Saka Rússa um að hafa siglt á úkraínskan bát við Krímskaga Atli Ísleifsson skrifar 25. nóvember 2018 14:01 Úkraínsku skipin voru á leið til hafnarborgarinnar Mariupol. Getty/Sean Gallup Stjórnvöld í Úkraínu hafa sakað Rússa um að hafa vísvitandi siglt á úkraínskan dráttarbát undan strönd Krímskaga. Í frétt BBC segir að spenna milli ríkjanna hafi aukist eftir að Úkraínustjórn sakaði Rússa um að hafa ráðist með þessum hætti á einn þriggja úkraínskra báta á siglingu í Asovhafi á leið til Mariupol. Í yfirlýsingu frá úkraínska hernum segir að skemmdir hafi verið unnar á dráttarbátnum Yana Kapu, meðal annars vél, handrið og skrokk skipsins.Ögrandi aðgerðir Úkraínumanna Rússar hafa svarað því til að úkraínsku bátarnir hafi verið á rússnesku hafsvæði og að Úkraínumenn hafi gerst sekir um „ögrandi aðgerðir“. Hafi áhafnir í úkraínsku herskipunum Berdyansk og Nikopol ætlað sér að efna til átaka á svæðinu. Úkraínski hersinn segir hins vegar að rússneska hernum hafi áður verið gert viðvart um fyrirhugaða siglingu skipanna til borgarinnar Mariupol og að Rússar hafi með þessu gerst brotlegir við hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna.Um 10 þúsund fallið Asovhaf er að finna austur af Krímskaga sem Rússar innlimuðu árið 2014. Rússar og Úkraínumenn hafa deilt harkalega á síðustu árum eftir að aðskilnaðarsinnar, sem styðja rússnesk stjórnvöld, lýstu yfir sjálfstæði héraðanna Donetsk og Luhansk í austurhluta Úkraínu árið 2014. Rússar höfðu þá skömmu áður innlimað Krímskaga. Áætlað er að um 10 þúsund manns hafi fallið í átökunum. Úkraínumenn og vesturlönd hafa sakað Rússa upp að sjá aðskilnaðarhópunum fyrir hermönnum og vopnum. Rússland Úkraína Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Sjá meira
Stjórnvöld í Úkraínu hafa sakað Rússa um að hafa vísvitandi siglt á úkraínskan dráttarbát undan strönd Krímskaga. Í frétt BBC segir að spenna milli ríkjanna hafi aukist eftir að Úkraínustjórn sakaði Rússa um að hafa ráðist með þessum hætti á einn þriggja úkraínskra báta á siglingu í Asovhafi á leið til Mariupol. Í yfirlýsingu frá úkraínska hernum segir að skemmdir hafi verið unnar á dráttarbátnum Yana Kapu, meðal annars vél, handrið og skrokk skipsins.Ögrandi aðgerðir Úkraínumanna Rússar hafa svarað því til að úkraínsku bátarnir hafi verið á rússnesku hafsvæði og að Úkraínumenn hafi gerst sekir um „ögrandi aðgerðir“. Hafi áhafnir í úkraínsku herskipunum Berdyansk og Nikopol ætlað sér að efna til átaka á svæðinu. Úkraínski hersinn segir hins vegar að rússneska hernum hafi áður verið gert viðvart um fyrirhugaða siglingu skipanna til borgarinnar Mariupol og að Rússar hafi með þessu gerst brotlegir við hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna.Um 10 þúsund fallið Asovhaf er að finna austur af Krímskaga sem Rússar innlimuðu árið 2014. Rússar og Úkraínumenn hafa deilt harkalega á síðustu árum eftir að aðskilnaðarsinnar, sem styðja rússnesk stjórnvöld, lýstu yfir sjálfstæði héraðanna Donetsk og Luhansk í austurhluta Úkraínu árið 2014. Rússar höfðu þá skömmu áður innlimað Krímskaga. Áætlað er að um 10 þúsund manns hafi fallið í átökunum. Úkraínumenn og vesturlönd hafa sakað Rússa upp að sjá aðskilnaðarhópunum fyrir hermönnum og vopnum.
Rússland Úkraína Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Sjá meira