Biðja um að Huawei verði sniðgengið Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 24. nóvember 2018 00:01 Frá kynningu á Huawei Mate 20 Pro. Þótt síminn sé glæsilegur fæst hann ekki í Bandaríkjunum. Getty/SOPA Images Ríkisstjórn Bandaríkjanna reynir um þessar mundir að telja bandamenn sína á að hætta notkun netbúnaðar frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei. Wall Street Journal greindi frá málinu í gær en heimildarmenn miðilsins staðfestu að bandarískir erindrekar hefðu átt fundi með Þjóðverjum, Japönum og Kínverjum um málið. Bandaríkin væru að íhuga að bjóða bandamönnum fjárhagslega aðstoð í skiptum fyrir að sniðganga kínverska fyrirtækið. Tæknifyrirtækið hefur orðið fyrir ýmsum þvingunum í Bandaríkjunum. Opinberar stofnanir mega ekki nota netbúnað frá fyrirtækinu og verslanir mega ekki selja snjallsíma þess. Huawei er að nafninu til í eigu starfsmanna en ítök kínversku ríkisstjórnarinnar innan fyrirtækisins eru mikil. Því er óttast að vörur Huawei séu notaðar til þess að njósna um eigendur. Stjórnendur Huawei hafa alla tíð neitað þessum ásökunum en yfirmenn FBI, CIA og annarra bandarískra öryggisstofnana eru langt frá því að vera sannfærðir. Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af því að búnaðurinn sé notaður í ríkjum þar sem Bandaríkjaher er með herstöðvar. Yfirvöld í Kína gætu, að því er Bandaríkjastjórn trúir, ráðist á tölvukerfi ríkisstjórna bandalagsríkja og stolið upplýsingum. Hér á landi má til að mynda kaupa vörur Huawei í Elko, hjá Nova og Símanum. Talsmaður Huawei sagði í svari við fyrirspurn Wall Street Journal að fyrirtækið væri undrandi á hegðun bandarísku ríkisstjórnarinnar. „Huawei trúir því að viðskiptavinir okkar taki rétta ákvörðun og byggi hana á eigin dómgreind og reynslunni af samstarfinu við Huawei.“ Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Kína Tækni Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Ríkisstjórn Bandaríkjanna reynir um þessar mundir að telja bandamenn sína á að hætta notkun netbúnaðar frá kínverska tæknifyrirtækinu Huawei. Wall Street Journal greindi frá málinu í gær en heimildarmenn miðilsins staðfestu að bandarískir erindrekar hefðu átt fundi með Þjóðverjum, Japönum og Kínverjum um málið. Bandaríkin væru að íhuga að bjóða bandamönnum fjárhagslega aðstoð í skiptum fyrir að sniðganga kínverska fyrirtækið. Tæknifyrirtækið hefur orðið fyrir ýmsum þvingunum í Bandaríkjunum. Opinberar stofnanir mega ekki nota netbúnað frá fyrirtækinu og verslanir mega ekki selja snjallsíma þess. Huawei er að nafninu til í eigu starfsmanna en ítök kínversku ríkisstjórnarinnar innan fyrirtækisins eru mikil. Því er óttast að vörur Huawei séu notaðar til þess að njósna um eigendur. Stjórnendur Huawei hafa alla tíð neitað þessum ásökunum en yfirmenn FBI, CIA og annarra bandarískra öryggisstofnana eru langt frá því að vera sannfærðir. Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af því að búnaðurinn sé notaður í ríkjum þar sem Bandaríkjaher er með herstöðvar. Yfirvöld í Kína gætu, að því er Bandaríkjastjórn trúir, ráðist á tölvukerfi ríkisstjórna bandalagsríkja og stolið upplýsingum. Hér á landi má til að mynda kaupa vörur Huawei í Elko, hjá Nova og Símanum. Talsmaður Huawei sagði í svari við fyrirspurn Wall Street Journal að fyrirtækið væri undrandi á hegðun bandarísku ríkisstjórnarinnar. „Huawei trúir því að viðskiptavinir okkar taki rétta ákvörðun og byggi hana á eigin dómgreind og reynslunni af samstarfinu við Huawei.“
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Kína Tækni Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent „Hann bókstaflega argar á mig þangað til ég fer fram úr“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira