„Það er einhvern veginn allt í upplausn“ Sylvía Hall skrifar 25. nóvember 2018 20:24 Eiríkur var í viðtali hjá Eddu Andrésdóttur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Vísir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir ómögulegt að spá fyrir um hvernig fari fyrir útgöngusáttmála Breta í breska þinginu. Málið sé í hershöndum innan þingsins og einna helst í Íhaldsflokknum sjálfum sem mun þurfa að bera málið í gegnum þingið. Engin eining virðist vera innan stjórnarflokkanna varðandi útgöngusáttmálann og óvíst hvernig atkvæðagreiðsla muni fara. Margir þingmenn stjórnarflokkanna hafa lýst því yfir að þeir muni greiða atkvæði gegn sáttmálanum og ljóst er að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hafi ekki meirihluta á bakvið sig sem stendur ef marka má yfirlýsingar margra þingmanna. „Þá er þetta spurning um hvort einhverjir úr Verkamannaflokknum hugsanlega sitji hjá því valkosturinn er í margra augum algjörlega skelfilegur, að Bretar fari út samningslausir,“ segir Eiríkur sem líkir málinu við marglaga reikningsdæmi sem enga niðurstöðu sé hægt að fá í fyrr en kosið verður um sáttmálann í breska þinginu í desember. Eiríkur segir það þó vera erfitt fyrir marga þingmenn að greiða atkvæði gegn sáttmálanum þar sem valkosturinn sem blasir þá við er að hans sögn skelfilegur. Það sé því möguleiki að Theresu May gæti tekist að ná sáttmálanum í gegnum þingið. Útganga Breta hefur veruleg áhrif á Ísland Að sögn Eiríks myndi útganga Breta hafa veruleg áhrif á Ísland. Bretar séu einn stærsti viðskiptaaðili Íslendinga innan Evrópusambandsins og það skipti miklu máli hvernig viðskiptasamning Bretar gera við Evrópusambandið. „Við lifum að mörgu leyti enn þann dag í dag á því að selja Bretum fisk,“ segir Eiríkur og bendir á að Bretar séu sú þjóð sem standi Íslendingum hvað næst innan sambandsins. „Þetta hefur veruleg áhrif á Ísland en við vitum ekkert hvernig það spilast út fyrr en það gerist.“Theresa May „einn þrautseigasti leiðtogi Breta sem við höfum séð“ Framganga Theresu May í málinu hefur vakið athygli en hún hefur reitt marga samflokksmenn sína til reiði með útgöngusáttmálanum. Hörðustu Brexit-sinnar flokksins voru ekki sáttir við skilmála sáttmálans og voru margir sem kölluðu eftir nýju leiðtogavali. Eiríkur segir hana vera einn þrautseigasta leiðtoga sem Bretland hefur átt. „Henni er spáð pólitísku andláti í hverri viku ef svo má segja. Hún hefur komist yfir hverja hindrunina á fætur annarri og með miklu betri hætti en nokkur hefði getað spáð fyrir um. Þetta er einhver þrautseigasti leiðtogi Breta sem við höfum séð,“ segir Eiríkur en ítrekar að stærsta hindrunin sé enn eftir sem er að koma málinu í gegnum breska þingið. Bretland Brexit Stj.mál Tengdar fréttir Juncker segir Brexit vera harmleik Leiðtogar aðildarríkja ESB mættu til fundar í Brussel í morgun þar sem til stendur að ganga frá og skrifa undir samninginn um útgöngu Bretlands. 25. nóvember 2018 09:33 Samþykktu Brexit-samninginn Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykktu Brexit-samninginn á fundi sínum í Brussel í morgun. 25. nóvember 2018 09:52 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira
Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir ómögulegt að spá fyrir um hvernig fari fyrir útgöngusáttmála Breta í breska þinginu. Málið sé í hershöndum innan þingsins og einna helst í Íhaldsflokknum sjálfum sem mun þurfa að bera málið í gegnum þingið. Engin eining virðist vera innan stjórnarflokkanna varðandi útgöngusáttmálann og óvíst hvernig atkvæðagreiðsla muni fara. Margir þingmenn stjórnarflokkanna hafa lýst því yfir að þeir muni greiða atkvæði gegn sáttmálanum og ljóst er að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, hafi ekki meirihluta á bakvið sig sem stendur ef marka má yfirlýsingar margra þingmanna. „Þá er þetta spurning um hvort einhverjir úr Verkamannaflokknum hugsanlega sitji hjá því valkosturinn er í margra augum algjörlega skelfilegur, að Bretar fari út samningslausir,“ segir Eiríkur sem líkir málinu við marglaga reikningsdæmi sem enga niðurstöðu sé hægt að fá í fyrr en kosið verður um sáttmálann í breska þinginu í desember. Eiríkur segir það þó vera erfitt fyrir marga þingmenn að greiða atkvæði gegn sáttmálanum þar sem valkosturinn sem blasir þá við er að hans sögn skelfilegur. Það sé því möguleiki að Theresu May gæti tekist að ná sáttmálanum í gegnum þingið. Útganga Breta hefur veruleg áhrif á Ísland Að sögn Eiríks myndi útganga Breta hafa veruleg áhrif á Ísland. Bretar séu einn stærsti viðskiptaaðili Íslendinga innan Evrópusambandsins og það skipti miklu máli hvernig viðskiptasamning Bretar gera við Evrópusambandið. „Við lifum að mörgu leyti enn þann dag í dag á því að selja Bretum fisk,“ segir Eiríkur og bendir á að Bretar séu sú þjóð sem standi Íslendingum hvað næst innan sambandsins. „Þetta hefur veruleg áhrif á Ísland en við vitum ekkert hvernig það spilast út fyrr en það gerist.“Theresa May „einn þrautseigasti leiðtogi Breta sem við höfum séð“ Framganga Theresu May í málinu hefur vakið athygli en hún hefur reitt marga samflokksmenn sína til reiði með útgöngusáttmálanum. Hörðustu Brexit-sinnar flokksins voru ekki sáttir við skilmála sáttmálans og voru margir sem kölluðu eftir nýju leiðtogavali. Eiríkur segir hana vera einn þrautseigasta leiðtoga sem Bretland hefur átt. „Henni er spáð pólitísku andláti í hverri viku ef svo má segja. Hún hefur komist yfir hverja hindrunina á fætur annarri og með miklu betri hætti en nokkur hefði getað spáð fyrir um. Þetta er einhver þrautseigasti leiðtogi Breta sem við höfum séð,“ segir Eiríkur en ítrekar að stærsta hindrunin sé enn eftir sem er að koma málinu í gegnum breska þingið.
Bretland Brexit Stj.mál Tengdar fréttir Juncker segir Brexit vera harmleik Leiðtogar aðildarríkja ESB mættu til fundar í Brussel í morgun þar sem til stendur að ganga frá og skrifa undir samninginn um útgöngu Bretlands. 25. nóvember 2018 09:33 Samþykktu Brexit-samninginn Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykktu Brexit-samninginn á fundi sínum í Brussel í morgun. 25. nóvember 2018 09:52 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Sjá meira
Juncker segir Brexit vera harmleik Leiðtogar aðildarríkja ESB mættu til fundar í Brussel í morgun þar sem til stendur að ganga frá og skrifa undir samninginn um útgöngu Bretlands. 25. nóvember 2018 09:33
Samþykktu Brexit-samninginn Leiðtogar aðildarríkja Evrópusambandsins samþykktu Brexit-samninginn á fundi sínum í Brussel í morgun. 25. nóvember 2018 09:52