Ekkert sem bendi til þess að Ásmundur hafi brotið siðareglur Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. nóvember 2018 14:28 Ásmundur Friðriksson er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Vísir/Hanna Forsætisnefnd Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekkert bendi til þess að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi brotið siðareglur þegar kom að endurgreiðslum sem hann fékk vegna aksturskostnaðar. Þetta kemur fram í bréfi nefndarinnar til Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem birt var á vef Alþingis í dag. Björn Leví beindi erindi til forsætisnefndar í október síðastliðnum þar sem hann fór fram á að nefndin kannaði sérstaklega hvert og eitt ferðatilefni þar sem þingmaður hefði fengið endurgreiddan ferðakostnað. Þá fór hann fram á að það yrði metið hvort að tilefni aksturs falli undir reglur um þingfararkostnað og hvort að ástæða væri til að hefja siðareglumál á hendur þingmönnum fyrir brot á siðareglum þar sem endurgreiðslur fyrir útgjöld þeirra væru ekki í fullkomnu samræmi við reglur forsætisnefndar. Fór Björn Leví fram á að forstætisnefnd myndi jafnframt meta hvort tilefni væri til að kæra einstaka þingmenn til lögreglu fyrir meint auðgunarbrot. Þingmaðurinn krafðist þess síðan til vara að mál Ásmundar Friðrikssonar yrði tekið til sérstakrar skoðunar, en Ásmundur var sá þingmaður sem fékk hæstar endurgreiðslur í fyrra, alls 4,6 milljónir króna.Sjá einnig:Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Ummæli í fjölmiðlum ein og sér gefi ekki tilefni til almennrar athugunar Í bréfi forsætisnefndar til Björns Levís varðandi það að hvert og eitt ferðatilefni verði rannsakað er vísað í að gildandi lög og reglur um aksturskostnað þingmanna geri ráð fyrir því að fundur sem þingmaður hefur verið boðaður eða boðar sjálfur til, sé vegna starfa hans sem alþingismanns eða annars sem af starfi hans leiðir. Langoftast liggi fyrir fundarboð eða lýsing á fundarefni en í þeim tilvikum þegar svo er ekki hafi skrifstofa Alþingis gert athugasemdir og veitt þingmönnum leiðbeiningar um að tilgreina skuli slíkar upplýsingar. Að því er segir í bréfinu hefur ekkert komið fram sem gefi „tilefni til þess að ætla að í framkvæmd skrifstofunnar hai ekki verið gengið úr skugga um að tilgreint tilefni ferðar hafi verið vegna starfa alþingismanns.“ Þá var heldur ekki séð, að því er segir í bréfinu, að til staðar væru atvik þar sem ætla mætti að rökstuddur grunur væri um refsiverða háttsemi einstakra þingmanna við endurgreiðslu aksturskostnaðar sem kæra beri til lögreglu. Var kröfu Björns Levís um almenna rannsókn því hafnað. Hvað varðar að taka endurgreiðslur til Ásmundar til sérstakrar athugunar segir í bréfi forsætisnefndar að þau ummæli Ásmundar í fjölmiðlum sem Björn Leví vísar í, máli sínu til stuðnings, gefi „ein og sér ekki nægilegt tilefni til almennrar athugunar á endurgreiðslu aksturskostnaðar á grundvelli siðareglna fyrir alþingismenn.“ Er jafnframt vísað í þá athugun sem fram fór á endurgreiðslu aksturskostnaðar til Ásmundar frá 1. janúar 2017 og til þess tíma er relgur um notkun bílaleigubíla voru innleiddar að fullu í febrúar síðastliðnum.Fréttin hefur verið uppfærð. Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Björn Levi fagnar meintum stuðningi Páls Magnússonar Afar stirt er milli Pírata og Sjálfstæðismanna á þinginu. 8. nóvember 2018 11:22 Rannsókn á akstursgreiðslum í ferli hjá forsætisnefnd þingsins Ósk Björns Leví Gunnarssonar alþingismanns um rannsókn á akstursgreiðslum þingmanna verður rædd í forsætisnefnd á mánudag. 9. nóvember 2018 08:00 „Tímabært að negla þrjótinn“ Björn Leví vill að aksturskýrslur Ásmundar verði rannsakaðar 29. október 2018 11:19 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Forsætisnefnd Alþingis hefur komist að þeirri niðurstöðu að ekkert bendi til þess að Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hafi brotið siðareglur þegar kom að endurgreiðslum sem hann fékk vegna aksturskostnaðar. Þetta kemur fram í bréfi nefndarinnar til Björns Levís Gunnarssonar, þingmanns Pírata, sem birt var á vef Alþingis í dag. Björn Leví beindi erindi til forsætisnefndar í október síðastliðnum þar sem hann fór fram á að nefndin kannaði sérstaklega hvert og eitt ferðatilefni þar sem þingmaður hefði fengið endurgreiddan ferðakostnað. Þá fór hann fram á að það yrði metið hvort að tilefni aksturs falli undir reglur um þingfararkostnað og hvort að ástæða væri til að hefja siðareglumál á hendur þingmönnum fyrir brot á siðareglum þar sem endurgreiðslur fyrir útgjöld þeirra væru ekki í fullkomnu samræmi við reglur forsætisnefndar. Fór Björn Leví fram á að forstætisnefnd myndi jafnframt meta hvort tilefni væri til að kæra einstaka þingmenn til lögreglu fyrir meint auðgunarbrot. Þingmaðurinn krafðist þess síðan til vara að mál Ásmundar Friðrikssonar yrði tekið til sérstakrar skoðunar, en Ásmundur var sá þingmaður sem fékk hæstar endurgreiðslur í fyrra, alls 4,6 milljónir króna.Sjá einnig:Þeir sem fengu hæstu greiðslurnar stíga ekki fram Ummæli í fjölmiðlum ein og sér gefi ekki tilefni til almennrar athugunar Í bréfi forsætisnefndar til Björns Levís varðandi það að hvert og eitt ferðatilefni verði rannsakað er vísað í að gildandi lög og reglur um aksturskostnað þingmanna geri ráð fyrir því að fundur sem þingmaður hefur verið boðaður eða boðar sjálfur til, sé vegna starfa hans sem alþingismanns eða annars sem af starfi hans leiðir. Langoftast liggi fyrir fundarboð eða lýsing á fundarefni en í þeim tilvikum þegar svo er ekki hafi skrifstofa Alþingis gert athugasemdir og veitt þingmönnum leiðbeiningar um að tilgreina skuli slíkar upplýsingar. Að því er segir í bréfinu hefur ekkert komið fram sem gefi „tilefni til þess að ætla að í framkvæmd skrifstofunnar hai ekki verið gengið úr skugga um að tilgreint tilefni ferðar hafi verið vegna starfa alþingismanns.“ Þá var heldur ekki séð, að því er segir í bréfinu, að til staðar væru atvik þar sem ætla mætti að rökstuddur grunur væri um refsiverða háttsemi einstakra þingmanna við endurgreiðslu aksturskostnaðar sem kæra beri til lögreglu. Var kröfu Björns Levís um almenna rannsókn því hafnað. Hvað varðar að taka endurgreiðslur til Ásmundar til sérstakrar athugunar segir í bréfi forsætisnefndar að þau ummæli Ásmundar í fjölmiðlum sem Björn Leví vísar í, máli sínu til stuðnings, gefi „ein og sér ekki nægilegt tilefni til almennrar athugunar á endurgreiðslu aksturskostnaðar á grundvelli siðareglna fyrir alþingismenn.“ Er jafnframt vísað í þá athugun sem fram fór á endurgreiðslu aksturskostnaðar til Ásmundar frá 1. janúar 2017 og til þess tíma er relgur um notkun bílaleigubíla voru innleiddar að fullu í febrúar síðastliðnum.Fréttin hefur verið uppfærð.
Aksturskostnaður þingmanna Alþingi Tengdar fréttir Björn Levi fagnar meintum stuðningi Páls Magnússonar Afar stirt er milli Pírata og Sjálfstæðismanna á þinginu. 8. nóvember 2018 11:22 Rannsókn á akstursgreiðslum í ferli hjá forsætisnefnd þingsins Ósk Björns Leví Gunnarssonar alþingismanns um rannsókn á akstursgreiðslum þingmanna verður rædd í forsætisnefnd á mánudag. 9. nóvember 2018 08:00 „Tímabært að negla þrjótinn“ Björn Leví vill að aksturskýrslur Ásmundar verði rannsakaðar 29. október 2018 11:19 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Björn Levi fagnar meintum stuðningi Páls Magnússonar Afar stirt er milli Pírata og Sjálfstæðismanna á þinginu. 8. nóvember 2018 11:22
Rannsókn á akstursgreiðslum í ferli hjá forsætisnefnd þingsins Ósk Björns Leví Gunnarssonar alþingismanns um rannsókn á akstursgreiðslum þingmanna verður rædd í forsætisnefnd á mánudag. 9. nóvember 2018 08:00
„Tímabært að negla þrjótinn“ Björn Leví vill að aksturskýrslur Ásmundar verði rannsakaðar 29. október 2018 11:19