Líkamsleifar Þorsteins og Kristins komnar til byggða Andri Eysteinsson skrifar 26. nóvember 2018 18:57 Þorsteinn, hér til til vinstri og Kristinn, til hægri. Mynd/Torfi Hjaltason Líkamsleifar þeirra Þorsteins Guðjónssonar og Kristins Rúnarssonar sem fórust í hlíðum fjallsins Pumo-Ri í Nepal haustið 1988 hafa verið fluttar úr fjallshlíðinni og til Katmandú. Þetta staðfestir Snævarr Guðmundsson, landfræðingur, í samtali við Vísi. Bandarískur fjallgöngumaður á ferð upp Pumo-Ri rakst á lík þeirra fyrr í mánuðinum. Bandaríkjamaðurinn fann skilríki í klæðnaði þeirra og kom skilaboðum um fundinn til Bretlands sem á endanum bárust til Íslands.Sjá nánar: Segir fréttirnar af líkfundinum góðar en þungarLeifur Örn Svavarsson, fjallaleiðsögumaður, hefur undanfarið farið fyrir leiðangri með það að markmiði að endurheimta líkamsleifar Þorsteins og Kristins. Að sögn Snævars hefur Leifur ásamt sjerpum unnið að því flytja líkin ásamt búnaði þeirra til Katmandú. Þar verða líkamsleifarnar rannsakaðar af hálfu nepalskra yfirvalda til þess að tryggja að um Þorstein og Kristinn er að ræða.Forsíða Morgunblaðsins, 26. október 1988Á von á því að hópurinn snúi heim í vikunni Að loknum þeim rannsóknum er málinu lokið af hálfu nepalskra yfirvalda. Hópur aðstandenda og vina Þorsteins og Kristins er staddur í Nepal ásamt Leifi sem Snævarr segir eiga mikið hrós skilið fyrir sitt framlag í málinu. Snævarr segist eiga von á því að hópurinn komi heim í vikunni en segir að það ráðist í raun af niðurstöðum frumrannsókna á líkamsleifunum. Að sögn Snævars hefur hópurinn svigrúm til mánaðamóta en telur líklegt að rannsóknir ytra gangi hratt fyrir sig. Nepal Tengdar fréttir Lagður af stað til að kanna möguleikann á því að flytja Kristin og Þorstein heim Leifur Örn Svavarsson hjá Íslenskum fjallaleiðsögum, er lagður af stað til Nepal að rótum fjallsins Pumari til þess að kanna möguleikann á því hvort hægt sé að flytja lík fjallgöngumannanna Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar, heim til Íslands. 20. nóvember 2018 11:40 Erfitt að sætta sig við hvarf fjallgöngufélaganna: „Þetta voru svo frábærir félagar manns“ Jón Geirsson, fjallgöngufélagi Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar, segir að það hafi tekið langan tíma fyrir sig að sætta sig við að Kristinn og Þorsteinn hafi týnst á fjallinu Pumori í Himalaja-fjallgarðinum í Nepal árið 1988. 13. nóvember 2018 08:45 Segir fréttirnar af líkfundinum góðar en þungar Anna Lára Friðriksdóttir, göngufélagi þeirra Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar sem fórust í Nepal haustið 1988 segir gott að fá endi í sögu þeirra. 11. nóvember 2018 21:01 Líkfundur í Himalajafjöllum ekki kominn í formlegt ferli Samkvæmt upplýsingum frá bæði alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra og Sveini H. Guðmarssyni, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins, hefur íslenska ríkinu ekki borist formlegt erindi varðandi tvö lík sem fundust í Himalajafjöllum. 13. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Sjá meira
Líkamsleifar þeirra Þorsteins Guðjónssonar og Kristins Rúnarssonar sem fórust í hlíðum fjallsins Pumo-Ri í Nepal haustið 1988 hafa verið fluttar úr fjallshlíðinni og til Katmandú. Þetta staðfestir Snævarr Guðmundsson, landfræðingur, í samtali við Vísi. Bandarískur fjallgöngumaður á ferð upp Pumo-Ri rakst á lík þeirra fyrr í mánuðinum. Bandaríkjamaðurinn fann skilríki í klæðnaði þeirra og kom skilaboðum um fundinn til Bretlands sem á endanum bárust til Íslands.Sjá nánar: Segir fréttirnar af líkfundinum góðar en þungarLeifur Örn Svavarsson, fjallaleiðsögumaður, hefur undanfarið farið fyrir leiðangri með það að markmiði að endurheimta líkamsleifar Þorsteins og Kristins. Að sögn Snævars hefur Leifur ásamt sjerpum unnið að því flytja líkin ásamt búnaði þeirra til Katmandú. Þar verða líkamsleifarnar rannsakaðar af hálfu nepalskra yfirvalda til þess að tryggja að um Þorstein og Kristinn er að ræða.Forsíða Morgunblaðsins, 26. október 1988Á von á því að hópurinn snúi heim í vikunni Að loknum þeim rannsóknum er málinu lokið af hálfu nepalskra yfirvalda. Hópur aðstandenda og vina Þorsteins og Kristins er staddur í Nepal ásamt Leifi sem Snævarr segir eiga mikið hrós skilið fyrir sitt framlag í málinu. Snævarr segist eiga von á því að hópurinn komi heim í vikunni en segir að það ráðist í raun af niðurstöðum frumrannsókna á líkamsleifunum. Að sögn Snævars hefur hópurinn svigrúm til mánaðamóta en telur líklegt að rannsóknir ytra gangi hratt fyrir sig.
Nepal Tengdar fréttir Lagður af stað til að kanna möguleikann á því að flytja Kristin og Þorstein heim Leifur Örn Svavarsson hjá Íslenskum fjallaleiðsögum, er lagður af stað til Nepal að rótum fjallsins Pumari til þess að kanna möguleikann á því hvort hægt sé að flytja lík fjallgöngumannanna Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar, heim til Íslands. 20. nóvember 2018 11:40 Erfitt að sætta sig við hvarf fjallgöngufélaganna: „Þetta voru svo frábærir félagar manns“ Jón Geirsson, fjallgöngufélagi Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar, segir að það hafi tekið langan tíma fyrir sig að sætta sig við að Kristinn og Þorsteinn hafi týnst á fjallinu Pumori í Himalaja-fjallgarðinum í Nepal árið 1988. 13. nóvember 2018 08:45 Segir fréttirnar af líkfundinum góðar en þungar Anna Lára Friðriksdóttir, göngufélagi þeirra Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar sem fórust í Nepal haustið 1988 segir gott að fá endi í sögu þeirra. 11. nóvember 2018 21:01 Líkfundur í Himalajafjöllum ekki kominn í formlegt ferli Samkvæmt upplýsingum frá bæði alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra og Sveini H. Guðmarssyni, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins, hefur íslenska ríkinu ekki borist formlegt erindi varðandi tvö lík sem fundust í Himalajafjöllum. 13. nóvember 2018 07:00 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Kannski ætti hæstvirt þingkona aðeins að fara að vanda til verka“ Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Sjá meira
Lagður af stað til að kanna möguleikann á því að flytja Kristin og Þorstein heim Leifur Örn Svavarsson hjá Íslenskum fjallaleiðsögum, er lagður af stað til Nepal að rótum fjallsins Pumari til þess að kanna möguleikann á því hvort hægt sé að flytja lík fjallgöngumannanna Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar, heim til Íslands. 20. nóvember 2018 11:40
Erfitt að sætta sig við hvarf fjallgöngufélaganna: „Þetta voru svo frábærir félagar manns“ Jón Geirsson, fjallgöngufélagi Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar, segir að það hafi tekið langan tíma fyrir sig að sætta sig við að Kristinn og Þorsteinn hafi týnst á fjallinu Pumori í Himalaja-fjallgarðinum í Nepal árið 1988. 13. nóvember 2018 08:45
Segir fréttirnar af líkfundinum góðar en þungar Anna Lára Friðriksdóttir, göngufélagi þeirra Kristins Rúnarssonar og Þorsteins Guðjónssonar sem fórust í Nepal haustið 1988 segir gott að fá endi í sögu þeirra. 11. nóvember 2018 21:01
Líkfundur í Himalajafjöllum ekki kominn í formlegt ferli Samkvæmt upplýsingum frá bæði alþjóðadeild Ríkislögreglustjóra og Sveini H. Guðmarssyni, upplýsingafulltrúa utanríkisráðuneytisins, hefur íslenska ríkinu ekki borist formlegt erindi varðandi tvö lík sem fundust í Himalajafjöllum. 13. nóvember 2018 07:00