Ásdís Hjálmsdóttir, spjótkastari úr Ármanni, og Guðni Valur Guðnason, kringlukastari úr ÍR, voru valin frjálsíþróttafólk ársins á uppskeruhátíð FRÍ um helgina.
Ásdís hefur verið ofarlega á heimslistanum í spjótkasti í mörg ár og hefur keppt á fjölmörgum stórmótum, síðast á EM í Berlín í sumar þrátt fyrir að hafa verið að glíma við erfið meiðsli.
Kringlukastarinn Guðni Valur var valinn frjálsíþróttakarl ársins árið 2018 eftir að hafa keppt á EM í sumar. Þar átti hann stigahæsta afrek ársins samkvæmt stigatöflu IAAF.
Spretthlauparinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir úr ÍR var sigursæl á verðlaunahátíðinni. Guðbjörg fékk Jónsbikarinn fyrir besta spretthlaupsafrekið, viðurkenningu fyrir óvæntasta afrekið, var valin stúlka ársins 20 ára og yngri og einnig valin mikilvægasta frjálsíþróttakona ársins.
Ásdís og Guðni valin best
Kristinn Páll Teitsson skrifar

Mest lesið



„Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“
Enski boltinn




Sár Verstappen hótar sniðgöngu
Formúla 1

„Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“
Enski boltinn

