Gistipláss um áramót af skornum skammti Nadine Guðrún Yaghi skrifar 25. nóvember 2018 15:00 Samtök ferðaþjónustunnar áætla að það verði um 30 þúsund erlendir ferðamenn á Íslandi yfir hátíðarnar. vísir/vilhelm Aðeins eitt prósent af gistirými á vef bókunarsíðu Airbnb í Reykjavík eru á lausu yfir áramótin og aðeins örfá hótelherbergi, nú þegar fimm vikur eru til áramóta. Samtök ferðaþjónustunnar áætla að það verði um 30 þúsund erlendir ferðamenn á Íslandi yfir hátíðarnar. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir alveg ljóst að Íslands sé að verða einn vinsælasti staðurinn yfir jól og áramót. „Við höfum verið að sjá rólega en mjög þétta aukningu undanfarin ár og við áætlum að á þessu ári verði um 30 þúsund erlendir ferðamenn staddir á Íslandi yfir jól og áramót. Það er að sjálfsögðu meirihlutinn af þeim sem stoppar, gistir á höfuðborgarsvæðinu, sem er í línu við heimsóknir erlendra ferðamanna yfir höfuð. Við áætlum að um sjötíu prósent þessara ferðamanna sem eru á suðvesturhorninu. En þess má líka geta að þetta sýnir hversu mikilvægt er bæði að dreifa ferðamönnum um landið, en ekki síður hvaða möguleikar felast í því að dreifa þeim yfir árið til að minnka árstíðasveiflur.“Höfuðborgarsvæðið að seljast upp Lítið sem ekkert framboð er á gistingu í Reykjavík um áramót ef marka má vefsíðu Airbnb og aðrar bókunarsíður. Til að mynda koma aðeins upp örfá gistirými í Reykjavík og nágrenni á nýársnótt samkvæmt vefsíðu Booking.com. Aðeins fimmtán tveggja manna gistirými eru í boði miðsvæðis í Reykjavík þá nóttina og aðeins tíu ef leitað er að gistingu fyrir fjóra. Þá er aðeins eitt prósent gistirýma á lausu á vef AirbnB í Reykjavík yfir áramót ef leitað er að gistingu fyrir tvo.Sölvi Melax.Fólk að reyna að ná endum saman Verðlag verður að teljast í takt við eftirspurnina, en dæmi eru um að einnar nætur gisting í miðborginni hlaupi á tugum þúsunda á nýársnótt. Sölvi Melax, formaður Samtaka um skammtímaleigu á heimilum, segir verðlagið skiljanlegt. „Sumir eru bara að leigja út þarna til að fá há verð og nenna ekki að leigja ef þeir fá ekki mjög há verð. Þetta er ekkert bara fólk sem er að fara til útlanda eða er ekki að gista í sínu húsnæði. Þetta eru líka einstaklingar sem sjá tækifæri í því að gista hjá vinum og vandamönnum til að ná endum saman og geta þá leigt út húsnæði í nokkra daga yfir áramót og fengið töluverða upphæð.“ Ferðamennska á Íslandi Jól Samfélagsmiðlar Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Kauphöllin réttir við sér Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Sjá meira
Aðeins eitt prósent af gistirými á vef bókunarsíðu Airbnb í Reykjavík eru á lausu yfir áramótin og aðeins örfá hótelherbergi, nú þegar fimm vikur eru til áramóta. Samtök ferðaþjónustunnar áætla að það verði um 30 þúsund erlendir ferðamenn á Íslandi yfir hátíðarnar. Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir alveg ljóst að Íslands sé að verða einn vinsælasti staðurinn yfir jól og áramót. „Við höfum verið að sjá rólega en mjög þétta aukningu undanfarin ár og við áætlum að á þessu ári verði um 30 þúsund erlendir ferðamenn staddir á Íslandi yfir jól og áramót. Það er að sjálfsögðu meirihlutinn af þeim sem stoppar, gistir á höfuðborgarsvæðinu, sem er í línu við heimsóknir erlendra ferðamanna yfir höfuð. Við áætlum að um sjötíu prósent þessara ferðamanna sem eru á suðvesturhorninu. En þess má líka geta að þetta sýnir hversu mikilvægt er bæði að dreifa ferðamönnum um landið, en ekki síður hvaða möguleikar felast í því að dreifa þeim yfir árið til að minnka árstíðasveiflur.“Höfuðborgarsvæðið að seljast upp Lítið sem ekkert framboð er á gistingu í Reykjavík um áramót ef marka má vefsíðu Airbnb og aðrar bókunarsíður. Til að mynda koma aðeins upp örfá gistirými í Reykjavík og nágrenni á nýársnótt samkvæmt vefsíðu Booking.com. Aðeins fimmtán tveggja manna gistirými eru í boði miðsvæðis í Reykjavík þá nóttina og aðeins tíu ef leitað er að gistingu fyrir fjóra. Þá er aðeins eitt prósent gistirýma á lausu á vef AirbnB í Reykjavík yfir áramót ef leitað er að gistingu fyrir tvo.Sölvi Melax.Fólk að reyna að ná endum saman Verðlag verður að teljast í takt við eftirspurnina, en dæmi eru um að einnar nætur gisting í miðborginni hlaupi á tugum þúsunda á nýársnótt. Sölvi Melax, formaður Samtaka um skammtímaleigu á heimilum, segir verðlagið skiljanlegt. „Sumir eru bara að leigja út þarna til að fá há verð og nenna ekki að leigja ef þeir fá ekki mjög há verð. Þetta er ekkert bara fólk sem er að fara til útlanda eða er ekki að gista í sínu húsnæði. Þetta eru líka einstaklingar sem sjá tækifæri í því að gista hjá vinum og vandamönnum til að ná endum saman og geta þá leigt út húsnæði í nokkra daga yfir áramót og fengið töluverða upphæð.“
Ferðamennska á Íslandi Jól Samfélagsmiðlar Mest lesið Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Viðskipti innlent Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Viðskipti innlent Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Kauphöllin réttir við sér Viðskipti innlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Sjá meira