hafi liðið illa 7-10 daga á undan. Fór hún inn á Facebook síðu dóttur sinnar og áttað sig á því á því á spjallþráðum að stúlkan hafi sofið hjá manninum og hafi hún séð að maðurinn er fæddur árið 1979. Konan ræddi við dóttur sína það kvöld og lýsti stúlkan því að hafa kynnst manninum í æfingastöð World Class. Þau hafi ákveðið að hittast og hann sótt hana í líkamsræktarstöðina og farið með hana heim til sín þar sem hann hafi fengið hana til að hafa við sig munnmök og síðan haft „harkalegar“ samfarir við hana. Lýsti konan því hjá lögreglu að stúlkan hafi í kjölfar þessa samtals tekið inn of stóran skammt af lyfjum og í kjölfarið verið lögð inn á Landspítala.Maðurinn hafi vitað að stúlkan var ólögráða Meðal gagna í málinu eru samskipti mannsins og stúlkunnar á Facebook þar sem fram koma áhyggjur mannsins af því að stúlkan sé að segja frá því hvað þeim fari á milli og hverjum hún segi það. Hann hafi heyrt það á förnum vegi að stúlkan hafi grobbað sig af því að vera „búin með eldri dyravörð“ og sagt að hún og mamma vinkonu sinnar væru „kviðsystur.“ Maðurinn neitaði sök fyrir dómi. Sagðist hann hafa hitt stúlkuna í tvígang og þau hafi farið heim til hans. Honum hafi orðið ljóst hve ung stúlkan væri og því ekki viljað stofna til kynferðislegra athafna með henni. Sagðist hann hafa talið að stúlkan væri á bilinu 17 til 24 ára. Stúlkan sagði að maðurinn hafi alltaf vitað hve gömul hún væri, það hafi komið fram í samskiptum þeirra á samfélagsmiðlum, auk þess sem hún hafi sagt honum hve gömul hún var þegar þau hittust. Hann hafi lagt áherslu á að hún segði engum frá því að þau hefðu stundað kynlíf saman en honum hafi verið ljóst að hann væri að stunda kynferðislegar athafnir með ólögráða stúlku.Sem fyrr segir var maðurinn dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi. Honum var einnig gert að greiða móður stúlkunnar 1, 2 milljónir króna ásamt því að greiða allan málskostnað.
Dómsmál Mest lesið Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Innlent Lét öllum illum látum og fær engar bætur Innlent Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Innlent Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Erlent Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Innlent Fleiri fréttir Átta nemendur með ágætiseinkunn Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Sveitastjóraskipti í Reykhólahreppi Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Fasteignamat fyrir 2026: Seltjarnarnes hástökkvarinn á höfuðborgarsvæðinu Tjaldaði á túni í miðborg Reykjavíkur Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Viðja bar sex lömbum takk fyrir „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Dúxinn greip í saxófóninn Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Bein útsending: Uggandi yfir breytingum á Heiðmörk Úrslit hjá sósíalistum nær nákvæmlega eftir leiðbeiningum Dró vélarvana fiskibát að landi nærri Grindavík Bein útsending: Norðurslóðir í breyttum heimi Verzlingar settu upp húfur og skelltu sér til Krítar Óttast að stefna Trump-stjórnarinnar fæli námsmenn frá Bandaríkjunum Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Fasteignamatið hækkar og áhyggjufullir námsmenn Staðfesta byggingaráform á Fannborgar- og Traðarreit Fólk flytur á landsbyggðina fyrir ódýrara húsnæði og rólegra umhverfi Kanna hvort ástæða sé til að endurvekja kjörstað í Fljótum Vill fá úr skorið hvort „annarlegar hvatir“ liggi að baki sniðgöngunni „Vestfirska efnahagsævintýrið“ í hættu verði veiðigjöldin hækkuð „Allsvakalega vímaður og ölvaður“ kallaði lögreglumenn „fagga og tíkur“ Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Frystir Facebook hópinn og rýfur tengsl við Sósíalistaflokkinn Sjá meira