Víti að varast Jón Steindór Valdimarsson skrifar 27. nóvember 2018 07:00 Uppgangur þröngsýni, sérhagsmuna, verndar- og einangrunarhyggju og popúlisma lætur Ísland og íslenska pólitík og þjóðmálaumræðu ekki ósnortna. Sömu lögmál eiga við hér á landi sem annars staðar. Búið er til ímyndað vandamál, það gert að brýnu úrlausnarefni, óvinur fundinn og síðan bent á einfaldar lausnir sem felast í því að skilja okkur frá þeim, hinum illu öflum sem sækja að frelsi, fullveldi og tilveru okkar. Tilgangurinn er að ná völdum, tilgangurinn er að klekkja á pólitískum andstæðingum, tilgangurinn er að koma hinum réttsýna flokki með sterka leiðtogann til valda til þess að leiða hnípna þjóð í vanda til fullveldis og sjálfstæðis og verjast þannig ágengum ríkjum, þjóðum og fyrirtækjum sem ræna fjöreggi okkar og brjóta. Bretar og Brexit Stjórnmálaástandið í Bretlandi og Brexit-málið eru nærtæk og skýr dæmi um hvernig getur farið þegar popúlistar gera sig gildandi og ekki er tekið á málum með skynsemi og yfirvegun. Sagan geymir allt of mörg dæmi um að frjálslynd öfl hafi sofið á verðinum og hörfað undan ágangi popúlistanna og oftar en ekki með hörmulegum afleiðingum. Breski Íhaldsflokkurinn, sem er systurflokkur Sjálfstæðisflokksins, hraktist undan popúlistum í breska sjálfstæðisflokknum UKIP og skoðanasystkinum þeirra innan eigin raða Íhaldsflokksins. Gamalkunnum brögðum var beitt – óvinurinn var fundinn í Evrópusambandinu og undan því oki yrði Bretland að brjótast hvað sem tautaði og raulaði. Cameron, formaður Íhaldsflokksins og forsætisráðherra, brá á það ráð að boða þjóðaratkvæðagreiðslu um úrsögn Breta til þess að freista þess að slá vopnin úr höndum popúlistanna, ekki síst í eigin flokki. Þar misreiknaði hann sig illilega. Þeim tókst með afar ósvífnum hætti, innantómum fullyrðingum og falsi, að knýja fram nauman sigur í þjóðaratkvæðagreiðslu og þar með að draga bresku þjóðina úr Evrópusambandinu. Brexit-ævintýrið er allt með hinum mestu ólíkindum og virðist enginn hvatamaður Brexit hafa hugsað það til enda. Útverðir fullveldisins Popúlistar eru að sækja mjög í sig veðrið í íslenskri þjóðmála- og stjórnmálaumræðu. Löngum hefur verið vinsælt að útmála Evrópusambandið sem helsta óvin íslenskra hagsmuna og þess vegna komi ekki til greina að Ísland verði þar aðili. Nú hafa popúlistarnir fundið sér nýtt skotmark. Það er EES-samningurinn, stærsti og mikilvægasti alþjóðasamningur sem Ísland hefur nokkru sinni gert. Nú þarf Ísland að losna undan oki hans og áhrifum hins illa Evrópusambands. Tvennu er nú helst teflt fram: Þriðja orkupakkanum og innflutningi á fersku kjöti. Öllum ráðum er beitt til að mistúlka, ýkja og segja hálfsannleika. Undirtónninn er þó kristaltær, óvinurinn sækir að og við verðum að verjast ágangi hans. Það gera bara sjálfskipaðir útverðir og varnarmenn fullveldis og sjálfstæðis, öðrum er ekki treystandi. Feigðarósinn Breskir ráðamenn og almenningur féllu í þá gryfju að hörfa undan popúlistunum og reyna að verjast þeim með því að ljá máls á rökum þeirra og koma til móts við skoðanir þeirra. Það voru hrapalleg mistök. Það hefur leitt Breta í miklar ógöngur sem ekki sér fyrir endann á en flestir virðast vera að átta sig á að betur hefði verið heima setið en af stað farið í þessa Bjarmalandsför. Þegar upp er staðið hefur hún frá upphafi legið að feigðarósi. Af þessu ættum við Íslendingar að læra. Við skulum ekki láta teyma okkur af stað í leiðangur sem endar með því að við hrökklumst út úr EES-samstarfinu okkur til tjóns. Við skulum læra af þeim sem hafa þegar reynt þessa leið með afleiðingum sem enginn sóttist eftir. Sérstaklega ættu ríkisstjórnarflokkarnir þrír að gæta sín á því að fljóta ekki sofandi að sama feigðarósi og Bretar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Uppgangur þröngsýni, sérhagsmuna, verndar- og einangrunarhyggju og popúlisma lætur Ísland og íslenska pólitík og þjóðmálaumræðu ekki ósnortna. Sömu lögmál eiga við hér á landi sem annars staðar. Búið er til ímyndað vandamál, það gert að brýnu úrlausnarefni, óvinur fundinn og síðan bent á einfaldar lausnir sem felast í því að skilja okkur frá þeim, hinum illu öflum sem sækja að frelsi, fullveldi og tilveru okkar. Tilgangurinn er að ná völdum, tilgangurinn er að klekkja á pólitískum andstæðingum, tilgangurinn er að koma hinum réttsýna flokki með sterka leiðtogann til valda til þess að leiða hnípna þjóð í vanda til fullveldis og sjálfstæðis og verjast þannig ágengum ríkjum, þjóðum og fyrirtækjum sem ræna fjöreggi okkar og brjóta. Bretar og Brexit Stjórnmálaástandið í Bretlandi og Brexit-málið eru nærtæk og skýr dæmi um hvernig getur farið þegar popúlistar gera sig gildandi og ekki er tekið á málum með skynsemi og yfirvegun. Sagan geymir allt of mörg dæmi um að frjálslynd öfl hafi sofið á verðinum og hörfað undan ágangi popúlistanna og oftar en ekki með hörmulegum afleiðingum. Breski Íhaldsflokkurinn, sem er systurflokkur Sjálfstæðisflokksins, hraktist undan popúlistum í breska sjálfstæðisflokknum UKIP og skoðanasystkinum þeirra innan eigin raða Íhaldsflokksins. Gamalkunnum brögðum var beitt – óvinurinn var fundinn í Evrópusambandinu og undan því oki yrði Bretland að brjótast hvað sem tautaði og raulaði. Cameron, formaður Íhaldsflokksins og forsætisráðherra, brá á það ráð að boða þjóðaratkvæðagreiðslu um úrsögn Breta til þess að freista þess að slá vopnin úr höndum popúlistanna, ekki síst í eigin flokki. Þar misreiknaði hann sig illilega. Þeim tókst með afar ósvífnum hætti, innantómum fullyrðingum og falsi, að knýja fram nauman sigur í þjóðaratkvæðagreiðslu og þar með að draga bresku þjóðina úr Evrópusambandinu. Brexit-ævintýrið er allt með hinum mestu ólíkindum og virðist enginn hvatamaður Brexit hafa hugsað það til enda. Útverðir fullveldisins Popúlistar eru að sækja mjög í sig veðrið í íslenskri þjóðmála- og stjórnmálaumræðu. Löngum hefur verið vinsælt að útmála Evrópusambandið sem helsta óvin íslenskra hagsmuna og þess vegna komi ekki til greina að Ísland verði þar aðili. Nú hafa popúlistarnir fundið sér nýtt skotmark. Það er EES-samningurinn, stærsti og mikilvægasti alþjóðasamningur sem Ísland hefur nokkru sinni gert. Nú þarf Ísland að losna undan oki hans og áhrifum hins illa Evrópusambands. Tvennu er nú helst teflt fram: Þriðja orkupakkanum og innflutningi á fersku kjöti. Öllum ráðum er beitt til að mistúlka, ýkja og segja hálfsannleika. Undirtónninn er þó kristaltær, óvinurinn sækir að og við verðum að verjast ágangi hans. Það gera bara sjálfskipaðir útverðir og varnarmenn fullveldis og sjálfstæðis, öðrum er ekki treystandi. Feigðarósinn Breskir ráðamenn og almenningur féllu í þá gryfju að hörfa undan popúlistunum og reyna að verjast þeim með því að ljá máls á rökum þeirra og koma til móts við skoðanir þeirra. Það voru hrapalleg mistök. Það hefur leitt Breta í miklar ógöngur sem ekki sér fyrir endann á en flestir virðast vera að átta sig á að betur hefði verið heima setið en af stað farið í þessa Bjarmalandsför. Þegar upp er staðið hefur hún frá upphafi legið að feigðarósi. Af þessu ættum við Íslendingar að læra. Við skulum ekki láta teyma okkur af stað í leiðangur sem endar með því að við hrökklumst út úr EES-samstarfinu okkur til tjóns. Við skulum læra af þeim sem hafa þegar reynt þessa leið með afleiðingum sem enginn sóttist eftir. Sérstaklega ættu ríkisstjórnarflokkarnir þrír að gæta sín á því að fljóta ekki sofandi að sama feigðarósi og Bretar.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun